Fortíð og nútíð. Fylgi og verk ríkisstjórna.

Fréttastofa RUV fer mikinn núna yfir skoðanakönnunum um fylgi ríkisstjórnarinnar. Þar er ekkert slegið af.

En hvernig var fréttaflutningur þessarar fréttastofu af fylgistapi síðustu ríkisstjórnar? Var eytt stórum hluta fréttatímans í hugrenningar um það tap sem sú ríkisstjórn varð fyrir?

Staðreyndin er að við upphaf stjórnarsamstarfs voru báðar þessar ríkisstjórnir með álika mikið fylgi þjóðarinnar. Seinnipart hausts 2009, svipuðum tíma frá myndun síðustu ríkisstjórnar og sá tími er sem liðinn er frá myndun núverandi ríkisstjórnar, var fylgi síðustu ríkisstjórnar nokkuð lægra en fylgi núverandi stjórnar er. Fall fylgis við síðustu ríkisstjórn var heldur hraðara en fall fylgis við núverandi stjórn.

En þar með var sagan ekki öll sögð, því fylgi síðustu ríkisstjórnar féll áfram hratt og örugglega og um mitt ár 2010, u.þ.b. ári eftir að sú ríkisstjórn tók við völdum, var fylgi hennar meðal þjóðarinnar komið á sama plan og fylgi hrunstjórnarinnar, rétt fyrir fall hennar. Það sem eftir var kjörtímabilsins náðu síðasta ríkisstjórn aldrei fylgi mikið yfir það. Einstaka sinnum flutti fréttastofa RUV stutta pistla um lélegt fylgi þáverandi ríkisstjórnar, en þá einungis í þeim tilgangi að leiða fram "sérfræðinga" sem töldu sig geta varið þetta fylgisleysi hennar. Í kosningum vorið 2013 kom svo í ljós að þessir "sérfræðingar" RUV voru bara loddarar. 

Hvernig fylgi núverandi ríkisstjórnar mun þróast er ekki hægt að segja til um á þessari stundu. Þar skiptir mestu hver verk hennar verða. Muni hún ekki standa við stóru loforðin er ljóst að fylgi núverandi stjórnar mun hratt minnka, þó vafasamt sé að ætla að það nái jafn neðarlega og fylgi síðustu ríkistjórnar. Í það minnsta er ljóst að þá mun núverandi ríkisstjórn ekki halda meirihluta í næstu kosningum.

Nái hins vegar ríkisstjórnin að standa við þessi loforð, sem ætti í raun ekki að vera vandamál þar sem formaður Samfylkingar hefur opinberlega sagt að hans flokkur muni styðja þá aðgerð, er ljóst að fylgi ríkisstjórnarinnar mun lagast. Þá getur hún gengið til næstu kosninga keik og þjóðin verið stollt. Þá mun verða bjart framundan.

Það fer vissulega um mann hrollur að hugsa til þess að núverandi ríkisstjórn muni ekki eiga lífdaga, eftir næstu kosningar. Að hugsa til þess að fá aftur ástand sundrungar og erja, sem við þurftum að búa við í rúm fjögur ár frá hruni. Við vitum að þannig ríkisstjórn mun ekki standa við gefin loforð og við vitum að þannig ríkisstjórn mun ekki standa með þjóðinni.

Það sem er ekki vitað ennþá, er hvort núverandi ríkisstjórn ætlar að standa við gefin loforð og standa með þjóðinni, Enn sem komið er bendir þó ekkert til að um svik verði að ræða. Sumt hefur þegar verið uppfyllt, en vissulega hefðu margir viljað sjá að meira hefði verið gert. Ekkert hefur enn verið svikið.

Þegar síðasta ríkisstjórn hafði ríkt jafn lengi og núverandi ríkisstjórn, hafði henni tekist að svikja flest sín kosningaloforð og var komin á fulla ferð í svikum við þjóðina, svikum sem staðið var að allt fram á síðasta dag.

Það er því mikill munur á verkum þessara tveggja ríkisstjórna, þó fylgi núverandi ríkisstjórnar elti nokkuð fylgi síðustu stjórnar, ennþá.

 


mbl.is Ríkisstjórnin aldrei óvinsælli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er viss um að ykkur xB og xD mönnum líði bara vel að vita að ykkar fylgi er bara ekkert verra en síðustu stjórnar. eitt veit ég þó - fylgið á bara eftir að fara neðar.

Rafn Guðmundsson, 2.11.2013 kl. 20:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kemur í ljós, Rafn. Framtíðin er óráðin, en fortíðina þekkjum við.

Gunnar Heiðarsson, 2.11.2013 kl. 20:51

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fyrri stjórn hafði framtíðarsýn...þessi enga og því er staðan þessi.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.11.2013 kl. 21:37

4 identicon

Jón Ingi.

Hafði hún eitthvað meira en sýn ?

Allavega var ekki mikið gert þessi 4 ár.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband