Stjórnarandstaðan

Stjórnarandstaðan þ.e. þeir stjórnmálaflokkar á Alþingi sem ekki hafa aðild að ríkisstjórninni, hefur verið einstaklega hölt, málflutningurinn einfaldur og trúverðugleikinn enginn. Reyndar hafa þessir flokkar tekið upp eitt nýtt vopn, en það eru fjölmiðlar. Þeir læða þangað hinum ýmsu "upplýsingum" og vita að með þær er farið á þann veg að sem mest bitni á stjórnvöldum. 

Hin raunverulega stjórnarandstaða er hins vegar innan stjórnarflokkanna. Þar eru menn sem eru fljótir að stíga á stokk og ausa úr "viskubrunni" sínum yfir landsmenn, telji þeir það einhverrja upphefð fyrir sitt egó. Hvert sinn sem fjölmiðlar fara af stað með einhver mál, rétt eða röng, eru þessir egóistar fljótir til. Þá er ekkert spurt um stefnu, einungis reynt að stýra eftir því sem þeir telja auðveldast og gangi í fólkið.

Það er enda svo að ríkisstjórnin, sem hefur afrekað miklu, hefur nánast ekkert fylgi. Og því lengur sem þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna þegja, því betra fylgi fá þeir. Þeir vita sem er að aðrir sjá um að andmæla ríkisstjórninni.

Auðvitað er það svo að ekki eru allir sammála, en það er mikill munur á því að koma sinni óánægju fram í fjölmiðlum eða innan flokkanna sjálfra. Þetta á sérstaklega við þegar um er að ræða menn sem eru ofarlega í stjórnmálaflokkunum. 

Ef fram heldur sem horfir er ljóst að eftir næstu Alþingiskosningar munu vinstri öflin aftur ná völdum, með tilheyrandi óstjórn og afturhaldi.  

Þá munu menn eins og Eliði væntanlega fagna, að ekki sé nú minnst á stuttbuxnadrengina! Hvað verður um verkstjórn í sjávarútvegi þá? Hvað verður þá um einkaframtakið, sem stuttbuxnadrengirnir sjá aldrei nóg af?

 

 


mbl.is Verkstjórn sjávarútvegsráðherra áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það er enda svo að ríkisstjórnin, sem hefur afrekað miklu, hefur nánast ekkert fylgi."

Hvað er það sem hún hefur afrekað svona? Hefur þú einhvern tímann gagnrýnt þessa stjórn eins og þá síðustu, sem fer ekki milli mála að er þér ekki að skapi?

"Ef fram heldur sem horfir er ljóst að eftir næstu Alþingiskosningar munu vinstri öflin aftur ná völdum, með tilheyrandi óstjórn og afturhaldi."

Skúli (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 14:39

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nú svo Skúli að maður gagnrýnir það sem manni mislíkar. Hins vegar tel ég að allir eigi að fá séns, líka ríkisstjórnir.

Þann 1. febrúar 2009 bjó von í huga mér, von um að nú væri komin ríkisstjórn sem gæti og þorði. Sú von slokknaði fljótt. Það var svo í janúar ári seinna sem ég opnaði þessa bloggsíðu, gagngert til að gagnrýna þáverandi stjórnvöld. Og af nógu var að taka.

Eftir síðustu kosningar kviknaði aftur von, von um að skelfingu vinstriflokkanna væri lokið fyrir fullt og allt. Munur á verkum núverandi ríkisstjórnar og þeirri sem á undan var er hrópandi. Sumir segja að þetta sé ríkisstjórn ríka fólksins. Ef svo er, þá var síðasta ríkisstjórn sannarlega ríkisstjórn fjármagnsaflanna, hvort sem þau voru innlendir stóreignamenn eða erlendir vogunnarsjóðir.

Síðasta ríkisstjórn gekk trekk í trekk gegn launþegum landsins og þeim sem minna máttu sín. Núverandi ríkistjórn hefur að hluta leiðrétt þær misgjörðir, þó betur megi gera.

Vel getur svo farið að ég telji mig þurfa að gagnrýna núverandi stjórnvöld og mun ég þá sannarlega gera það. En að mínu viti verður gagnrýni að byggja á staðreyndum, ekki upphrópunum. Það er margt sem ég á erfitt með að sætta mig við í stefnuskrám núverandi stjórnarflokka. Þeir reyna þó að stjórna eftir sinni stefnu. Síðasta ríkisstjórn hafði fallega stjórnarstefnu, en hún var bara í orði. Á borði voru verkin langt frá þeirri stefnu sem boðuð var.

Heldur vil ég hafa við völd ríkisstjórn sem stendur við sína stefnuskrá, jafnvel þó ég sé ekki sammála henni að öllu, frekar en ríkisstjórn sem hefur fallega stjórnarstefnu en vinnur þvert gegn henni. Slíkt getur aldrei verið kallað annað en óstjórn og afturhald. 

En allt er þeta þó utan þess sem ég skrifa um í mínum pistli. Þar er ég að gagnrýna þá aðferð sem allt of margir stjórnarliðar hafa valið sér, að bera misklíð sín við stjórnvöld upp í fjölmiðlum. Slíka misklíð eiga þeir að útkljá innanflokks. Fjölmiðla eiga þeir hins vegar að nota til að benda á það sem vel er gert.

Þeir flokkar sem ekki eru í ríkisstjórn eiga að halda uppi stjórnarandstöðunni, ekki fulltrúar stjórnarflokkanna. 

Gunnar Heiðarsson, 8.10.2014 kl. 15:12

3 identicon

Ef fram heldur sem horfir er ljóst að eftir næstu Alþingiskosningar munu vinstri öflin aftur ná völdum, með tilheyrandi óstjórn og afturhaldi. 

Haha eins og vinstri-flokkanir eigi einhver séns á að koma aftur strax eftir þetta tímabil. Fólk er í fýlu núna út af hækkun vsk. Það er ekkert hægt að segja fólk segir eða hvað því finnst þegar kosið verður 2017. 

Hugsanlega fær vinstrið meira af aðkvæðum næst heldur en síðast, en það verður enginn vinstri-stjórn. Ríkisstjórninn þyrfti að klúðra málunum gjörsamlega til þess að það gæti komið fyrir. 

Málefnin (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband