Nú grætur seðlabankastjóri

Nú grætur Már og peningastefnunefnd volar við hlið hans. Verðbólgan neitar að æða upp, sama þó vextir séu hækkaðir reglulega. Þá er bara eitt að gera, hækka þá enn meira og enn hraðar!

Og sjálfsagt fer um greiningadeildir bankanna, þessar sem sögðu bankakerfið okkar standa svo styrkum fótum rétt fyrir hrun. Þaðan hafa komið endalausar spár um að verðbólgan væri að fara úr böndum. En það er með þær spár eins og hinar fyrri, þær standast auðvitað ekki.

Og ekki getur verið að Þorsteini Víglundssyni líði vel með þetta. Hans áróður, í tengslum við gerð kjarasamninga síðasta vor, er flestum í fersku mynni. Þar boðaði hann ekki einungis að verðbólgan færi á skrið, heldur nefndi hann tölur nærri 30% í því sambandi. Laun hækkuðu nærri þrisvar sinnum meira en hann taldi hæfilegt, samt er verðbólgudraugurinn sofandi sem aldrei fyrr.

Allir þessir menn og allar þær greiningadeildir sem mest láta, hafa ekki hundsvit á því sem þær segja. Hins vegar má svo lengi hamra járnið að það verði deigt. Það má vissulega tala verðbólguna upp.

Hættulegasti maður landsins og sá sem einn getur vakið verðbólgudrauginn er þó Már Guðmundsson. Með hækkun vaxta, langt umfram efni og langt umfram getur hagkerfisins, getur bara eitt skeð: Verðbólgudraugurinn vaknar. Þó tilburðir hans til þessa hafi ekki dugað hingað til, munu þær bera árangur að lokum.

Þá getur Már glaðst og stungið tungu sinni út fyrir munnvikin, svona eins og nöðrum er svo tamt!


mbl.is Verðbólgan 1,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðtryggðu lánin lækka í þessum mánuði! :)

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2015 kl. 15:10

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þau lækka auðvitað ekki Guðmundur, hækka bara minna en áður.

Verðtryggð lán lækka aldrei, nema auðvitað ef svo mikil verðhjöðnun verði að það dugi gegn vöxtunum sem á þeim er.

Gunnar Heiðarsson, 26.9.2015 kl. 09:58

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem ég átti við er höfuðstóll þeirra mun lækka. Reyndar verður það á milli október og nóvember vegna þess að vísitalan er notuð til verðtryggingar tveimur mánuðum eftir birtingu. Aftur á móti er alveg rétt hjá þér að ef tekið er tillit til vaxta líka þarf verðhjöðnunin að vera jafn mikil og vextirnir. Verðhjöðnun sú sem hér um ræðir eða 0,4% á mánuði jafngildir um 4,9% á ársgrundvelli, þannig að ef lán er með lægri nafnvexti en 4,9% mun það líka lækka miðað við þá forsendu, jafnvel þó vextirnir yrðu ekki greiddir heldur þeim bætt á höfuðstólinn. Ef sama verðhjöðnunarferli héldi áfram í meira en 6 mánuði myndi það skapa verðhjöðnunarspíral sem gæti haldið áfram í nokkur ár og þá myndu lánin brenna niður af sjálfum sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2015 kl. 11:59

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt, en það eru víst litlar ástæður til að gera ráð fyrir slíkri þróun.

Gunnar Heiðarsson, 26.9.2015 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband