Hörpusláttur Helga Hjörvar

Hversu margar Hörpur fékk 2% þjóðarinnar, þ.e. ríkasti hluti hennar, haustið 2008, þegar ákveðið var að tryggja innistæður sparifjáreigenda, í kjölfar bankahrunsins?

Hversu margar Hörpur voru gefnar með 110% leiðinni og hvernig skiptust þær Hörpur meðal þjóðarinnar? Megnið af þeim Hörpum fóru einnig til ríkasta hluta þjóðarinnar.

Og úr því farið er að tala um Hörpur, hversu margir njóta þeirrar einu sönnu Hörpu sem stendur við Reykjavíkurhöfn? Bætti hún stöðu þeirra sem minnst mega sín? Helga til fróðleiks, þá er ekki óalgengt að aðgöngumiðar að þeirri Hörpu séu svo dýrir að fyrir hjón sem langar þangað inn þarf að greiða hálf mánaðarlaun verkamanns, stundum meira.

Allur þessi Hörpusláttur, sem að ofan eru talinn sló Samfylkingin, þá var ekki verið að spá í að Hörpurnar nýttust þeim sem illa stóðu! Þá var ekki tími til að slá skjaldborg um heimili landsins, vegna Hörpusláttar til auðmanna.

Þá má ekki gleyma þeim hundruðum eða þúsundum Harpna sem Samfylkingin vildi að landsmenn tækju á sig með icesave samningunum. Þá var ekki verið að spá í hvort landsmenn gætu lifað, einungis að erlendir kröfuhafar fengju sem flestar Hörpur!

Helgi ætti að skoða eigin verk áður en hann gagnrýnir verk annarra. Það er lítil skemmtun af fölskum hörpuslátt.

 


mbl.is „Gefur tekjuhæstu heila Hörpu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Smá leiðrétting.

Þar sem ég hef ekki einu sinni getað látið mig dreyma um að komast á viðburði í Hörpunni, fór ég kannski heldur langt yfir markið um verðlagningu þar. Eftir að hafa kynnt mér þetta nánar kemur í ljós að aðgöngumiðar eru heldur ódýrari en að ofan kemur fram. Algengt verð aðgöngumiða er frá 7 - 10 krónur miðinn og þar yfir. Jafnvel Bubbi, þessi sem syngur svo mikið um slæmu peningamennina, tekur um 7.000 krónur á mann.

Það er svo hægt að velta fyrir sér hversu mikið af því fólki sem á lægri launum er, hefur efni á að sækja sér skemmtun í Hörpuna.

Fyrir hjón kostar það um 14.000 krónur að horfa á Bubba, 22.600 krónur ef þeim langar frekar að sjá Kristján.

Ekki hef ég efni á að splæsa slíkum munaði á mig, allra síst í jólamánuðnum.

Gunnar Heiðarsson, 11.11.2014 kl. 16:11

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

110% leiðin kostaði hér um bil tvær Hörpur og þar af fór önnur þeirra til 1% lántakenda. Samkvæmt upplýsingum sem komið hafa fram í fjölmiðlum í dag. Ég sel þær ekki dýrara en það.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2014 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband