Dásamlegur dómur

Það má segja að dómsvaldið hafi stigið stærra skref en nokkurntímann áður hefur verið stigið hér á landi í baráttu gegn vændi. Hér á landi er löglegt að selja vændi en með öllu bannað að kaupa það.

Því má segja að stúlkukindin hafi farið að lögum í einu og öllu. Hún bauð fram vændi en gat hins vegar ekki uppfyllt þau viðskipti sem hún bauð, þar sem þá hefði hún orðið samsek þeim sem gerðist lögbrjótur með kaupunum. Hún átti því ekki annara úrkosti en að flýja af hólmi, áður en brotið yrði framið!

Það er vart til sterkari skilaboð til þeirra sem áhuga hafa á að kaupa vændi, en þau að þeim sé gert skiljanlegt að ekki sé bannað að taka við peningum frá þeim, svo framarlega að verknaðurinn nái ekki lengra. Perrarnir hljóta að hugsa sig um tvisvar áður en þeir leita þessarar þjónustu, hér eftir.

Svo geta menn velt fyrir sér hvað það er sem dregur menn til að kæra þegar þeir eru sviknir um ólöglegann verknað, sérstaklega þegar þarna er um að ræða unglingsstúlku undir lögaldri.

Einnig væri fróðlegt að vita hvers vegna lögreglan ákveður að ákæra fyrst stúlkuna í málinu en bíða með ákæru á þann sem sannarlega braut lög. 

Þá er undarlegt að nafn mannsins hafi ekki enn komið fram. Menn hafa verið nafngreindir við ákæru af minna tilefni en þessu, jafnvel við handtöku áður en ákæra hefur verið lögð fram.

En kannski skiptir máli hvar í virðingastiganum menn eru. 

 

 


mbl.is Vændiskaupandinn sætir ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki máltækið "Það er ekki sama hvort þú heitir Jón eða Séra Jón," alveg fullkomin skýring á því að nafninu er haldið leyndu. Hefur lengi verið praktíserað á Íslandi, engin nýbóla hér.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 14.10.2013 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband