Jóhönnulögin falla vinstrimönnum illa í geð

Það var fyrir tilstill laga frá ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms. sem mögulegt var fyrir Sigmund að ráða sér annan aðstoðarmann. Ekkert í þeim lögum segir um hæfi eða önnur störf þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar velja sér. Það kemur því úr hörðustu átt að þingmenn þeirra flokka sem stóðu að þessum breytingum á lögum um stjórnarráð skuli nú gagnrýna virkni þeirra og þá lögin sjálf. Hörðust er gagnrýnin frá Steingrím, sem var annað höfuð þess tvíhöfða þurs sem réð hér síðasta kjörtímabil. Séu þessi lög svona röng, ætti hann kannski að fara fram á endurskoðun þeirra.

Skilin milli framkvæmdavalds og löggjafavalds eru skýr og þessi ráðning Ásmundar mun ekki breyta þeim. Hins vegar fór síðasta ríkisstjórn frjálslega með þessi skil og oftar en ekki valtaði framkvæmdavaldið yfir löggjafavaldið, jafnvel þó enginn þingmaður hafi verið skráður aðstoðarmaður ráðherra á þeim tíma. Nægir að nefna eitt dæmi af fjölmörgum, þessu til sönnunar, dæmi sem kom upp á fyrstu dögum síðustu ríkisstjórnar. Þá kom góðvinur og flokksfélagi formanns VG til landsins með samning við Breta og Hollendinga um greiðslu vanskila nokkurra einstaklinga, þar úti. Samninginn átti að keyra gegnum Alþingi og fá samþykki þess án þess að nokkur þingmaður fengi að fletta þessu plaggi. Það var ekki fyrr en einn ráðherra sagði af sér og ríkisstjórnin var við það að springa, sem alþingismenn fengu smá innsýn inn í þennan samning sem góðvinur formanns VG hafði gert þar ytra. Ekki var innihaldið fagurt.

Steingrímur og hans fólk ætti því að tala varlega um yfirgang framkvæmdavalds yfir löggjafavaldinu. Og síðasta ríkisstjórn lét þann yfirgang ekki duga, heldur var einnig marg ítrekað valtað yfir dómsvaldið.

Hræsni eða ótti, það er spurning hvað skal kalla svona málflutning stjórnarandstöðu. Hræsni að væna fólk um sök sem það sjálft er margfallt sekt um, eða ótti við að núverandi ríkisstjórn takist að koma málum áfram, eitthvað sem síðustu ríkisstjórn var algerlega fyrirmunað.

Það er ljóst að stjórnarandstaðan ætlar sér að setja ný viðmið í aumingjaskap Alþingis. Þegar fram koma tillögur um endurskipulag ríkisrekstrar eru þær tillögur ekki gagnrýndar, heldur er ráðist á umbúðirnar. Þær árásir hafa nú staðið linnulaust í þrjá daga, með dyggri aðstoð fréttastofu RUV.

Tillögurnar sjálfar hafa hins vegar lítið verið ræddar, en það eru jú þær sem máli skipta. Þó heilt yfir séu þær nokkuð góðar eru þarna tillögur sem vissulega þarf að ræða og gagnrýna. Nefni þar t.d. allar þær sameiningar sem nefndar eru. Stærri einingar eru ekki alltaf lausnin og þarf þar að fara varlega. Hvers vegna nýtir ekki stjórnarandstaðan sinn tíma á Alþingi til að ræða tillögurnar og gagnrýna þar það sem henni þykir betur megi fara?

Getur verið að vinstri mönnum sé með öllu fyrirmunað að tjá sig málefnalega? Að þetta fólk telji virkilega að kjósendur hafi kosið það á þing til að vera þar alla daga með sorakjaft og útúrsnúninga?

 

 


mbl.is Ráðning Ásmundar „stenst fullkomlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Steingrímur drottnari allsherja,honum lætur best að gagnrýna aðra,fríjar sjálfan sig allri ábyrgð,þarf að fara að hirta hann duglega.

Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2013 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband