Ein af grunnstoðum efnahagskerfisins

Ferðaþjónustan hefur verið sögð ein af grunnstoðum í íslensku efnahagskerfi og vægi hennar aukist mikið síðustu ár. Framkvæmdastjóri samtaka í ferðaþjónustu upplýsir nú að þessari grein sé stefnt í voða, með launakröfum stéttarfélaga.

Það er vitað að fáar atvinnugreinar greiða jafn lág laun og ferðaþjónustan. Yfirborganir umfram kjarasamninga eru nánast óþekktir, bónusar framandi orð sem fáir þekkja og starfsreynsla byggist mjög hægt upp, ef þá nokkuð. Því er kannski einmitt það launafólk sem innan ferðaþjónustunnar vinnur, sem mest ríður á að bæta kjör hjá.

Þetta telur framkvæmdastjórinn þó ekki vera hægt, að flest fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi ekki burði til slíkra launahækkana.

Getur verið að þessi stoð í okkar hagkerfi sé byggt á svo veikum grunni að hún geti ekki staðið nema með því einu að greiða starfsfólki sínu svo lág laun að jaðrar við þrælahald?

Getur verið að þessi stoð í okkar hagkerfi sé bara sem ræfilsleg bambusstöng, sem bognar og brotnar við minnsta álag?


mbl.is Rothögg fyrir ferðaþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Ferðaþjónustan er með erlent vinnuafl að miklum hluta- sem ekki þarf að skilja orð í Íslensku.

 Margt af þessu fólki er svikið um laun.

 Íslendingar vilja fremur atvinnuleysisbætur en vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eru aðeins byggð á skjótfengnum gróða.

 Þarna ná einstakir aðilar fram ofurhagnaði á vinnandi þrælum á mjög stuttum tíma.

 er þetta þjóðfelagslega hagkvæmt ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.4.2015 kl. 22:11

2 identicon

Sammála því sem Erla Margrét skrifar hér og því sem Gunnar Hreiðarsson skrifar. Þrátt fyrir að greiða lág laun stendur Ferðaþjónustan á brauðfótum. Þar gildir að græða sem mest og svíkja sem mest.

Filippus Jóhannsson. (IP-tala skráð) 14.4.2015 kl. 23:38

3 identicon

Sammála! Ógeðslegt að lesa skrif þessarar konu bara. það eru hvergi nokkurstaðar greidd eins léleg laun eins og í þessum bransa, og löngu komin tími á myndrlega hækkun. Ráða þau ekki við það? Nú þau ráða amk við að byggja hótel í stórum stíl svo þetta verður arla mikið mál! það er 50 til 70 % hækkun lægstu launa.

ólafur (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 06:05

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig ætli eftirlitið sé með skattsvikum, og þessari þrælameðferð á erlendu vinnuafli í ferðaþjónustunni?

Getur verið að það sé bara alls ekkert eftirlit með þessu ómannúðlega og ólöglega þrælahaldi og skattsvikum?

Hvert fer allur hagnaðurinn af þessum gjaldeyrisskapandi ferðamönnum? Kannski beint úr landi og í skattasvikaskjól?

Það eru ekki gjaldeyrishöft á kortanotkun Ísendinga erlendis, og þess vegna auðvelt fyrir þá sem hagnast á þessum varnarlausu þrælum, að hirða ágóðann úr landi. Hef ekki vit á hvernig peningaþvottur fer fram erlendis á svörtum peningum frá Íslandi. Líklega er það auðvelt fyrir þá sem eru nógu siðblindusjúkir til að stunda slíka rányrkju.

Þegar ég vann í verslun fyrir einhverjum áratugum síðan, þá voru tvær strimlarúllur í peningakössunum, til að hægt væri að líta eftir að ekki væri svikið undan skatti. Tölurnar á báðum rúllunum urðu að stemma saman, í eftirlitinu.

Það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir svik, með virku eftirliti, hvort bókanir og innkoma í kassana passa saman. Og það ætti að vera hægt að sjá laun og skatta starfsfólks á þessum stöðum. Það ætti líka að vera auðvelt að meta hvað hver starfsmaður á að geta afkastað miklu, miðað við löglega og kjarasamningabundna samninga.

Ég veit ekki betur en að skatta og fjármálaeftirlitið eigi einmitt að sinna svona eftirliti? Eða er ég bara svona "gamaldags", og skil þess vegna ekki réttlætingar á nútíma siðlausu svindli, né réttlætingar þrælahalds?

Er það virkilega bara talið réttlætanlegt og jafnvel sjálfsagt, að líða siðblint nútímans skattasvíkjandi íslenskt EES/ESB-ferðaþjónustu-þrælahaldið, í sinni siðlausustu græðgimynd?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.4.2015 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband