Spámaðurinn mikli hefur mælt !

Spámaðurinn mikli, sem hefur aðsetur við Kalklofningsveg 1, hefur mælt. Það er vonandi að þessi spádómur hanns rætist jafn vel og aðrir sem hann hefur látið frá sér. Hingað til hafa þeir verið virði pappírs sem geymdur er á rúllum nærri salernisskálum landsmanna!

Það er auðvitað forkastanlegt að æðsti stumpur í Seðlabankanum byggi sinn máltilbúning á tilfinningu eða spádómum. Hann segir að verðbólgan muni verða meiri en fram kemur hjá ráðgjafafyrirtæki því er ríkisstjórnin leitaði til, vegna aðgerða í þágu skuldugra heimila. Þetta byggir hann á spá sem Seðlabankinn er að vinna að og mun verða tilbúin einhverntímann á næstu vikum eða mánuðum. Gefur í skyn að þetta fyrirtæki sem ríkisstjórnin leitaði til sé ekki treystandi. Hefði ekki verið skynsamlegra fyrir mannin að bíða eftir mati sinna spekinga áður en hann úttalaði sig um þetta, eða er hann kannski að koma skilaboðum til þeirra um að gera nú "rétta" skýrslu?!

Þá telur Seðlabankastjóri að væntanlegir kjarasamningar muni auka verðbólgu töluvert. Samt er ekki neinn samningur í sjónmáli, reyndar allt komið í hnút á þeim vígstöðvum og því útilokað að segja til um hvernig þeim muni ljúka. En það heftar þó ekki spámanninn mikla í að setja fram sína spá! 

Verðbólgan hefur verið á niðurleið þetta ár og mælist nú 3,7%. Þrátt fyrir það telur spámaðurinn að ekki sé hægt að lækka stýrivexti, en þeir hafa verið 6% þetta sama ár. Það er spurning hvort kemur á undan, hænan eða eggið. Vaxtastýring Seðlabankans er ætluð til stýringa í hagkerfinu, m.a. til að vinna gegn verðbólgu. En dæmin sanna að þetta verkfæri getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína og orðið verðbólguhvetjandi. Það segir sig sjálfrt að meðan stýrivextir eru 6% þarf kraftaverk til að halda verðbólgu undir því marki til langs tíma. Flest fyrirtæki skulda og þeirra eina leið gegn háum vöxtum er að leggja þann klafa í verðlag þeirrar vöru eða þjónustu sem þau bjóða. Þannig er vaxtaokur Seðlabankans bein orka fyrir verðbólguna.

 


mbl.is Seðlabankinn gagnrýnir úttekt Analytica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Draugagangur í Svörtuloftum.

Hinn séríslenzki verðbólgu"draugur" steig óvænt á stokk á blaðmannafundi í Svörtuloftum. Söng hann "Fuglinn í fjörunni, hann heitir...." o.sfrv. - við mikla undrun viðstaddra því enginn sá neitt, heldur ómaði þetta í höfði manna. Sögusagnir eru um búktalara og heilaþvott í Svörtuloftum. Meðfylgjandi er lýsing á Verðbólgu-Móra. Fyrir þá sem missa trúna á hann við lesturinn, fylgir gæðavottað draugatal. Þar er hans hvergi getið......

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast

http://www.icelandicwonders.com/Default.asp?Page=271

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 12:51

2 identicon

Þvílíkt endemis Bull, sem kemur frá þessum mönnum,að smá leiðréting á Forsendubrestinum sem varð við Hrunið, valdi aukinni verðbólgu,ég hefði vilja miða við 2.5% verðbólgumarkmið Seðlabankans, en ekki 4.8%.

Að láta sér detta í hug að þessi litla leiðrétting geti valdið meiri verðbólgu, er þvílík endemis BULL að maður er orðlaus,það væri gaman að láta manninn svara því hvort það hafi ekki verið verðbólgukvetjandi, að ólögleg gengistryggð lán voru afskrifuð um 145 miljarða, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, ólögleg gengistryggð lán sem Seðlabankinn átti að sjá um að væru ekki í umferð.

Það þarf nýtt fólk í peninga stefunefnd Seðlabankans strx,og nýja peningamálastefnu srax,því það er hægt að færa sterk rök fyrir því hún sé stór áhryfavaldur fyrir HRUNINU,

að setja smæsta gjaldmiðil í heimi á flot og keyra stýrivexti upp úr öllu, og 6% stýrivestir hjá Seðlabanka Íslands meðan þeir eru 0.5 hjá Seðlabanka Evrópu er náttúlega fullkomlega galið, munurinn 1200%.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 14:40

3 identicon

Nú berast þær fréttir af Kalkofnsveginum,að þeirra tillaga geti verið,að þeir sem fái smá leiðréttingu á lánum sínum vegna Fosendubrestsins,fái ekki frekari lán. LOL vb.is segir frá.

Nú verður að fara í verulega tiltekt á Kalkofnsvegi 1,

Því þetta gengur ekki svona lengur, og ríkistjórnin verður að fara að gera sér grein fyrir, að veruleg tiltekt verður að koma til í sambandi við peningamálastefnuna,og peningastefnunefnd Seðlabankans.

Gaman væri að fá svar við því frá Kalkofnvefinum, hvort það sé ekki verðbóguhvetjandi að afhenda makrílkvótann endurgjaldslaust til nokkura útgerða,verðmæti upp á ca. 100 miljarða.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband