Til að létta á þrýsting um laun

Þann 29 október síðastlinn, eða fyrir fjórum dögum síðan, sendi greiningadeild Arionbanka frá sér svokallaða greiningu á launaþróun í landinu. Þar tókst greiningadeild að sjá að allt of miklar launahækkanir hafi orðið í síðustu kjarasamningum og því hafi laun hækkað um 17,6% frá því þeir voru gerðir. Þar horfðu starfsmenn greiningardeildarinnar fram hjá þeirri staðreynd að þeir kjarasamningar sem þeir vísuðu til gáfu einungis launahækkun upp á 11,4% hækkun. Mismunurinn þarna á milli kemur þeim kjarasamningum ekkert við, heldur eru til kominn vegna launaskriðs eftir gerð þeirra. Launaskriðs sem ekki síst hefur orðið til í þeim geira sem starfsmenn greiningardeildar vinna við, bankageiranum. Lokaorð greinigardeildarinnar voru varnaðarorð til ASÍ og SA um að hafa í huga að frekari hækkun launa gætu sett þjóðfélagið á hausinn. (sjá fyrra blogg um sama efni)

Nú í dag, fjórum dögum eftir þennan dóm greiningardeildarinnar sendir Arionbanki út fréttatilkynningu um að bankinn ætli að taka upp kaupaukakerfi starfsmanna sinna, kaupaukakerfi sem geti gefið allt að 25% launahækkun. (sjá frétt sem blogg er hengt við)

Kaupaukakerfi byggir auðvitað á árangri í starfi. Hvaða árangur er hægt að mæla hjá starfsmanni banka? Grimmd við innheimtu? Dugnað við útlán? Eða kannski dugnað í greiningum? Að minnsta kosti er ljóst að kaupaukakerfi mun aldrei geta byggt á aukinni ábyrgð, enda sýnir sagan að slík ábyrgð er ansi lítil þegar á reynir. 

Það er merkilegt að lesa á eyjan.is rökstuðning bankans fyrir þessu kaupaukakerfi. En þar segir m.a.

 Þeir starfsmenn sem undir kaupauakerfið falla hafa möguleika á að vinna sér inn hundruð milljóna króna í kaupauka á ári hverju, þar sem árslaun stjórnenda og margra sérfræðinga séu á bilinu 10 til 20 milljónir króna. Bankinn telur að með þessu sé verið að "létta á ákveðnum þrýstingu um laun".

Þetta eru vissulega djúp rök, þó ekki séu þau í anda greiningardeildar bankans.

Það má vissulega þakka þetta útspil Arionbanka, svona rétt fyrir gerð kjarasamnings. Bankinn hlýtur svo að endurnýja þann hóp sem þeir hafa innan sinnar greiningardeildar. Það getur ekki verið að þeir hafi þar innanborðs fólk sem mælir gegn kjarabótum, meðan bankinn sjálfur telur nauðsynlegt að hækka laun sinna starfsmanna um allt að 25%, til að "létta á ákveðnum þrýsting um laun".

Kannski mætti taka upp svipaðar hækkanir á almennum launamarkaði til að létta á þrýstingi þar. Það væri smá skref í átt til þess að rétta af þá skekkju sem myndaðist í kaupmátti þess fólks við BANKAhrunið!


mbl.is Kaupaukar fyrir 100 starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband