Vanþekking manna á eðli verkfalla

Það er sorglegt að lesa skrif sumra ráðamanna og þeirra sem vilja láta taka sig alvarlega í þjóðfélaginu. Mýtan um verðbólgu er sterk og sumir sem ekki komast úr þeim pytti, en alvarlegra er þó þegar menn sem með engu móti geta gert sér grein fyrir ástandinu, þykjast bergja af sínum viskubrunni.

Á sinni bloggsíðu skrifar Styrmir Gunnarson pistil um verkföll. Þar lætur hann að því liggja að launafólk viti ekki hvað það gerir og gefur jafnvel í skyn að boðað sé til verkfalla til þess eins að fara í verkföll. Að launafólki sé bara að ná sér í smá frí frá vinnunni. Pistill Styrmis ber sterk merki vanþekkingar hans á málinu, enda honum ómögulegt að skilja vanda þeirra sem ekki ná endum saman.

Forsætisráðherra sekkur í mýtupyttinn og fer með hræðsluáróður SA um verðbólgudrauginn. Það eru ekki launahækkanir per se sem valda verðbólgu, heldur verðtryggingin. Og það er í valdi ráðherra að afnema hana, eins og kosningaloforð hljóðuðu upp á og ritað er í stjórnarsáttmálann.

Það getur varla talist eðlilegt ástand, í vestrænu þjóðfélagi, að einungis ein stétt í landinu skuli þurfa að berjast fyrir bættum kjörum, meðan aðrir aðilar fá sjálfkrafa hækkanir. Þannig virkar verðtrygging. Flest launafólk verður að berjast fyrir bættum kjörum og ef það ekki gengur með góðu, verður að grípa til þess eina vopns sem það hefur, verkfallsvopnsins. Aðrir launþegar, reyndar tiltölulega fáir að hausatölu, fá síðan baráttulaust sínar hækkanir.

Engir eru þó betur settir í þessu verðtryggingar þjóðfélagi en bankar og fjármálastofnanir. Þar er allt sjálfvirkt í gegnum verðtrygginguna. Engu skiptir fyrir þær stofnanir hvernig hagkerfið okkar snýst, þeir fá sitt og gott betur. Hvergi í hinum vestræna heimi er slík sjálfvirk trygging fjármálastofnana.

Styrmir, Bjarni og allir þeir sem skrifa af vankunnáttu um kjör launþega, geta fullvissað sig um að engum lifandi manni dettur í hug að kjósa verkfall, nema öll önnur sund séu lokuð. Þeir geta líka fullvissað sig um að engum er meir í mun að afstýra verkföllum en einmitt launafólkið sjálft. En til að svo megi verða, verða viðsemjendur launafólksins að sýna smá samningsvilja.

Nú er staðan orðin slík á vinnumarkaði að ljóst er að verkföll munu verða mjög víðtæk. Allir gera sér grein fyrir að þetta getur og mun skaða þjóðfélagið, mest þó launþega. En þegar svo er komið fram við launþega, sem verið hefur síðstu ár, hafa þeir enga aðra kosti í stöðunni.

Stjórnvöld eiga eðli málsins ekki aðild að almennum kjarasamningum, enda þeirra framlag fallvalt efir því hvernig blæs á pólitíska stríðsvellinum. En þau verða að bregðast við, ef hagkerfinu er ógnað, eða niðurstaða samninga er á einhvern hátt þess eðlis að stöðugleika verði ógnað. Og auðvitað koma stjórnvöld beint að kjarasamningum sina launþega.

Verðbólgudrauginn er hægt að kveða niður, enda ljóst að hann fer í manngreiningarálit þegar um launahækkanir er að ræða. Sumir geta fengið vænlegar hækkanir á þess það raski ró hans meðan aðrir mega hellst ekki fá neitt án þess hann öskri. Þetta skapast fyrst og fremst af verðtryggingunni og hennar viðmiðum. Þann matardisk verðbólgudraugsins þarf að færa frá honum.

Það skelfilega ástand sem nú er komið upp var fyrirsjáanlegt. Þegar kjarasamningur SGS við SA vargerður, rétt fyrir jól 2013, voru margir sem vöruðu við. Þá var  gerð svokölluð þjóðarsátt, þó án þjóðarinnar. Strax og þessir samningar höfðu verið samþykktir, eftir ítrekaðar kosningar, hófu atvinnurekendur að skrifa undir kjarasamninga við aðra, á allt öðrum nótum. Sumir fengu sjálfvirkar hækkanir, sem ekkert mið tóku þó af svokallaða þjóðarsáttarsamningnum, en aðrir þurfta að biðja um slíkar hækkanir. Ljós varð því að þessi þjóðarsátt átti einungis að gilda fyrir almennt launafólk. Þetta varð svo enn skýrara þegar ríkið tók að semja við sína launþega, en þar voru hækkanir af nýrri stærðargráðu, sem ekki hafa sést hér á landi í áratugi.

Því varð niðurstaða ársins 2014, í opinberum tölum, að meðallaun hækkuðu um eða yfir 6%, meðan almennt launafólk, sem vann eftir kjarasamning SGS við SA, fékk skitin 3%. Ljóst er að aðrir fengu því mun meira og sumir verulega meira. Og þrátt fyrir þetta hélst verðbólgan í sögulegu lágmarki, langt fyrir neðan allar launahækkanir.

Þeir sem ábyrgð bera á verkföllunum nú eru fyrst og fremst atvinnurekendur. Þeir stóðu ekki við sitt, í kjölfar kjarasamnings SGS við SA, frá jólum 2013. Í kjölfarið fór síðan samninganefnd ríkisins út af sporinu og ber hún einnig nokkra ábyrgð. Það var í lófa lagið fyrir SA og ríkið að standa í fæturna og hafna öllum launahækkunum umfram það sem sá samningur hljóðaði upp á. En það var ekki gert og nú súpa þeir seiðið af aumingjaskap sínum.

Barni Ben, Styrmir og allir þeir sem af "visku" sinni vilja leiðbeina landsmönnum, ættu að reyna að setja sig í spor hins almenna launþega þessa lands. Takist þeim það er víst að viska þeirra mun aukast  til muna og þeir kannski þá farið að rita og tjá sig um verkföll af einhverju viti. Takist þeim það ekki, fer best á því þeir þegi og haldi sínum skoðunum innan fílabeinsturnsins.

Skrif þessara manna er síst til þess fallin að leysa eða liðka fyrir lausn vandans, þvert á móti.


mbl.is Skortir á skilning á afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðtrygging og vísitala eru afleiðing af verðbólgu ekki orsök.

Það eru bara lán sem eru verðtryggð, engin laun neinna.  Sem betur fer, þeir sem muna eftir alvöru verðbólgu vita það.

Ef heildarlaun allra sem þiggja laun verða meiri en atvinnulífið ræður við gerist aðeins tvennt (eða annað af því) verðbóga / atvinnuleysi.  Hvorugt er eftirsóknarvert.

Það er einföldun að kenna SA og Ríkinu um einum um hækkanirnar sem sumir hafa fengið, verkalýðsforkólfarnir stóðu á hliðarlínunni og hvöttu menn til dáða.  Mannstu nokkuð eftir pressunni sem sett var á ríkið að "semja" við t.d. lækna og kennara?  Skilaboðin voru skýr; það voru ekki læknar og kennarar sem áttu að semja heldur ríkið!

Hins vegar er það slæmt fyrir stöðuna að fámennar stéttir geti sett stór fyrirtæki/stofnanir á hliðina með verkfalli.  Eins og einhver orðaði það; "sá fær mest sem getur valdið þriðja aðila mestu tjóni".

Það hefur heldur ekki hjálpað að laun stjórnenda skuli (að því að virðist) hækkað meira en annara.

Ég er hins vegar ekki frá því að atvinnurekendur eigi auðveldara með að þola verkfall hjá verkafólki en öðrum stéttum, og því held ég að það sé eitthvað til í því að margir a.m.k. viti ekki hvað verkfall þýði fyrir þá.

Að sumu leyti eru launamenn ekki að berjast við atvinnurekendur heldur hvern annan; sá sem semur fyrst fær minnst, hinir heimta það sama og svo að auki einhverja "leiðréttingu".  Á endanum sér verðbólgan svo til þess að atvinnurekendur standa á sléttu og oftast koma þeir lægst launuðu verst út úr öllu.

ls (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 10:41

2 identicon

Kaupmáttur eykst ekki með kröfum um kaupkækkannir umfram verðmætasköpun þjóðarinnar. Að halda að hægt sé að hækka laun naánast allr hópa um 25-100% eftir mikinn samdrátt er auðvitað glórulaust.  Ég skil reyndar ekkert í verklýðshreyfingunni að fara ekki fram mun hærri launahækkanir fyrst þeir ætla í þennan leik. Hækka laun um 100-200%. Lægstu laun 1 milljón. AZfhverju ekki fyrst það þarf ekki að spá í neitt samhengi.  Allir hafa skilning á því að hækka þurfi lægstu laun umfram önnur laun en það þarf að gerast í áföngum og þar eru krónutöluhækkanir skynsamlegar. Staðreyndin er samt að allir miða sig við alla. Kröfur BHM snúast t.d. um að menntun sé ekki metin að verðleikum eða með öðrum orðu að þeir sem eru háskólamennatðir eru ekki nægilega hærri í launum en hinir.  Hvernig sem þú og forkálfar verklýðshreyfingarinn reyna að rökstyðja þessar kröfur þá mun verðbólga aukast stórlega ef laun hækka almennt umfram verðmætasköpun þjóðarinnar og ekki bara mun verðbólga aukast heldur mun atvinnuleysi einning aukast.  Allir tapa.  Þumalputtareglan segir okkur að ef hagvöxtur sé um 2% þá sé grundvöllur fyrir ca 2% kaupmáttaraukningu.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband