Alveg eru Kanarnir óborganlegir

Kanar hafa komist að því að engu breyti hvort rúður eru teipaðar eða ekki, í miklum stormi. Þessu komust þeir að með því að skjóta úr öflugri loftbyssu á rúðu sem var teipuð og merkilegt nokk, rúðan brotnaði!

Hitt er þekkt að með því að teipa rúðugler eykst sveigjanleiki þess. Stórar rúður hafa brotnað undan vindinum einum. Þekkt er dæmi þess að rúða brotnaði við slíkar aðstæður, meðan önnur stærri, í sama húsi, á sama vegg, hélt. Sú stærri hafði verið teipuð.

Það er hins vegar fátt sem getur bjargað ef aðskotahlutir fjúka í rúður og ekkert ef skotið er á þær með tveggja tommu loftbyssu! Hvort það er betra að rúðan splundist í þúsund mola eða færri einingar í slíku tilfellu, skiptir litlu máli.

Í guðana bænum, látið ekki þessa skotglöðu Kana villa ykkur sýn. Teipið stórar rúður þegar von er á miklum vindi. Það eykur sveigjanleika rúðunnar og meiri líkur á að hún þoli vindálagið.


mbl.is Voru tilmælin beinlínis hættuleg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins má benda á að rúður í Ameríkunni eru yfirleitt einfaldar en ekki með tvískipt gler eins og tíðkast hér á landi.

Þvílíkir strumpuheilar Þarna úti

Sæmundur (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 16:57

2 identicon

Er ekki mörlandinn frekar óborganlegur?

Hvenær skyldu íslenskir arkítektar átta sig á því að gluggar með stórum rúðum passa ekki við íslenkst veðurfar, auk þess að vera ljótir.

Hvenær skyldu innbyggjarar læra að negla niður þakklæðningar svo þær losni ekki.

Og hvenær skyldu þeir drullast til að taka niður trampólínið þegar spáin er vond.

Strumpuheilar hvað?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 17:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gluggahlerar virka líka ágætlega.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.12.2014 kl. 18:44

4 identicon

Sæmundur segir:"Eins má benda á að rúður í Ameríkunni eru yfirleitt einfaldar en ekki með tvískipt gler eins og tíðkast hér á landi."

Þetta er rangt kjaftæði hjá strumpuheilanum Sæmundi, þ.e.a.s. hvað varðar gler í rúðum í Bandaríkjunum.

Sæmundur Einnig (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 19:01

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki veit ég hvort strumpar hafa heila og ef svo er hvort virkni hanns sé eitthvað minni en mannsheilans.

Mismunur á hugsunargetu Kana og Íslendinga er keldur ekki svo mikill, eins og kannski sést best á sumum athugasemdum hér að ofan.

Hins vegar er stundum skemmtilegt að fylgjast með þeim sem telja sig vitrari en aðrir, þar vestra. Það er eins og þeir sem eru nógu fáráðnlegir eigi betur upp á pallborð fjölmiðla þar og ekki laust við að við séum að feta í fótspor þeirra á því sviði.

Og þá komum við loks að efni pistils míns, að einhverjir sjálfskipaðir "sérfræðingar" fyrir vestan hafa komist að niðurstöðu um efni sem þó er fráleitt að geti staðist. Og fréttamiðla magna málið upp þar til ráðamenn verða hræddir og fylgja "snillingunum". Þetta mynstur er okkur íslendingum ekki alveg ókunnugt.

Hitt er svo auðvitað rétt sem Guðmundur bendir á hér fyrir ofan, að gluggahlerar virka vel. Þá þekki ég verkfræðing sem byggði sér hús á vindasömum stað hér á landi. Hann hafði stofugluggann í sömu stærð og hjónarúmið. Þá gat hann tekið rúmbotninn og sett innaná gluggann hjá sér, þegar von var á illviðri.

Kannski þetta sé bara besta lausnin? 

Gunnar Heiðarsson, 2.12.2014 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband