Stóri dómur fallinn

Stóri dómurinn sem EFTA dómstóllinn felldi nú fyrir helgi, um lögmæti verðtryggðra húsnæðislána, var alls ekki svo stór. 

Niðurstaðan var að verðtrygging lána fer ekki í berhögg við tilskipanir ESB, en hins vegar er að sjá að öll framkvæmd þessara lána hér á landi standist á engann hátt þær tilskipanir. Lánsformið er löglegt en framkvæmdin ólögleg. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart, enda flestir þeirra sem vilja verðtrygginguna burt meðvitaðir um hana.

Það er hins vegar merkilegt að skoða þá þætti sem dómstóllinn gerir athugasemdir við um framkvæmd þessara lána og ljóst að ef fara skuli eftir leiðbeiningum dómsins eru lánin í raun fallin og nánast útilokað að nota þetta lánsform.

Sem nokkur dæmi um ólögmæti þessara lána, að mati EFTA dómstólsins, þá ber ákvæði lánanna í högg við réttmæti gangnvart lántakendum og lánastofnanir hafa ekki sinnt sinni upplýsingaskyldu gagnvart lántakendum sem þeim ber, hvorki um eðli þessara lána, né gert réttar greiðsluáætlanir. Ekki er bönkum heimilt að vísa til laga eða sjórnsýsluákvarðanna í lánasamningi, heldur þarf þar að koma skýrt fram eðli lánsins og eins rétt greiðsluáætlun og mögulegt er, hverju sinni. 

Þá gerir dómurinn athugasemd við að verðtryggingarákvæði er ekki umsemjanlegt, heldur fast bundið lögum. Slíkt sé í raun óréttmæt kjör á lánasamningi sem bitna að öllu leyti á öðrum málsaðilanum, lántakanda.

Stóri dómur EFTA dómstólsins segir því í stuttu máli að lánsform byggt á verðtryggingu afborgana er löglegt ef öllum skilyrðum er fullnægt, en öll verðtryggð lán sem gefin hafa verið út hér á landi hin síðari ár, eru ólögleg vegna rangrar famkvæmdar.  

Eins og allir vita sem til þekkja, þá hefur EFTA dómstóllinn ekki lögsögu hér á landi, er einungis ráðgefandi. Það er í valdi íslenskra dómstóla að fella hinn endanlega úrskurð. Við erum aðili að EES og þannig skuldbundin til að taka hinar ýmsu tilskipanir frá ESB upp í okkar lagakerfi, m.a. tilskipun 93/13. Því verða dómstólar hér á landi að taka alvarlega allar athugasemdir EFTA dómstólsins og fella sína úrskurði samkvæmt þeim. Geri þeir það ekki er ljóst að dómskerfið hér á landi er ekki að dæma samkvæmt lögum, heldur einhverju allt öðru.

Aðdáendur verðtryggingar fara mikinn og telja að fullnaðar sigur hafi unnist. Ekkert er fjarri því.

 Það er mikilvægt að dómstólar felli dóma sem eru afgerandi, á hvorn veginn sem þeir verða felldir. Dómstólum er ekki heimilt að dæma á þá vegu sem þeir hafa gert hingað til í málum varðandi gengistryggð lán, þar sem menn hafa getað teigt og togað dómana, á allann hátt. Slíkt má ekki ske aftur! 

Margir "málsmetandi menn" hafa haldið því fram að afnám verðtryggingar muni setja hagkerfið á hausinn og bankarnir munu falla. Benda menn á að lífeyrissjóðirnir séu stæðsti eigandi verðtryggðra skuldabréfa og að Íbúðasjóður sé stæðsti lánveitandi slíkra lána. Því muni dómur um ólögmæti verðtryggingar bitna hart á þessum aðilum. Vissulega mun koma skellur, en það réttlætir ekki lagabrot!

Hinu má svo velta fyrir sér að lífeyrissjóðirnir sem eiga stæðstann hluta verðtryggðra skuldabréfa, hefur þrátt fyrir það tapað gífurlegum upphæðum og flestir þeirra hafa þurft að skerða lífeyri til sinna félagsmanna. Íbúðalánasjóður, sem er sagður stæðsti lánveitandi þessara verðtryggðu lána, hefur verið á jötu ríkissjóðs um langt skeið, þurft að betla þaðan milljarða króna aftur og aftur. Hvernig vær staða lífeyrissjóðanna og Íbúðalánasjóðs ef aldrei hefði verið verðtryggð lán á Íslandi? Þetta er stór spurning sem vert er að velta fyrir sér.

Margoft hef ég áður ritað um þátt verðtryggingar í baráttunni við verðbólguna. Þar þrf ekki annað en líta til sögunnar og þá sést að verðtrygging lána hefur þar þau ein áhrif að magna hana.

Góð saga er aldrei of oft sögð, sérstaklega þegar hún er sönn.  

Á áttunda áratug síðustu aldar var verðbólgan hér mikil og mjög miklar sveiflur voru á henni, frá 20% upp í 40%. Þetta eru tölur sem fólk í dag á erfitt með að skilja, enda talað um mikla verðbólgu nú ef hún fer yfir 5%. Undir lok þessa áratugar voru stjórnmálamenn farnir að átta sig á að svona gæti þetta ekki gengið til lengdar og sett voru hin svokölluðu Ólafslög. Lán og laun skildu verðtryggð.

Og stöðugleikinn náðist strax, kannski ekki sá stöðugleiki sem menn væntu, verðbólgan ætti stöðugt upp. Eftir þrjú ár sló verðbólgan 100% múrinn! Þá var gripið til þess að afnema verðtryggingu á launum, en verðtrygging lána látin halda sér. Þannig náðist að koma verðbólgunni á svipað ról og verið hafði áratuginn á undan.

Það var svo hinn mæti maður Einar Oddur sem tók af skarið, í upphafi tíunda áratugarins og leiddi saman alla aðila hagkerfisins til sáttar, hinnar svokölluðu þjóðarsáttar. Þá loks var komið böndum á verðbólguna og fjórum árum eftir að þjóðarsátt Einars Odds var gerð var verðbólgan komin niður í einnar stafa tölu og lækkaði enn frekar. Allt frá þeim tíma og fram undir bankahrun var verðbólgan lág og stöðug. Smáskot kom um aldamótin en stóð stutt, náði þó varla upp í 10%.

Á þessum tíma skipti í sjálfu sér ekki hvort lán væru verðtryggð, þar sem stöðugleiki með lágri verðbólgu ríkti. Galli verðtryggingarinnar kom svo aftur í ljós þegar þjóðarsáttin var brotinn af fégráðugum mönnum sem náðu tökum á peningum þjóðarinnar. Ekki einungis gerði verðtryggingin stjórnvöldum illt um vik að ráðast gegn verðbólgunni, sem þessir misvitru fégræðingar voru búnir að koma af stað, þá gerði hún þessum fégráðugu mönnum léttara um vik að þenja út sín veski. Allir vita hvernig fór. Og almenningur fékk að borga brúsann.

Það er vonandi að dómstólar þessa lands dæmi nú eftir þessum athugasemdum EFTA dómstólsins, að þessi ólögmætu lán verð upprætt. En fari svo að dómstólar hundsi þessar ráðleggingar EFTA dómstólsins og láti einhver önnur rök en lagaleg ráða sínum gerðum, þurfa stjórnvöld að grípa inní með lagasetningu.

Það verður að afnema þetta krabbamein í íslensku hagkerfi og eins og þegar krabbamein eru fjarlægð, hefur það aukaverkanir. Verði þetta ekki gert mun sjúklingurinn, Ísland, drepast.

Það þarf að horfa til annara og réttra átta ef takast á að ná stöðugleika í landinu. Afnám verðtryggingar gæti spilað þar tvöfallt vægi, annars vegar létt á hagstjórninni og virkjað þau tæki sem nýtt eru við hana og hins vegar auðveldað kjarasamninga í vetur.

Stöðugleiki byggir fyrst og fremst á því að atvinnukerfið gangi snurðulaust fyrir sig og til að svo megi verða þarf launafólk að vera sátt. Til að launafólk sé sátt þarf það að sjá að allir aðrir leggi einnig sinn skerf til.  Það dugir engin Gylfa ginnung á þessu sviði, heldur þarf að berjast að því með Oddi og eggi. Þjóðarsátt byggir á aðkomu allrar þjóðarinnar, ekki bara hluta henar.

Því gæti afnám verðtryggingar vegið þungt í næstu kjarasamningum, hvort sem það afám fæst gegnum dómskerfið eða stjórnmálakerfið. Hið síðarnefnda myndi þó vega þyngra!

 

 

 

 

 


mbl.is Sannspá um skuldalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fráær pistill hjá þér Gunnar og ekki hægt að lýsa betur þessu

vandamáli sem fjandans verðtryggingin er.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 11:08

2 identicon

Stóri Dómur er ekki fallinn, hann fellur í október þegar EFTA dómstóllinn svarar spurningu 6,það verður aldeilis fróðlegt að sjá það svar, því dómstóllinn er svo gott sem búin að svar þeiri spurningu,í svari við spurningu 4, ekki er leyfilegt að gera ráð fyrir 0% verðbólgu spá.

Annars er stófurðulegt að dómstóllinn hafi ekki svarað spurningu 6 með hinum 5 spurningununum, og eitthvað sem býr að baki þeirri ákvörðun, manni dettur helst í hug að dómstólinn sé að undirbúa einhverja svo sem Seðlabanka og ríkistjórn áður en hann svarar 6 spurningunni.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 16:44

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Halldór, það eiga eftir að falla stærri dómar, þeir stæðstu eiga eftir að falla hér innanlands.

Engu að síður töldu flestir að þessi dómur yrði sá stæðsti. Vonbrigði margra varð því mikil.

Varðandi spurninguna um hvort heimilt sé að hafa 0% verðbólgu í greiðslumati, þá er þeirri spurningu svarað með þessum dómi nú og því einungis formsatriði fyrir dómstólinn að afgreiða seinni dóminn. Niðurstaða hans hlýtur að verða í samræmi við þennann.

Gunnar Heiðarsson, 30.8.2014 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband