Hrossakaup

Stjórnsýsla ESB gengur öll út hrossakaup. "Ef þú færð þetta þá þurfum við hitt", auga fyrir auga, eða haus fyrir haus, eins og hjá mafíuósum. Málefnaleg umræða er þessu fólki með öllu útilokuð, hrossakaup skulu frekar ráða. Kannski ekki nema von hvernig komið er fyrir sambandinu.

Fyrir síðustu kosningar í Bretlandi lofaði Cameron að gera tilraun til að sækja til baka eitthvað af því valdi sem ESB hefur haft af Bretum. Síðan yrði kosið um veru landsins innan sambandsins. Ljóst er að til að Bretar kjósi áframhaldandi veru í ESB þarf Cameron að ná til baka verulegum völdum frá sambandinu, jafnvel hugsanlegt að jafnvel þó honum takist það muni kjósendur hafna aðildinni. Þetta veit Cameron og Merkel veit að Cameron veit þetta. Henni er hins vegar nokk sama þó Bretar yfirgefi ESB, enda mun það einungis styrkja Þýskaland innan sambandsins og þá um leið hana sjálfa.

Það kemur því ekki á óvart þó Merkel nýti sér þessa stöðu sem Cameron er búinn að koma sér í og bjóði honum honum í hrossakaup, að hann fái smá sporslu, bara ef hann samþykkir stofnun Evrópuhers.

Hrossakaup innan ESB eyðilögðu sjávarútveg allra landa sem að sambandinu standa og eiga land að sjó og nú má þakka hrossakaupum að landbúnaður innan ESB er að leggjast á hliðina. Þetta er því ekki neitt nýtt og kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Það sem á óvart kemur er að nú snúa þessi hrossakaup að stofnun hers. Að með þessum hrossakaupum er opinberuð sú ætlan ESB að koma sér upp einum stórum her.

Fyrir ekki svo mörgum árum var sú umræða hér á landi og var hún samstundis þögguð niður. Þeir sem voguðu sér að taka þátt í þeirri umræðu voru sagðir fara með fleipur og nánast stimplaðir hálfvitar!

 

 


mbl.is Cameron styðji Evrópuher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband