EES, ESB, EB, EFTA, ESA .............

Það vekur ávallt undrun manns þegar ESB sinnar reyna að halda fram rökum. Ekki bara vegna þess að í þeim upplýsta heim sem við búum, þar sem auðvelt er að nálgast hvers kyns upplýsingar gegnum internetið, heldur ekki síður vegna þess að rökfærsla aðildarsinna snýst gjarnan upp í andhverfu sína. Hvort þarna er skortur á heilbrigðri skynsemi um að kenna eða hvort þetta fólk fer vísvitandi með fleypur, skal ósagt látið. Það er enda spurning hvort er verra.

Helgi Hjörvar hefur komist að þeirri niðurstöðu að bændur væru betur settir innan ESB en utan. Þetta eru alveg ný sannindi þar sem ekki finnst eitt einasta land innan sambandsins þar sem hagur bænda hefur vænkast vegna reglugerðafargansins. Allsstaðar hafa bændur kveinkað sér og víða hafa heilu byggðalögin nánast lagst í eyði. Skelfilegast er þó sennilega ástandið í landbúnaðarríkinu Danmörk, þó mörg önnur megi telja líka, s.s. Frakkland. 

En hitt vekur þó meiri undrun í ummælum Helga, þar sem hann segir að landbúnaðurinn hér þurfi í vaxandi mæli að sæta evrópskum reglum og þola fulla samkeppni, sökum EES samningsins. En bændur eigi ekki að sama skapi aðgang að evrópskum mörkuðum. Þarna vill Helgi meina að ESB geti sett reglur á íslenska bændur, án þess að sömu reglur gildi fyrir bændur í löndum innan ESB. Hvernig má það vera? Ef niðurstaðan yrði sú að við yrðum að fórna heilbrigði íslensks landbúnaðar með innflutningi á hráu kjöti, hlytum við einnig að hafa aðgang að evrópskum mörkuðum fyrir okkar kjöt, þó sýkt væri orðið. Ef við verðum samkvæmt reglugerð gegnum EES samninginn að leyfa óheftann innflutning á unninni og óunninni mjólkurvöru, hljótum við að hafa óheftann aðgang að evrópskum mörkuðum fyrir okkar mjólkurvörur. Að halda því fram að ESB geti gegnum EES samninginn sett íslenskum bændum reglur sem einungis virka á annan veginn, er auðvitað fásinna.

Hitt er svo annað mál að þegar EES samningurinn var gerður þá var hann gerður á milli ESB, áður EB, annars vegar og þriggja ríkja EFTA hins vegar. Þetta var samningur sem undirritaður var af öllum málsaðilum og því undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að einn aðili samningsins getu nú sett hinum reglur. Í þessum samningi var skýrt kveðið á um bann við influtningi á hráu kjöti og lifandi dýrum til Íslands. Til að breyta því hlýtur að þurfa að taka upp samninginn, einhliða reglugerð ESB getur vart dugað. Sé svo, er ekki lengur hægt að tala um samning, heldur kvöð.

Það er fullt tilefni til að láta reyna á þetta mál fyrir EFTA dómstólnum og kannski væri réttast fyrir íslensk stjórnvöld að vera þar leiðandi, þ.e. að þau vísi málinu strax til dómstólsins, verði sækjandi í málinu. Ef við vinnum það mál, væri það ágætis áminning fyrir búrókratana í Brussel. Ef við töpum því, sem nánast er útilokað ef dómurinn dæmir eftir lögum, er raunverulega kominn tími til að endurskoða hvort aðild að ES sé virkilega rétt fyrir okkur.

Að vera kominn undir vald annarra, án þess að geta rönd við reyst, er ekkert annað en þrælahald.

 


mbl.is Bændur stæðu betur innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hagur bænda er ekki líklegur til að vænkast í ESB þar sem að þeir ríkis-styrkir sem þeir hafa nú eru þegar orðnir hærri en það sem að svokallaður "rural" landbúnaður fengi innan ESB.

Ef við tökum til dæmis styrki til mjólkurbænda og þar með nautakjötsframleiðslu að þá er slíkur nú 34,45% hérlendis þ.e.a.s. 34,45% af heildargreiðslu til bænda kemur frá ríkinu (m.v. tölur úr ársreikningi Auðhumlu 2013).

Hæsti styrkur sem "rural" landbúnaður gæti fengið í ESB er 33%.

Þó verður að ath að landbúnaður næst höfuðborgarsvæðinu fengi hæst 17% m.v. "EU-urban-rural typology".

Ath verður að þá myndu og allir verndartollar falla af en þeir eru nú uþb 500-700 krónur á kg.

Óskar Guðmundsson, 8.10.2014 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband