Hreppaflutningar frá Reykjavíkurhrepp ?

Nú um nokkuð langt skeið hafa ríkisstjórnir þessa lands haft á sinni stefnuskrá að flytja meira af starfsemi á vegum ríkissjóðs út á land. Sú ríkisstjórn sem nú situr virðist ætla að takast þetta ætlunarverk, sem öðrum hefur mistekist.

En björninn er þó ekki enn unnin. Nú heyrist hrópað á götuhornum "hreppaflutningar" og fólk á vart orð til að lýsa forundran sinni á þessu athæfi stjórnvalda. Það er vonandi að stjórnvöld láti ekki blekkjast af þessu fólki.

Í hlutfalli af starfsgildum á stór-Reykjavíkursvæðinu er þarna um að ræða örlítið brot af störfum, vart mælanlegt. Auðvitað eru einstaklingar að baki þeim störfum, eins og öllum störfum í þessu landi. Enginn verður neyddur til að flytja til Akureyrar og því ekki um hreppaflutning að ræða. Þeir sem ekki kjósa að fara geta örugglega fundið störf við hæfi, enda búsettir á því svæði landsins sem hefur upp á langflest og fjölbreyttust störf að bjóða.

Fyrir nokkru ákvað einkafyrirtæki inngrip inní þrjú sveitarfélög á landinu. Í tveim þessara sveitarfélaga varð sú ákvörðun nánast til að kippa tilverunni undan þeim. Þar var fólki einnig boðið að flytja. Munurinn fyrir það fólk og svo þá sem starfa hjá fiskistofu, er að það þurfti að velja milli þess að fylgja atvinnunni burtu og skilja sínar fasteignir eftir verðlausar eða sitja áfram heima án vinnu, meðan það starfsfólk sem vinnur hjá fiskistofu velur milli þess að flytja norður og getur þá selt sína fasteign, eða finna sér aðra vinnu við hæfi á höfuðborgarsvæðinu.

Eru það kannski meiri hreppaflutningar þegar flytja á starfsemi frá Reykjavíkurhrepp, en þegar starfsemi er flutt frá öðrum hreppum. A.m.k. heyrðist lítð í því fólki sem nú talar um hreppaflutninga, þegar tilvera þriggja sveitarfélaga var sett í uppnám.   

 


mbl.is Ákvörðun ráðherra áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Hreppafluttningar í boði Framskóknar" verður slagorðið í ár þegar Vísir verður búin að flytja sitt fólk frá landsbyggðinni til Grindavíkur og svo fólkið frá Fiskistofu til Akureyrar. Við búum í Kommonista ríki með banana lýðveldi hehehe.

Margret (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 15:39

2 identicon

Sæll Gunnar, er þetta ekki ekki bara byrjunin á því að dreifa latte liðinu um allt land svo það verði nógu strjált að enginn taki eftir því, kannski endurhæfist það ef það er nógu lengi í burtu úr 101. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband