Undir verndarvæng Gnarr

Árni Þór vill ólmur komast undir verndarvæng Gnarr. Væntanlega sýnist honum Samfylkingu ganga svo vel undir þeim verndarvæng.

En hvers vegna ætti VG að biðla til örflokkanna á vinstrivæng stjórnmálanna, þegar sá flokkur virðist vera á góðri leið með að verða leiðandi afl á þeim væng?

Samstarf Besta og Samfylkingar í borgarstjórn hefur ekki verið Samfylkingu til bóta. Þar hefur Gnarr töglin og haldirnar. En svo heillar hann  forystu Samfylkingar og nú VG, að þessir flokkar vilja ólmir njóta verndar hans. Jafnvel sumir fulltrúar Sjálfstæðisflokks virðast vart halda vatni þegar Gnarrinn gengur í salinn.

 


mbl.is Vill kosningabandalög vinstriflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vilja allir vera í draumastöðu Gnarrsins

Bara flissa og hlægja ef hann er spurður um eitthvað og komast upp með það

í neyð fara tala um mannréttindi einhvers staðar nógu andskoti langt í burtu til að bullið haldi áfram nógu langt frá raunveruleika fólks.

Grímur (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 08:35

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Varstu að meina Gísla Martein sem getur ekki haldið vatni?

Ef svo er þá er ég sammála því og Gísli Marteinn ætti að fara í Bestaflokkin, því þá verður hann líka beztastur.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 25.8.2013 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband