Þjóðverjar sprungnir

Þjóðverjar telja nú nóg komið og rúmlega það. Samúðin er að dvína og þær milljónir sem enn þjást í Sýrlandi, verða bara að þjást áfram. Þó eru Þjóðverjar einungis búnir að taka á móti sem svarar einu prósentu þess mannfjölda sem fyrir var og tæplega það.

Þýskaland er öldrunarþjóðfélag, þ.e. endurnýjun íbúanna er minni en víðast annarsstaðar. Þetta leiðir til þess að Þjóðverjar sjá fram á mikinn skort af vinnuafli, sérstaklega ef evran verður áfram við lýði með tilheyrandi uppbyggingu iðnaðar þar í landi, á kostnað annarra evruríkja.

Því ætti Þýskaland að vera lang best í stakk búið til að taka á móti flóttafólki, í flestum tilfellum ungu fólki sem er duglegt að fjölga sér. En nú, þegar fjöldi flóttafólks nær tæplega einu prósenti þess mannfjölda sem fyrir er, telja þjóðverjar að komið sé yfir þolmörkin.

Hvernig eiga þá önnur þjóðfélög Evrópu, þar sem atvinnuleysi er landlægt vandamál, að geta tekið við þessu fólki? Hvar liggja mörkin? Hvað skal gera þegar þeim er náð?

Við skulum átta okkur á því að þetta er bara upphafið. Að næstu árin mun flæða inn í Evrópu fólk frá stríðshrjáðum löndum. Hvað ætla Þjóðverjar að gera núna? Loka sínum landamærum? Á kannski að styrkja ytri landamæri Schengen, eða er það dæmi út af borðinu? Hvað með alla þá sem koma yfir Miðjarðarhaf? Eiga þeir bara að drukkna drottni sínum, eða Allah. Hún var skammvin góðmennskan þeirra Þjóðverja.

Það er auðvelt að vera stórkarlalegur, einkum þegar spilað er á tilfinningar fólks. En raunveruleikinn er oftast annar og þegar hann blasir við, verða stórkarlalegar yfirlýsingar sem hjómið eitt.

Ef virkilegur vilji væri til að hjálpa því fólki sem býr við óhugnað stríðsins í Sýrlandi, þá myndu ráðamenn þeirra ríkja sem framleiða og selja vopn, sjá til að stríðsaðilar hefðu ekki slík tól milli handanna.

En það er auðvitað til of mikils mælst við Merkel, Stefan Löven eða meistara Hollande að þeir stoppi slíkar verksmiðjur af í sínum löndum. Peningar eru verðmeiri í hugum þessa fólks en svo. Frekar nýta þessir þjóhöfðingjar bara þessa nýju íbúa landa sinna til að manna þessar verksmiðjur og þannig að hægt sé að auka afköst þeirra og græða örlítið meira!

Hræsni þessa fólks er alger!!


mbl.is Þjóðverjar herða eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll gunnar, það er spurning hvort eitthverjir fleiri en Þjóðverjar eru komnir að sprengjumörkum?

kv KBK.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 17:39

2 identicon

Sæll Gunnar, átti þetta að vera með stórum staf, biðst afsökunar að láta ritvillu púkann ráða för.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband