Framandi fyrir VG liða

Eftir framkomu VG gagnvart fjölskyldum landsins, frá vori 2009 til vors 2013, ætti formaður þess flokks að sýna þjóðinni þann sóma að vera ekki með miklar yfirlýsingar.

Hún ætti frekar að taka fagnandi þegar núverandi stjórnvöld standa að aðgerðum sem hjálpa 56.000 heimilum landsins, aðgerðir sem munu koma unga fólkinu í landinu mest til góða og því fólki sem er undir meðaltekjum.

Þær aðgerðir sem nú eru kynntar og formaður VG segist sannfærð um að séu ekki réttlátar, eru vissulega af nokkuð öðrum toga en þær aðgerðir sem sú ríkisstjórn er síðast var við völd, stóð að. Þar var hjálpað þeim sem "verst stóðu", þ.e. þeim sem hefðu hvort eð er farið á hausinn þó ekkert bankahrun hefði orðið og í sumum tilfellum komu þær aðgerðir þeim til hjálpar sem voru í raun gjaldþrota löngu fyrir hrun. Þær aðgerðir hjálpuðu þeim sem offari fóru í brjálæðinu sem hér ríkti fyrir hrun, en ekki þó lengi. Gaman væri að fá úttekt á því hversu margir þeirra sem fengu stórar upphæðir vegna aðgerða fyrri ríkisstjórnar, náðu með því að rétta úr kútnum. Sennilega flestir þeirra komnir á hausinn.

Aðgerðirnar nú snúast um að leiðrétta það skot sem lán urðu fyrir í hruninu, koma til hjálpar þeim sem voru með vel viðráðanleg lán þegar bankahrunið skall á en stóð uppi eftir hrun með illviðráðanleg lán. Auðvitað munu ekki allir fá leiðréttingu sinna lána og kannski ætti formaður VG að bíða með að vorkenna þeim hóp þar til upplýst er hver hann er. Það kemur illa út fyrir VG, þann flokk sem segist standa vörð öreiganna, ef í ljós kemur að sá hópur sem ekki fær leiðréttingu, sá hluti sem situr uppi með sárt enni, sé einmitt sá hópur í landinu sem hæðstu launin hafa.

Vissulega er nauðsynlegt að borga niður skuldir ríkisins, en það er líka nauðsynlegt að gera heimilum landsins lífið mögulegt. Ríkissjóður mun aldrei geta borgað sínar skuldir ef þegnum landsins er ekki gert mögulegt að lifa í landinu. En auðvitað er þetta framandi hugsun fyrir VG liða, þar sem sá flokkur stóð að því hellst að hækka hér skatta á almenning, stóð að því að skerða kjör aldraðra og öryrkja, stóð að því að gera tilraun til að setja á landsmenn skuldaklafa einkafyrirtækja, stóð að því að gefa tvo af þrem stæðstu banka landsins til erlendra kröfuhafa og skrifa undir skuldabréf til kröfuhafa stæðsta bankans, skuldabréf sem samið var og skrifað undir án aðkomu eða vitneskjuu Alþingis. Þá stóð þessi flokkur að þeirri aðför að þjóðinni að sækja um aðild að ESB og kljúfa með því þjóðina í tvær andstæðar fylkingar. Sennilega var einhver sögulegasta atkvæðagreiðsla í lýðræðisríki, sem fram fór um það mál sumarið 2009, á Alþingi. Einungis ein önnur atkvæðagreiðsla Alþingis gæti jafnað hana, en það var atkvæðagreiðslan um bleyjurnar!

Þessar aðgerðir stjórnvalda nú eru því framandi fyrir VG liða og því færi þeim sennilega best að láta lítið fyrir sér fara.

 

 


mbl.is Hluti situr eftir með sárt ennið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú frekar hægt að hrósa Katrínu fyrir málefnaleg viðbrögð og að vera ekkert að fela að "Hluti fólks fær kærkomna úrbót á sínum málum" eins og hún orðar það.  Sérstaklega athyglisvert að bera þau viðbrögð saman við viðbrögð Árna Páls.

En það má líka hafa í huga að fyrir síðustu kosningar var það bara Framsókn sem vildi fara þessa leið, allir aðrir (þ.m.t. Íhaldið) vildu hafa annan hátt á.

ls (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 16:25

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vissulega rétt hjá þér, Is, viðbrögð Katrínar eru til muna skárri en viðbrögð Árna Páls, en það mátt auðvitað vita fyrirfram.

Og vissulega er það einnig rétt, að Framsókn einn flokka talaði fyrir þessari leið fyrir kosningar, byrjaði reyndar að tala um þennan vanda strax eftir hrun og barðist þá fyrir því að verðtryggingin yrði afnumin tímabundið, meðan mesta flóðbylgjan flæddi yfir landsmenn. Hefði verið hlustað þá, væri ekki verið að fara í þessa aðgerð nú. Þar sem það var ekki gert varð þetta hellsta baráttumál Framsóknar allt síðasta kjörtímabil. 

Nú er bara eftir að klára afnám verðtryggingu lána. Reyndar eru mestar líkur á að landsstjórnin þurfi ekkert að koma að því máli, ekki frekar en síðasta landsstjórn þurfti ekki að koma að leiðréttingu gengislána. Dómstólar sáu um það verk og líkur á að dómstólar þurfi líka að sjá um afnám verðtryggingarinnar.

Það er svo verulegt umhugsunarefni, þegar sú staða er komin upp í þjóðfélaginu að dómstólar skuli vera farnir að taka að sér stjórnun landsins.

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2014 kl. 17:09

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dómstólar geta ekki afnumið verðtryggingu. Með afnámi verðtryggingar er átt við hvort hún eigi að vera leyfileg til framtíðar eða ekki, og á þar af leiðandi við um hvort að ný lán í framtíðinni verði verðtryggð eða óverðtryggð. Þetta er á færi löggjafans, sem ákveður með lögum hvort verðtrygging sé leyfilega eða ekki og með hvaða takmörkunum. Það er reyndar mjög einfalt að breyta lögum um vexti og verðtryggingu þannig að til dæmis neytendalán falli ekki undir ákvæði þeirra.

Hér er meira að segja tilbúið frumvarp, það eina sem þarf að gera er að endurflytja það: http://www.althingi.is/altext/141/s/1138.html

Svo er auðvitað langeinfaldasta leiðin til að afnema verðtryggingu, að við gerum það sjálf með því að hætta að taka verðtryggð lán. Til þess þarf hvorki aðkomu dómstóla, löggjafans né framkvæmdavalds, heldur er það eitthvað sem við borgararnir getum gert sjálfir.

Afnám og leiðrétting eru alveg sitthvor hluturinn.

Hlutverk dómstóla í þessu samhengi snýr einkum að eldri lánum og mögulegum leiðréttingum þeirra. Með þeim dómsmálum sem standa yfir er látið reyna á lögmæti þessara eldri lána, og ef það fellur neytendum í hag þá myndi það fela í sér leiðréttingu sem útspil stjórnvalda í dag myndi hverfa alveg í skuggann af. Lykilatriði er að það er ekki verðtryggingin sem var ólögleg heldur framkvæmd hennar og framsetning lánasamninga. Þetta ástand ríkti allt fram til nóvember 2013 en þá breyttist framkvæmdin og hefur síðan þá verið lögleg. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk sé ekki að taka ný verðtryggð lán í dag, því þau munu ekki ógildast með dómi.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2014 kl. 19:55

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú veist ósköp vel hver mín meining er, Guðmundur.

Ef dómstólar dæma að framkvæmd verðtryggðra lána hafi verið ólögleg fram undir þetta, þá fellur væntanlega verðtryggingarkaflinn úr gildi á þeim lánum.

Þetta er sama og átti við um gengistryggðu lánin, dómstólar dæmdu ekki gengistryggð lán sem slík ólögleg, heldur framkvæmd þeirra. Ef ekki væru gjaldeyrishöft í landinu væri eftir sem áður hægt að taka lán erlendis og þá væri það vissulega gengistryggt.

En hitt er rétt, að neytendur gætu auðvitað lagt niður verðtryggð lán með því að taka þau ekki. Það er reyndar með ólíkindum að nokkrum detti slíkt í hug, en kannski eiga bankarnir einhvern þátt í vinsældum þeirra. Reyndar hef ég ekki tekið lán í banka um nokkurt skeið og veit því ekki hver framsetning þeirra er til viðskiptavina sem sækja um lán. Hitt er ljóst að þeir hafa í hendi sér að setja kostina þannig fram að lántaki velji frekar verðtryggt lán.

Það eru engir samningar sem eiga sér stað þegar almennur viðskiptavinur sækir eftir láni í bankann sinn. Hann fær bara að velja úr þeim kostum sem bankinn býður.

Því er ekki víst að vinsældir verðtryggðra lána sé svo mikil sem sumir halda fram, heldur á fólk kannski ekki í raun annara kosta völ.Þarna er ég að segja meira en ég veit, enda ekki látið á þetta reynsa sjálfur. Hitt er deginum ljósara að valdið ligur hjá bankanum.

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2014 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband