Vinstri menn í vanda

Vinstrimenn standa nú frammi fyrir miklum vanda. Þeir geta ekki myndað sér skoðun á tillögum hagræðingarhóps. Þeir vita að einhverjar hugmyndir eru ættaðar úr þeirra eiginn ranni en aðrar koma annarstaðar frá.

Þar sem mestu skiptir, að áliti vinstri manna, hver höfundur tillögu er, krefjast þeir nú að fá að vita hver nákvæmlega kom fram með hvaða tillögu, af þessum 111 tillögum sem hópurinn lagði fram.  Þá fyrst verður hægt að taka afstöðu til þeirra.

Allar tillögur sem rekja má til síðustu ríkisstjórnar verða að sjálfsögðu samþykktar. Þær tillögur sem hægt er að rekja til annara skiptast svo eftir því hvort hægt er að tangja tillöguhöfund við annan hvorn stjórnarflokkinn. Sé svo er henni samstundis hafnað, en skoða má þær tillögur sem koma frá öðrum.

Meðan stjórnvöld ekki gefa upp höfund hverrar tilögu munu vinstrimenn klóra sér í hausnum. Þeir hafa aldrei þurft að taka afstöðu til mála eftir málefni. Þetta er því algerlega ný staða fyrir þetta fólk, staða sem þeim er algerlega ógerlegt að ráða við!

 


mbl.is „Hvað vakir fyrir fólki?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband