Ótrúleg reikniskekkja

Það er ótrúleg reikniskekkja sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins leggur þarna fyrir alþjóð. Það er kannski ekki að undra þó laun almennings séu lág, þegar reiknikunnáttan er ekki meiri en þetta.

Allar þær álagsgreiðslur sem í dæminu framkvæmdastjórans eru, eru í prósentum. Framkvæmdastjórinn gerir þá regin skekkju að reikna þær prósentur á lokatöluna, í stað þess að reikna þær á upphafstöluna. Allar álögurnar leggjast á hana fyrir utan auðvitað virðisaukaskattinn. Hann reiknast þó ekki á lokatöluna, heldur upphafstöluna plús álögur.

Þetta segir að til að ná í vasann þeirri upphæð sem framkvæmdastjórinn nefnir, 1176,50 kr/klst þarf viðkomandi að rukka verksala um 1881,00 kr/klst. Nú nefnir framkvæmdastjórinn að algengt sé að þessir verktakar rukki verksala um 2500,00 kr/klst. Ef verktaki er löghlýðinn borgari og borgar öll tiltekin gjöld af sinni innkomu heldur hann eftir 1563,00 kr/klst sem er nokkuð hærra en þau lágmarkslaun sem Starfsgreinasambandið og ASÍ sömdu um í síðustu kjarasamningum. Þau nema 1234,85 kr/klst, svo fremi að viðkomandi launþegi hafi ekki einhverjar aukagreiðslur eins og vaktaálag vegna vinnu á þeim tíma sem aðrir eru í fríi, s.s. eins og á nóttunni og stórhátíðum. Þá geta grunnlaunin verið enn lægri!!

Til að gæta réttlætis er rétt að nefna orlofs og desemberuppbótina. Hún nemur í dag um 12,56 kr/klst. Þá upphæð má draga frá þeim 1563,00 krónum sem verktakinn fær í vasann, svo samanburðurinn sé sé heiðarlegur. En þá þarf líka að taka með í dæmið þann kostnað sem verktakinn getur fengið felldann niður virðisauka af, ef einhver er. Af þeirri upphæð sem hann þarf að skila í gjöld af sinni vinnu er virðisaukinn lang stæðstur og því mikilvægt að gera ráð fyrir að einhvern kostnað megi finna gegn honum.

Ég er enginn sérstakur talsmaður almennrar verktöku, tel reynda það fyrirkomulag að mörgu leyti gallað. En þegar laun eru orðin mjög lág má þó alltaf gera ráð fyrir að fleiri og fleiri fari þessa leið, sérstaklega þegar fólk áttar sig á þeirri staðreynd að það getur bætt sín kjör með þeim hætti. Sjálshjálparviðleitnin er okkur Íslendingum í blóð borin. Í því dæmi sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins tiltekur er ljóst að launahækkunin er um eða yfir 25%, miðað við lægsta taxta þess kjarasamnings sem SGS og ASÍ samþykktu fyrir launafólk síðasta vetur!!

Það er helvíti hart þegar þeir sem eiga að standa vörð um kaup og kjör launafólks fara að gagnrýna sína umbjóðendur fyrir það eitt að sýna smá sjálfshjálp. Nær væri fyrir þetta fólk, sem þyggur alveg ágætis laun úr sjóðum verkafólks, að vinna sína vinnu. Ef lágmarkslaunin yrðu mannsæmandi þarf launafólk ekki að leita sér annara leiða til að ná upp kjörum sínum!

Kannski þarf fyrsta skref þessa fólks að vera smá upprifjun í barnaskólareikning!!

 

 

 


mbl.is Þrif fyrir „ótrúlega“ lág laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Dæmið sem er inn á heimasíðu SFR er ennþá kolrangt.

Væri hver einasta króna af innkomu nýtt í laun (semsagt enginn útlagður kostnaður dreginn frá), þá væru grunnlaun fyrir utan orlof kr. 1.533,90. (þá er gert ráð fyrir að greiða þau gjöld sem þarna eru talin upp og eru í sjálfu sér eðlileg).

Jón Óskarsson, 26.6.2014 kl. 08:18

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það sorglega er að eftir að þau þóttust hafa leiðrétt dæmið sitt var það enn kolrangt. Heldur kom verktakinn þó betur út á eftir, en þá var gripið til þess í viðtali við ruv að segja að verktakinn öðlist engin réttindi.

Til hvers þarf hann þá að greiða þessi hliðargjöld, eins og til stéttarfélags og í sjúkrasjóð ef hann öðlast ekki réttindi? Til hvers þarf hann að greiða tryggingagjald ef hann vinnur sér engar atvinnuleysisbætur? Til hvers þarf hann að halda eftir orlofi, ef hann öðlast ekki rétt til orlofs?

Rök framkvæmdastjórans halda ekki, enda varla von. Þekking hans á þessum málum virðist vera af mjög skornum skammti og má vel sjá það á þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið að undanförnu!!

Annað dæmi um vanþekkingu forystu SGS og ASÍ er sú ótrúlega staðreynd að heimila atvinnurekenda að reikna hliðargreiðslur til að ná marki láglauna, sem á að vera 214.000 kr/mán . Þetta segir að starfsmaður sem vinnur vaktavinnu og var með 195.000 kr/mán í grunnlaun, fyrir þennan kjarasamning fær einungis þau 5% sem samið var um fyrir þá sem voru með laun undir 230.000 kr/mán . Það gerir 204.750 kr/mán . Þær 6.250 krónur sem vantar uppá láglaunamarkið eru dregnar af vaktarálaginu. Til hvers heldur þetta fólk að vaktarálagið sé?!

Það þarf að skipta þessu fólki út. Þeirra hugsun nær einungis til þess að það sjálft fái nóg í sitt veski og þá peninga sækir það til þeirra sem það hlunnfærir!!

Það er því ekki undarlegt þó fleiri og fleiri leiti annara leiða til að bæta kjör sín. Hjá flestum stéttarfélugunum er lítið að hafa! 

En jafnvel þó fólk segi sig frá stéttarfélögum og semur um sín kjör sjálft, í gegnum verktöku, er það lögbundið til að greiða gjöldin til þessara félaga, svo hægt sé að halda uppi þeim her afætna sem þar sitja í ró og næði!!

Gunnar Heiðarsson, 26.6.2014 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband