Ábyrgðin liggur víðar en hjá ríkissjóð

Allir eru sammála um að þensla í hagkerfinu sé af hinu góða - svo fremi að hún sé ekki of mikil. Of mikil þensla leiðir til aukinnar verðbólgu og í landi þar sem flest lán eru verðtryggð skilar slíkt engu nema hörmungum. Ekki bara fyrir almenning heldur ekki síður fyrir fyrirtæki landsins. Hæfileg þensla heldur uppi atvinnustigi og lífskjörum fólks og fyrirtækja.

Það er því vissulega rétt að slá á þenslu, þegar merki berast um að hún sé að fara úr böndum. En þar má ekki bara kalla stjórnvöld til ábyrgðar, fleiri verða að koma að því borði. Allir sem standa í fjárfrekum framkvæmdum, eða eru að spá í slíkar framkvæmdir, verða að skoða vandlega hvort þær eru nauðsynlegar, hvort hugsanlega megi draga úr umfangi þeirra eða jafnvel fresta þeim. Engum dylst að sú sprenging sem hefur orðið í hótelbyggingum á Íslandi, hin síðustu misseri, á stórann þátt í þeirri þenslu sem nú er hafin. Er virkilega þörf á því að fylla miðbæ Reykjavíkur af hótelum?

Framkvæmdir ríkissjóðs eru í sjálfu sér ekki miklar og lítið hægt að draga þar úr. Sjálfsagt má draga saman í rekstri hinna ýmsu ríkisfyrirtækja, en þá ber að líta til þess að stæðstu póstarnir í ríkisrekstrinum eru á sviði heilbrigðismála og menntamála. Hvorugur þessara pósta má við meiri samdrætti, þvert á móti verður að bæta þar í, ef ekki á illa að fara.

Þá er ljóst að auka þarf framkvæmdir í vegamálum, eftir samfelldan samdrátt á því sviði frá hruni. Þar eru verkefni sem eru vissulega mun þarfari en hótelbyggingar. Nema ætlunin sé að allir ferðamenn gisti og ferðist bara um miðborg Reykjavíkur.

Því er ríkið illa í standi til að draga saman, þar eru flestir málaflokkar komnir fram á hengiflug skelfingarinnar. Þó vissulega megi segja að mörg ríkisfyrirtæki megi leggja af eða minnka verulega umfang þeirra, þá er það svo lítið af heildinni að litlu skiptir gegn þenslunni.

Þeir sem þenslunni valda verða sjálfir að sjá til þess að hún fari ekki úr böndum. Það eru bara börn sem kalla á mömmu til hjálpar þegar á bjátar. Fullorðnir menn sem reka stórfyrirtæki eiga sjálfir að sjá fótum sínum forráð!

 


mbl.is Hættumerki þrátt fyrir bætt lánshæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Reyndu að segja "vinstri hjörðinni" að ábyrgðin liggi ekki eingöngu hjá ríkisstjórninni.  En aftur á móti bar "Ríkisstjórn Fólksins", sem sat á síðasta kjörtímabili, enga ábyrgð samkvæmt þessu fólki... cool 

Jóhann Elíasson, 27.7.2015 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband