Stundum og stundum ekki

Ekki ætla ég að deila við framkvæmdastjóra Strætó bs. þegar hann segir fyrirtæki sitt ekki stunda neinn akstur utan höfuðborgarsvæðisins, eða bera ábyrgð á þeim akstri að neinu leiti. Hann ætti að vita þetta maðurinn, enda framkvæmdastjóri Strætó bs.

En kannski framkvæmdastjórinn gæti þá svarð þeirri spurningu hvers vegna allir bílar sem aka á flestum áætlunarleiðum utan Reykjavíkur eru merktir Strætó bs.? Eða hvers vegna þeir bílar njóta undanþágu um fjölda farþega og að heimild til að láta fólk standa í vögnunum, undanþágu sem einungis Strætó bs. hefur fengið (eða ekki)? 

Þá gæti hann einnig kannski svarað þeirri spurningu hvers vegna hann sjálfur var í forsvari gagnvart fjölmiðlum, fyrr í sumar, þegar umræða um akstur þessara vagna á þjóðvegum landsins fór fram? Varla hefur hann farið að svara fyrir það sem honum kemur ekkert við, eða hann ber ábyrgð á!

Það liggur ljóst fyrir að samkeppni um akstur fólks á áætlunarleiðum um landið hefur verið skekkt verulega. Hugsanlega hefur hugsunin verið sú að með styrkjum mætti lækka þennan kostnað fyrir farþegana, en staðreyndin er sú að þetta fyrirkomulag verður til þess eins að útrýma samkeppni. Allir þekkja hvaða afleiðingar slíkt hefur í för með sér.

Ef vilji er til að hjálpa því fólki sem þarf að ferðast um langan veg með áætlunarbílum, er nær að greiða þá peninga beint til farþeganna, með einhverjum hætti. Láta síðan heilbrigða samkeppni sjá um aksturinn. Að borga stórar upphæðir til einhvers milliliðs, hvort sem það er Strætó bs. eða sveitarfélög, er ávísun á misnotkun þess fjár.

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. velur að telja verkefni fyrirtækisins stundum innan sinna vébanda, en stundum ekki. Virðist þar skilja á milli hvort um er að ræða almenn umræða innan þjóðfélagsins, eða yfirvofandi málssókn.

Þetta er vissulega hans vandamál, en að svara fyrir allan akstur þessa fyrirtækis fyrr í sumar, en telja nú að stór hluti hans sé utan Strætó bs. er vægast sagt undarlegt. 

 


mbl.is Vísar „rakalausum málflutningi“ til föðurhúsanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband