Ættu að skammast sín !

Borgarstjórn ætti að skammast sín! Allir vita að fjárhagsstaða borgarinnar er bág, reyndar svo bág að styttist í að innanríkisráðherra þurfi að skipa tilsjónamann með rekstri borgarinnar. Allir átta sig á að við slíkar aðstæður þarf að draga saman seglin. Það er hins vegar spurning hvernig forgangsröðun er háttað. Að ráðast gegn öldruðum í því skyni er spark undir beltisstað!

Ekki er að sjá að borgaryfirvöld séu að draga saman á öðrum sviðum, sviðum þar sem mun meiri peningar eru og meira að skækja. Nei, það er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og minnst að hafa. Hvað mun þessi "sparnaður" gefa borginni marga aura? Hvað munu þeir aurar vega þungt í óráðssíurekstri borgarinnar?

Það má víða finna matarholur í rekstri borgarinnar, matarholur sem gefa miklu meira en þessar aðgerðir borgarinnar. Má þar fyrst nefna mannahald, en fjölgun starfsmanna borgarinnar er langt umfram fjölgun borgarbúa og enn lengra umfram tekjuaukningu borgarsjóðs. Er ekki hægt að skoða þennan þátt frekar? Eru öll þessi nýju störf sem búin hafa verið til innan borgarinnar nauðsynleg? Hver er arðsemi þeirra? Þarna má spara stórar upphæðir.

Þá má ekki gleyma stórhuga borgarstjórnar í hjólreiðarstígum. Vissulega er það huggulegt fyrir hjólreiðafólk að fá eigið gatnakerfi, en er það svo bráð nauðsynlegt fyrir borg sem berst í bökkum? Má ekki fresta einhverjum þessara fyrirhuguðu hjólreiðarstíga þar til efni eru til? Það er hætt við að borgarbúum myndi sundla ef þeir gerðu sér grein fyrir kostnaði við hvern kílómeter þessara stíga. Þarna má sannarlega draga úr og spara mikla peninga.

Þrengingar gatna og alls kyns leikaraskapur með þær er annað fjárfrekt mál. Málning og annað sem slett er á göturnar eru ekki bara dýrar framkvæmdir, heldur einnig stór hættulegar, sérstaklega hjólreiðafólki. Þá er vafasamt að slíkt standist umferðalög. Þessi leikaraskapur allur er búinn að vera borgarsjóð fjárfrekur.

Það má halda lengi áfram um fjáraustur borgaryfirvalda, fjáraustur í verkefni sem ekkert gefa af sér og oftar en ekki leiða til enn frekari kostnað borgarinnar. Það er enda komið á daginn að borgarsjóður safnar nú svo miklum skuldum hvern dag að kræfustu útrásarvíkingar blikna.

Og þá er ráðist á gamla fólkið, það fólk sem byggði upp landið, byggði upp borgina og gerði hana að því sem hún er. Þarna telja borgaryfirvöld hellst að megi draga saman. Þau ættu að skammast sín!

Það ná flestir því að verða skilgreindir sem gamalmenni, blessunarlega. Vonandi munu Dagur B og hans slekti einnig njóta þess. Því ætti það að vera hverjum stjórnmálamanni hvatning til að huga að því að gera veg eldri borgara sem auðveldastan, að búa í haginn fyrir sjálfan sig. En þetta skilur borgarstjórn auðvitað ekki, ekki frekar en hvernig fjármunir verða til.

Kannski opinberast fáviska þessa fólks í því að tala um skúringaróbóta. Annað eins bull og vitleysa.

Það má vel búa til borgarstjóraróbóta. Það þarf ekki fullkomna tölvu til að taka við verki núverandi borgarstjóra og sinna því verki betur. Gömul PC tölva, frá síðustu öld, mun ráða vel við það verkefni, þarf bara að mun  eftir að mála mynd af manni með heimskulegt bros á hana. Þá væri hún mun fullkomnari en núverandi borgarstjóri!


mbl.is Eldri borgarar noti skúringaróbóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki töluvert stefnu ríkistjórnarinnar að kenna?

„Við höf­um verið að sjá frá því að borg­in tók yfir heima­hjúkr­un árið 2009 en frá þeim tíma hef­ur jafn og þétt auk­ist að fólk sé veik­ara heima og út­skrif­ist fyrr af spít­ala,“

pallipilot (IP-tala skráð) 29.9.2015 kl. 22:28

2 identicon

Dagur og hans hyski eru endanlega bún að gera í buxurnar.

Það eru engar bleiur til sem hreinsa þetta !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.9.2015 kl. 22:40

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Held nú að einhverra kílóbæta tölva myndi duga, til að koma í stað alls meirihlutans. Þyrfti ekki einu sinni að vera myndir af þeim á skjánum. Hvað ætli þessi meirihluti hefði nú sagt, væri hann í minnihluta og meirihlutinn hefði skorið þennan lið niður? Tel að trauðla sé hægt að sökkva neðar í niðurskurði. Hver ætli kostnaður borgarinnar sé af "sýningunni" sem þar fram nú um stundir? Er það ef til vill lausn núverandi meirihluta að gleðja gamlingjana, sem byggðu undir velferð okkar allra, að senda "róbóta" í heimahjúkrun og aðra aðhlynningu, sem þessi eldri kynslóð á allan rétt á? Svei þessu liði öllu saman og risastórt fffrrrrruuuuuussssss á þau!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2015 kl. 00:11

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Borgarstjóraróbot :-) (LOL eins og krakkarnir segja)

Ragnar Kristján Gestsson, 30.9.2015 kl. 08:09

5 Smámynd: Aztec

Svona fer þegar samvizkulaus dekurdýr ná yfirhöndinni í borginni. En áður en við veljum vél- og hugbúnað til að setja í staðinn fyrir Dag B., þá skulum við athuga hvers konar tölvu er hægt að líkja borgarstjóranum við: Gamalli tölvu án harðdisks, með Pentium I örgjörva, MS DOS (eða í mesta lagi Windows 286) stýrikerfi, 256 kB vinnsluminni og 5 1/4" floppy drive. Þannig tölva er líkt og borgarstjóranefnan gjörsamlega ónothæf. Svo að allt umfram svona tölvu yrðri framför frá núverandi ástandi.

En síðan ætti að vera nóg að hafa talnagrindur í staðinn fyrir suma ónefnda borgarfulltrúa á vinstrivængnum.

Aztec, 30.9.2015 kl. 12:56

6 Smámynd: Aztec

Og eins og Halldór nefndi, þá væri það ágætt að fá upplýst hvað þessi bjánalega sýning sem veruleikafirrtu öfgafemínistarnir stóðu að, kostaði borgina?

Aztec, 30.9.2015 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband