Auðveldar kjaraviðræður í haust

Það ætti ekki að taka langann tíma að ganga frá kjarasamningum í haust. Stefnan markast betur og betur með degi hverjum.

Starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa fengi umtalsvert meiri launahækkanir en aðrir og nú síðast fengu starfsmenn eina bankans sem hægt er að segja að sé ríkisbanki, bónus sem að meðaltali jafngildir launum verkamanns til einhverra ára. Það geta þeir þakkað fyrrum fjármálaráðherra.

Kjararáð úrskurðaði launahækkun til forstjóra ríkisfyrirtækja upp á um 20%, afturvirkt um nærri ár. Við þessa ákvörðun hlýtur ráðið að hafa tekið mið af hækkunum manna á vinnumarkaði sem eru í svipuðum stöðum. Því er ljóst að laun þeirra hópa hafa náð verulegum hækkunum undanfarið, a.m.k. 20%. Það liggur fyrir að fyrirtæki landsins standa betur en áður, sem nemur a.m.k. 20%. Þeim ætti því ekki að vera örðugt að hækka laun  sinna starfsmanna um það.

Nú ákveður eitt fyrirtæki að greiða sér arð upp á 1.100.000.000 (1,1 milljarð). Þetta sama fyrirtæki greiddi sér arð upp á um 800 milljónir fyrir ári síðan, svo hækkunin er einhversstaðar nálægt 35%.

Því ættu samningar á almennum vinnumarkaði að gana snurðulaust fyrir sig. 20% hækkun allra launa ætti ekki að vera fyrirtækjum ofviða, eða hvað?

Fjármálaráðherra kom áhygjufullur fram í fréttum sjónvarps og taldi að launahækkanir starfsfólks fjármálafyrirtækja hefðu farið úr böndum. Hann sá þó enga ástæðu til að rengja úrskurð kjararáðs. Þó hlýtur ráðið að hafa miðað við hækkanir sambærilegra starfa á almennum vinnumarkaði. Er hann þá að segja að hækkanir launa forstjóra, svona yfirleitt, sé í lagi?

Það er spurnig hvað hann segir um þennan nýafgreidda arð Vinnslustöðvarinnar í Vestmennaeyjum. Skildi honum þyggja það eðlilegt að fyrirtækið hækki sínar arðgreiðslur um á fjórða tug prósenta milli ára? Segir það ekki að þetta fyrirtæki geti auðveldlega borgað sínu fólki hærri laun?

Það var þó eitt sem Bjarni sagði satt í þessi viðtali, það er enginn einn sem getur tekið á sig allar byrgðar. Því miður stefnir þó í að þeirri vegferð verði haldið áfram, að þeir lægstlaunuðu munu þurfa að sætta sig við einhverja aumingjalaunahækkun, meðan aðrir sem skammta sér sjálfir, fá það sem þeim þóknast.

Það mætti halda að það væri grautur í hausnum á því fólki sem hagar sér með þessum hætti. Heldur Bjarni virkilega að launafólk í landinu sætti sig við sultarlaun, meðan forstjórum ríkisfyrirtækja eru færðar launahækkanir upp á tugi prósenta? Heldur hann að þessi ákvörðun muni hjálpa til við að koma geislafræðingum aftur til vinnu, eða að kennarar og bara yfirleitt allt starfsfólk ríkisins sætti sig við þetta án þess að fá svipaðar hækkanir?

Hluthafar Vinnslustöðvarinnar eru þó öllu skertari. Þeir eru þarna búnir að gefa verkalýðshreyfingunni eitthvað það sterkasta vopn sem henni getur hlotist. Þetta vopn hlýtur forusta verkafólks að taka fegins hendi.

Annað hvort er kreppunni lokið og fyrirtæki landsins farin að ganga vel, eða eigendur þeirra eru gjörsamlega vanvita. Hvort heldur er, þá hefur stefnan í næstu kjarasamningum verið mótuð og sú stefna styrkist með degi hverjum!

Það gera sér þó allir grein fyrir að staðan er ekki svona einföld og kjarasamningar upp á tugi prósenta hækkun munu hleypa verðbólgunni af stað. Þar er þó ekki á ábyrgð launþega, eða þeirra krafna, heldur hinna sem marka stefnuna, eigendum og stjórnum fyrirtækjanna og stjórnvöldum.

 

 


mbl.is Greiðir 1,1 milljarð í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband