Sveitastjórnarkosningar

Spillingamál eða óstjórn ríkisstjórna fyrri tíma kom þessari frétt ekkert við, heldur var hún liður í kosningabaráttu Samfylkingar til kosninga í komandi borgarstjórnarkosningunum.

Sú staðreynd að hugsanlega muni Guðni Ágústsson bjóða sig fram fyrir Framsókn í Reykjavík veldur ótta vinstrimanna, sérstakega innan raða krata.  Því er fjölmiðill JÁJ nýttur til hjálpar Samfylkingu, enda sami eigandi að báðum þessum stofnunum.

Menn geta haft mismunandi skoðanir á Guðna til starfa í borgarstjórn, en ljóst er að erfitt getur reynst að finna einhver "spillingamál" honum tengdum og því gripið til þess að draga upp þau mál sem tengjast Framsóknarflokki, þ.e. áður en Guðni tók þar við formannsæti. Og visulega má finna mörg slík mál, þar sem þau hafa flest þegar verið opinberuð, ólíkt spillingamálum annara flokka. Þar á margt eftir að koma fram og verðugra verkefni fyrir fjölmiðlamenn að grafa eftir þeim, frekar en að sækja á ruslahauginn einhver mál sem þangað hefur verið hennt.

Því má segja að fésbókarfærsla GÞÞ eigi við rök að styðjast, þ.e. ef menn líta þessa frétt sem frétt. En það er hún bara alls ekki, heldur pólitískur áróður vegna hræðslu reykvískra krata við gamlann mann af Suðurlandi.

 


mbl.is Ekki spurt um samninga fyrri ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband