Hvers vegna ekki samkeppni um samkeppniseftirlit ?

Auðvitað á að skoða alla hluti með opnum hug, einnig hvort hægt sé að gera heilbrigðisþjónustuna betri og hagkvæmari með aukinni samkeppni. Það er hérrétt hjá forstjóra samkeppnisstofnunar, að hér á landi hafa menn verið á braut miðstýringar á þessu sviði. Eins og alltaf þegar sú leið er valin, verður sparnaðurinn mjög kostnaðarsamur. Miðstýring hefur alltaf leitt til skelfingar.

Og það má finna fleiri holur miðstýringar og einokunnar innan ríkiskerfisins og full ástæða til að skoða vandlega hvar betur má fara og hvort tilfærsla verkefna frá ríki til einkaaðila gætu verið hagstæðari ríkissjóð.

Kannski ætti að byrja á sjálfu samkeppniseftirlitinu. Forstjóri þess tiltekur sérstaklega að hann telji sitt fyrirtæki utan slíkrar skoðunnar. Þetta er sjálfsagt hugsun flestra forstöðumanna hinna ýmsu deilda ríkisrekstrar, að flestir líti sem svo að ekkert sé sjálfsagðra en að skoða frekari einkavæðingu, en bara ekki í sinni deild. 

Hvers vegna má ekki vera samkeppni um samkeppniseftirlit? Hefur eftirlitið staðið sig svo vel? Ef svo er, ætti það ekki að óttast samkeppni.

Þegar verk samkeppniseftirlitsins eru skoðuð er vart hægt að segja að þar fari einhver súper starfsemi fram. Hvernig hefur eftirlitið tekið á nánast algerri einokun í versluninni? Hvernig hefur eftirlitið tekið á einokun bankastofnanna? Hvernig hefur eftirlitið tekið á einokun eldneytissala og innflytjenda? Þannig mætti lengi telja. Það hefur ekkert breyst á þessum sviðum frá því fyrir hrun, annað en nafnabreytingar og víxlun á eignarhaldi. Einokunin er síst minni nú en fyrir hrun.

Forstjóri samkeppniseftirlitsins ætti kannski að beyta sínum kröftum innan eigin fyrirtækis. Að sjá til þess að samkeppni verði heilbrigð innan einkageirans. Meðan sú samkeppni virkar ekki sem skildi og samkeppniseftirlitið er máttlaust við að halda uppi sínu eftirliti þar, er tómt mál að tala um samkeppni á öðrum sviðum. Forstjórinn ætti því að sinna sínu starfi og láta pólitíkusa um pólitíkina.

Forstjórinn ætti því vinna að því að koma hér á heilbrigðri samkeppni. Það er forsenda þess að einhver árangur náist af flutningi verkefna frá ríki til einkareksturs. Við það ástand sem hér ríkir í samkeppnismálum myndi slík tilfærsla einungis vera nafnabreyting. Einokunin og stjórnleysið yrði áfram það sama.

Takist honum ekki þetta verkefni, sem hann fær borgað fyrir að sinna, mætti kannski byrja á að einkavæða samkeppniseftirlitið og stofna a.m.k. tvö slík fyrirtæki. Þannig yrði samkeppni um samkeppniseftirlitið, samkeppni um gæði. 

Það er athyglisvert að forstjórinn nefnir að hér á landi hafi í raun verið stunduð öfug samkeppni í ríkisrekstri, með því að stækka og fækka einingum. Hann hallmælir þar þeirri hagfræði sem hagfræðingar eru svo hrifnir af, svokallaðri Exel-hagfræði, þar sem tölur eru skoðaðar en ekkert spáð í hvað að baki þeim liggur né tilurð þeirra. Þessi öfuga samkeppni er þó ekki bundin við ríkisrekstur, heldur er þetta ein aðalforsend einokunar í einkarekstri, þar sem tiltölega fáir ráða mestu.

 


mbl.is Vill aukna samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þér

Aðgerðir Samkeppniseftirlitsins hafa aldrei leitt til lægra vöruverðs og það er  sama hversu langt aftur í tímann er skoða (uppáhaldsetning S er "til lengri tíma litið verður lægra vöruverð") 

Við viljum hafa samkeppni en einhvern veginn þá virðast álögur á almenning hækka við allar aðgerðir Samkeppnisstofunar en ekki lækka "til lengri tíma litið"

Grímur (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband