Forræðishyggjan í algleymingi

Forræðishyggja embættismanna ESB ríður ekki við einteyming. Við munum þegar glóperur voru bannaðar, þegar bannað var að nota ákveðin ílát undir matarolíu, þegar skipun kom um að blanda aukaefnum við eldsneyti og nú skal skerða afl í ryksugum. Þetta eru einungis örfá dæmi um forræðishyggju embættismannana, fjölmörg fleiri má nefna. Sem betur fer hefur stundum tekist að hrinda þessum árásum, einkum þegar fáráðnleikinn opinberast í sinni tærustu mynd, en oftast tekst þó ókjörnu embættismönnunum að ná fram sínu.

Sjaldnast er þó sjáanlegur tilgangur með þessum skipunum embættismannana og spurning hvað að baki liggur. Vissulega hefur stundum verið hægt að rekja þær til þess að lobbýistum fyrirtækja hafi orðið eitthvað ágengt á göngum stjórnarbygginga ESB, en oftast er sem þetta fólk hafi bara ekkert þarft verkefni. Í öllu falli er árangur þessara skipana oftast minni en enginn, en oft á tíðum mikill skaði.

Bann við notkun glóperunnar var sett til að minnka notkun á rafmagni. Í stað þeirra þarf að nota perur sem annaðhvort menga mun meira á sínum líftíma eða eru svo dýrar að almennigur horfirt frekar til þess að nota tólgarkerti. 

Undarlegt var bannið um notkun margnota kanna undir matarolíu. Varla getur það verið í anda umhverfisverndar að nota einnota ílát undír þennan vökva, en aldrei hefur fengist viðhlýtandi skýring á þessari reglugerð. Þegar hún kom fram átti maður sterklega von á að í framhaldinu yrðu fjölnota bleyjur einnig bannaðar. Það á kannski eftir að koma. 

Íblöndun eldsneytis er í sjálfu sér hið besta mál, þ.e. ef víst er að þau efni sem blanda skal við eldsneyti leiði til minni mengunnar. Það er vitað að þessi íblöndunarefni munu draga úr þeirri mengun sem nú er mæld frá ökutækjum, en getur verið að einhver önnur og verri mengun komi í staðinn?  Þá er vitað að flest þessara íblöndunarefna eru búin til úr landbúnaðarvörum og vart getur það verið til bóta fyrir heim sem stendur frammi fyrir miklum matarskort í nánustu framtíð.

Og nú skal minnka afköst í ryksugum. Væntanlega er þetta gert til að minnka orkunotkun innan ESB, en þá verður að segja að þessir embættismenn þyrftu að komast á námskeið í heilbrigðri skynsemi. Minni afköst í ryksugu hlýtur að lengja þann tíma sem hún er í notkun og orkan sem fer til þrifa því sú sama. Eina sem breytist er að lengri tíma tekur að þrífa. Þetta er því svona eins og að pissa í skó sinn, en það er svo sem ekki nýtt hjá embættismönnum ESB. Þeir þekkja ekki aðra leið til að hlýja sér um tærnar!

Það er ekki eins og vanti verkefni fyrir þessa embættismenn. Kröftum þeirra væri betur varið til að reyna að bjarga því sem bjargað verður af ESB. Þá hefur komið í ljós að ekki eru tengsl milli mikillir gleði við setningu allskyns tilskipana og eftirlits með framkvæmd þeirra eða eftirlit yfirleitt innan sambandsins. Eftirlit matvælaiðnaðarins er í molum, þó ekki skorti hugvitsemina í reglugerðum fyrir þann iðnað. Þá hafa reglugerðir og eftirlitsleysi þeirra valdið því að vart finnst lengur fisktittur við strendur þeirra landa sem að ESB standa. Fleira má telja upp í svipuðum stíl.

Það er magnað að til skuli fólk sem vill bindast sem fastast þessum undarlegu embættismönnum sem öllu ráða innan ESB, að til skuli fólk sem vill svo sárlega gefa eftir lýðræðið og sjálfsákvörðunarréttinn til ókjörinna embættismanna sem virðast ekki vera í nokrum tengslumvið raunveruleikann og skorta með öll það sem telst skynsemi. Enda þurfa þessir embættismenn aldrei að svar til saka. Þeir þurfa ekki að hugsa um almenning, enda ekki í umboði hans og þeir njóta friðhelgi frá dómkerfi vegna starfa sinna.

 


mbl.is ESB minnkar aflið í ryksugunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég held þú fattir þetta ekki alveg. Hvernig í ósköpunum ætti okkur að vera treystandi til að ákveða hvernig ryksugur við kaupum? Við ráðum engan veginn við það verkefni frekar en mörg önnur sem embættismenn geta leyst mun betur en við. Þeir eru að vernda okkur aumingjana!!

Hér eins og svo oft áður mun sannast það sem kallast hefur verið "The law of unintended consequences". Ætli ofnæmi og asmi muni ekki aukast innan ESB? Erfiðara verður að ná ryki og öðru slíku úr teppum ef aflið er minna. Kostnaðurinn fyrir heilbrigðiskerfi landa innan ESB mun sennilega aukast á komandi árum vegna þessarar snilldar.

Þetta apparat hrynur ekki deginum of seint!!

Helgi (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 08:47

2 identicon

Og ryksugurnar munu örugglega ekkert lækka í verði !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 08:54

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Skv. fréttinni í morgun munu þær hækka vegna betri búnaðar sem skila á sömu hreinsigetu og sá gamli.

Hefur einhver heyrt svipað áður?

Sindri Karl Sigurðsson, 11.12.2013 kl. 09:18

4 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Og það styttist í það að þotur verði bannaðar vegna gríðarlegrar mengunar þeirra á lofthjúpnum. Hvað gera skerbúar þá ?

Stefán Þ Ingólfsson, 11.12.2013 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband