Draumastund á Alþingi

Það er eins og hér á landi sé bara allt í sóma og engin vandamál. Að þingmenn geti bara leift sér að sóa tíma Alþingis í einhverja óraunhæfa drauma. Svo er þó ekki. Vandi þjóðarinnar er ærinn og alþingismenn ættu að snúa sér af fullum krafti í að leysa þau. Draumastundir verða að bíða betri tíma!!

Lagning ljósshunds til Bretlands er ekki hægt að kalla annað en óraunhæfa drauma. Tækni til að leggja slíkann hund er ekki enn til staðar og það eitt ætti að vera nóg til að ýta umræðunni af borðinu. Meðan slík tækni er ekki til staðar er útilokað með öllu að hefja einhverja vitræna umræðu um þetta mál, þar sem grunnkostnaðinn vantar, kostnað við lagningu hundsins og rekstur.

Þega sú tækni liggur fyrir má skoða málið, ekki fyrr. Þá verður hægt að skoða áhrif ljósshundsins á lífríki þess svæðis sem hann mun liggja um, en ýmsir fræðingar hafa lýst því að rafgeislun frá honum geti verið skaðleg. Þá verðum við íslendingar að spá í hvort við ætlum sjálfir að njóta þess virðisauka sem raforkuframleiðslan gefur af sér, eða hvort sá ávinningur skuli flurttur úr landi. Þá þurfum við íslendingar að spá í hvort við viljum verða þriðjaheims hráefnaútflutningsland fyrir stærri herrþjóðir. 

Það sem kannski mun þó brenna mest á okkur, ef lagning á slíkum ljóshund verðu einhvern tímann möguleg, er hvort við erum tilbúin að virkja hér á landi hverja lækjarsprænu og hvern hver, til að seðja hungur þeirra sem á hinum enda hundsins eru.

Það er margt fleira sem við þurfum að spá í, ef einhverntímann verði tæknilega mögulegt að leggja ljóshund til Bretlands. Við þurfum hins vegar ekkert að spá í hvort ávísun upp á rúm eitthundrað þúsund krónur detti inn um bréfalúguna hjá okkur. Þau rök eru einhver barnalegustu rök sem heyrst hafa. Hins vegar getum við gengið að því vísu að orkureikningurinn mun stökkbreytast til hins verra!

Það að Alþingi skuli setja þetta mál á dagskrá hjá sér er í raun ótrúlegt. Væri ekki nær að  leysa þann vanda sem að þjóðinni steðjar, reyna að koma heilbrigðisþjónustunni á rétt skrið, rétta enn frekar hlut aldraðra og öryrkja og fara að vinna að fullum krafti til lausnar þess vanda sem heimili landsins eiga við að etja, auk fjölmargra annara brýnna vandamála sem kalla á skjótar lausnir.

Vissulega hefur skuldavandinn minnkað nokkuð, eða sem svarar þeim 150 fjölskyldum sem lenda á götunni í hverri viku. Það er kannski sú leið sem þessi ríkisstjórn ætlar að fara til lausnar skuldavanda heimila, að taka upp sömu stefnu og fyrri ríkisstjórn, þá stefnu að vandinn muni leysast af sjálfu sér. Þegar allar fjölskyldur sem þurftu að taka lán til að koma þaki yfir höfuð sér eru komnar á hausinn, verður enginn skuldavandi lengur til staðar?

Það er alveg á kristaltæru að ljóshundur til Bretlands, ef einhverntímann mun verða gerlegt að leggja slíkann hund, mun ekki leysa þau vandamál sem að þjóðinni steðjar nú. Reyndar mun slíkur hundur skapa fleiri vandamál en lausnir fyrir okkur íslendinga.

 


mbl.is Strengurinn í þingsali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kaus framsóknarflokkinn í síðustu kosningum.

Trúði (a.m.k. vildi trúa) málskrúðinu og orðavaðlinum.

Innistæðulausu loforðunum, t.d.varðandi lausn skuldavandans,leiðréttingu gagnvart eldri borgurum og öryrkjum.

Hélt að strax þýddi strax upp á Íslensku en ekki Sænsku.

En þessi himinhrópandi aumingagangur, að stöðva ekki strax (upp á Íslensku) útburð fólks sem ekki getur lengur greitt af stökkbreyttu skuldunum.

Alveg sami undirlægjuhátturinn gagnvart fjármálaöflunum og hjá síðustu ríkisstjórn.

Sömu loforðasvikin.

Sama helvítis pakkið!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 12:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég get tekið undir með þér Bjarni, að afstaða Hönnu Birnu kom verulega á óvart, ekki síst ef lesin er ræðan sem hún flutti á landsþingi Sjálfstæðisflokksins í fyrravetur.

Þá virtist hún hafa á hreinu hvar eignarétturinn skuli liggja, en nú hefur hún skipt um skoðun. Þá eru orð Bjarna Ben ekki beinlínis uppörvandi, þar sem hann lætur útgreiðslu til kröfuhafa ganga fyrir leiðréttingu lána. Þó vita allir að lausn þessara þriggja mála, afnám hafta, greiðsla til kröfuhafa og leiðréting lána, eru samofin og órjúfanleg. 

En við skulum ekki afskrifa Framsóknarflokkinn alveg strax í leiðréttingarmálinu. Staða flokksins er ósköp einföld; ef hann ekki stendur við þau orð að leiðrétta lánin mun hann einfaldlega þurkast út úr íslenskum stjórnmálum. Þetta vita ráðherrar flokksins og líklegt að þeir láti verulega reyna á áður en látið er undan. Jafnvel að ríkisstjórnarsamstarfið verði sett að veði.

Ég hefði hins vegar viljað sjá ráðherra og þingmenn Framsóknar stíga fram, eftir úrskurð Hönnu Birnu. Kannski þeim sé alveg sama um flokkinn, hugsi sér einungis að starfa á þingi eitt kjörtímabil.

Gunnar Heiðarsson, 15.10.2013 kl. 13:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég vil ekki borga Icesave með Gullfossi eða Vatnajökli.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2013 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband