Björn Valur skriðinn undan steini

Einn sá stjórnmálamaður sem fór mikinn á síðasta kjörtímabili og taldi sjálfann sig næstann þeim mesta og besta, er nú skriðinn undan steini. Þó ekki hafi vantað sjálsálitið hjá Birni Val, þá voru kjósendur ekki sammála því mati hans, í síðustu kosningum og höfnuðu hans þáttöku í stjórnun landsins. Reyndar fékk sá sem Björn Valur taldi einan sér hæfari, litlu betri kosningu, þó sá hafið haldið sæti sínu á alþingi, fyrir tilstilli 90 kjósenda á norð-austurhorni landsins.

Á vefritinu eyjan.is er vitnað í skrif Björns Vals. Í þeim skrifum gerir hann lítið úr kjósendum og mærir verðtrygginguna. Hann segir vandann ekki vera verðtryginguna sjálfa, heldur óstjórn stjórnmálamanna. Vanþekking hans á eðli verðtryggingarinnar, eins og hún er framkvæmd hér á landi, opinberast þarna. Auk þess velur hann að líta framhjá þeirri augljósu staðreynd að það er einmitt sjálf verðtryggingin sem hjálpar stjórnmálamönnum í óstjórninni, en kannski elur hann með sér einhvern draum um að komast aftur nálægt stjórnarkötlunum.

Hitt er verra að hann kennir kjósendum um þessa óstjórn og seegir þá ekki vilja annað. Önnur eins lítilsvirðing til kjósenda er vanþekkt. Það er ekki kjósendum að kenna að stjórnmálamenn gangi að baki orða sinna, það var ekki kjósendum VG að kenna að sá flokkur stæði að umsókn að ESB, þrátt fyrir að formaður þess flokks hefð í þrígang hafnað slíku í beinni útsendingu sjónvarps, kvöldið fyrir kosningar.

Vandinn á óstjórn stjórnmálamanna er þeim sjálfum um að kenna, ekki kjósendum. Það eru stjórnmálamenirnir sem svíkja öll loforð, jafn skjótt og þeir komast til valda. Þetta á við um flesta stjórnmálamenn og opinberaðist allra mest á síðasta kjörtímabili. Engin ástæða er til að ætla annað af þeim stjórnmálamönnum sem lifa nú af þeirri frægð að hafa aldrei komist til valda.

En það er alltaf ljós punktur til að horfa til og þó núverandi stjórnvöld séu ekki laus við sviksemi við kjósendur, þá hefur þeim kannski tekist best til um langann tíma. Langt þarf að leyta til að fnna ríkisstjórn sem hefur tekist að standa við jafn mörg og stór kosningaloforð og núverandi stjórn hefur tekst. En sál þeirra er þó langt frá því að vera hrein, langt í frá. Svikin eru til staðar.

Ekki hefur enn verið dregin til baka umsóknin að ESB, áróðursstofu ESB hefur ekki verið lokað, hræðsla við stjórnarandstöðuna hefur síðan lamað störf alþingis. Stæðstu og sárustu svikin, fyrir okkur sem kusum þessa flokka, er andvaraleysið í leiðréttingu kjara aldraðra og öryrkja. Þar fór síðasta ríkisstjórn hamförum í skerðingu kjara þessara hópa og væntingar þeirra sem kusu núverandi stjórnarflokka voru að það órétti yrði lagað og það strax. Því miður vantar nokkuð þar á. 

Björn Valur ætti að halda sig til hlés enn um sinn, í a.m.k. 20 ár til viðbótar. Þá gæti kannski verið komnir einhverir kjósendur sem ekki þekkja sögu hans sem stjórnmálamanns.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband