Enn um fréttastofu RUV

Undan farna daga hefur fréttastofa RUV fjallað um að fasteignarsalar setji í sölusamninga hjá sér ákvæði sem tryggir seljanda þá leiðréttingu lána sem ríkisstjórnin hefur boðað. Þetta á við þegar lán eru yfirtekin af kaupanda.

Í hverri einustu frétt tala fréttamenn stöðvarinnar þar um "hagnað" seljanda, að seljandi muni "hagnast" á leiðréttingunni. Þetta er gert þrátt fyrir að allir viðmælendur fréttastofunnar nefni þetta einatt leiðréttingu, sem það vissulega mun verða. Einungis einn viðmælandi nefnir hagnað og þar er hann að tala um að kaupandi gæti hagnast. Það mætti vissulega tala um hagnað í því sambandi, enda hann ekki þurft að taka á sig þær hækkanir sem forsendubresturinn lagði á lánin.

Hvernig getur leiðrétting orðið að hagnaði? Leiðrétting er leiðrétting, ekkert annað, það er útiokað að tala um hagnað í slíku sambandi. Ef bankinn ofrukkar mig og þarf að greiða mér til baka, er ég ekki að hagnast! Einungis að fá leiðréttingu. Ef gjaldkerinn í matvöruversluninni slær óvart inn ranga upphæð á kassan, er útilokað að tala um að ég hagnist við að benda á þá innsláttarvillu!

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttastofa RUV reynir með orðalagi að breyta innihaldi frétta. Svipað orðalag var notað í umfjöllun um dóma gengisbundnu lána bankanna. Jafnvel þegar dómar höfðu fallið í Hæstarétti um ólögmæti þeirra lána, reyndi fréttastofan að koma þeirri hugsun inn í hug landsmanna að þeir sem slík lán höfðu fengið væru að hagnast af dómnum. Svipaða sögu má segja af málflutningi fréttastofunnar af icesave, meðan sú umræða stóð sem hæst. 

Svo koma fréttamenn þessarar stöðvar fram á ritvöll internetsins og segja að að þeim sé sótt með óheiðarlegum hætti, jafnvel sumir sem vilja meina að allar þær "árásir" séu runnar undan rifjum Davíðs Oddsonar. Ja mikill er máttur Davíðs. 

Kannski fréttamenn fréttastofu RUV ættu frekar að taka tillit til allrar þeirrar gagnrýni sem á hana er flutt og breyta samkvæmt því. Að flytja fréttir með þeim hætti að traust þjóðarinnar vakni að nýju. Það er til lítils að stinga höfðinu í sandinn, það mun einungis fjölga þeim sem vilja leggja niður RUV!

Sjálfur hef ég alla tíð verið hlynntur rekstri RUV og ekki sett fyrir mig þó innheimtur sé nefskattur svo halda megi uppi rekstri hennar. Síðustu fjögur ár hefur þó sett að mér hroll  og nú í sumar hefur keyrt um þverbak. Ef fréttastofa stöðvarinnar getur ekki eða vill ekki flytja fréttir með óhlutlægum hætti, vill ég ráða sjálfur hvort fé úr minni buddu fer til rekstrar hennar. Svo einfallt er það!

Að breyta leiðréttingu í hagnað er bar eitt lítið dæmi um hvernig fréttastof RUV reynir að gjörbyllta innihaldi frétta. Hlutdrægni í mörgum hellstu málum stjórnmálanna á Íslandi, er annað og verra!

Þar hefur fréttastofan búið til allskyns "fréttaskýringaþætti", sem fluttir eru oft á daga alla virka daga vikunnar og endurteknir á nóttunni. Einkenni þessara "fréttaskýringaþátta" er ekki fagleg og óhlutlæg umræða, mikið nær að kalla þetta áróðursþætti til styrktar þeim málefnum sem starfsmenn stofunnar liggur nærri og tengist fyrst og fremst einum stjórnmálaflokk landsins!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband