AGS á að halda sig utan landhelgi Íslands !

Það er nokkuð merkilegt að fulltrúum AGS sé leift að halda fundi hér á landi. Við erum laus undan afskiptum sjóðsins og meðan við sækjum ekki eftir ráðgjöf frá honum, ber fulltrúnum hans að halda sig utan landsteinanna! Þeir meiga álykt eins og þeim sýnist um okkar mál, bara ekki á opnum fundum hér á landi!!

Og ekki er beinlínis hægt að segja að þær tillögur sem sjóðurinn flaggar séu gáfulegar. Sömu lausnir og þessi sjóður hefur staðið fyrir að önnur lönd í vanda noti, lausnir sem alltaf hafa leitt til hörmunga. Nægir þar að benda á afrek AGS í samstarfi við ESB og ES, til "hjálpar" evruríkjum í vanda, Argentínu auk fjölmargra annara landa sem lent hafa í vanda. Afskipti AGS hafa ætið leitt hörmungar af sér.

Tillögur sjóðsins eru okkur Íslendingum svo sem ekki ókunnar, enda ljóst að vinstristjórnin síðustu fjögur ár var AGS einstaklega þæg. Aukin skattheimta, niðurskurður í ríkisfjármálum og þar sérstaklega nefnt heilbrigðiskerfið, alls engar tilslakanir til heimila landsins en miklar afskriftir til fjármagnsaflanna. Í stuttu máli, þá skulu fjármagnsöflin varin til hins ýtrasta meðan almenning og fyrirtækjum er látið blæða út og grunnþjónustan í landinu lögð í rúst. 

Þessari leið höfnuðu kjósendur í síðustu kosningum, hvort sem AGS líkar það vel eða illa!

Það er ljóst að leið AGS hefur ekki hjálpað neinni þjóð úr vanda, þó fjármagnsöflin hafi oftast náð að tryggja sitt fé. Sú trygging hefur þó alltaf verið skammvinn og tap þeirra að lokum meira en þurft hefði. Skammsýni AGS er með ólíkindum. Horft er til skjótfengins gróða fjármagnsaflanna, en ekkert spáð til framtíðar. Það vantar ekki orðskrúðið hjá fulltrúum sjóðsins, en afrekin er hvergi hægt að finna.

Í síðustu kosningum kom skýr vilji íslenskra kjósenda fram um að þessa leið vija þeir ekki fara. Þeir völdu leið uppbyggingar, byggða á aukinni verðmætasköpun. Fólkið í landinu óskar þess eins að fá að leggja sitt af mörkum til þeirrar uppbyggingar, ekki með aukinni skattheimtu, heldur aukinni verðmætasköpun. Fólkið óskar þess eins að fá að láta dugnað og kjark njóta sín. Það gerist ekki með því að kafa í vasann eftir síðasta aurnum til handa ríkissjóðs, heldur með því að láta hendur standa fram úr ermum og skapa verðmæti, alvöru verðmæti!

Til að svo megi verða verður auðvitað að búa svo um að fólkið fái notið sín og til þess verður að leiðrétta skuldaklafann á því. Það er enginn að fara fram á lækkun lána, eins og fulltrúi AGS nefnir, einungis leiðréttingu þess misréttis sem lántakendur hafa orðið fyrir. Það er ekki verið að fara fram á ölmusu, eins og bankarnir fengu við endurreysn þeirra og nokkrir gæðingar úr fjármálaheiminum hafa fengið, heldur einungis leiðréttingu misréttis.

Þá þarf að búa svo um að grunnur verðmætasköpunar, fyrirtækin í landinu, fá þann rekstrargrundvöll sem þarf til aukinnar verðmætasköpunar. Þar er auðvitað fyrst litið til þeirrar greinar sem hefur verið grunnur okkar þjóðfélags frá stofnun lýðræðis í landinu, sjávarútvegsins. Önnur starfsemi kemur svo sjálfkrafa á eftir, allt frá einyrkjanum sem þjónar, til stóriðjunnar sem kallar eftir þjónustu, hvort sem um er að ræða ferðaþjónustu eða landbúnað. Allt byggir á því að grunnurinn sé traustur.

Til að halda þessu gangandi þarf svo grunnþjónusta ríkisins að vera góð, sérstaklega heilbrigðisþjónustan. Fulltrúi AGS telur að þar megi sækja fé, þó allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að þessi þjónusta er komin fram á bjargbrún. Svo hefur verið hert að heilbrigðisþjónustu í landinu að ekki verður lengur við búið og skaðinn sem þegar er skeður, verður seint bættur!

Annað getur beðið. Þó menning sé vissulega nauðsynleg hverri þjóð, er vel hægt að láta hana standa utan kerfis í einhver misseri, meðan verið er að byggja landið upp. Það skaðar engann. Fleira má telja til sem getur beðið og ætla ég ekki að telja það upp. Nægir að reyta menningarelítunna til reiði, þó það sé vissulega ekki tilgangurinn.

Það kemur ekkert á óvart í málflutningi fulltrúa AGS. Það sem kemur á óvart er að þessir fulltrúar fái að tala á opinberum fundi hér á landi.

 


mbl.is Lítið pláss fyrir lækkanir íbúðalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Spurning til þín Gunnar af því að ég veit ekki svarið.

Meðan að Ísland skudar þeim Ríkjum sem þeir fengu lán í gegnum AGS, hefur ekki AGS fullan rétt á að sletta sér út í fjármál íslendinga?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.6.2013 kl. 21:08

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jóhann.

Þegar Ísland fékk lán gegnum AGS var gert samkomulag um afskipti sjóðsins af efnahagsstjórn landsins. Þetta samkomulag var til ákveðins tíma og að honum loknum átti efnahagsstjórnin að vera komin undir íslensk stjórnvöld að fullu.

Þetta er ekki ósvipað þeirri aðferð sem notuð er á fyrirtæki og einstaklinga sem komast í mikinn vanda og fara fram á greiðslustöðvun. Þá er fjármálalegt sjálfstæði tekið af viðkomandi, um stundarsakir, eða þar til séð er að vandinn hefur verið yfirstiginn. Eftir það fær viðkomandi sjálfstæði aftur yfir sínum fjármálum, þó auðvitað skuldir við lánastofnanir séu enn miklar miklar.

Lánastofnun, hverju nafni sem hún nefnist, hefur enga heimild til að skipta sér af lántaka, svo framarlega sem hann stendur í skilum, eða sér til þess að lán falli ekki í innheimtu.

AGS sér þó þjóðríkjum ekki fyrir lánum nema með afskiptum af efnahagslegri uppbyggingu viðkomandi þjóðar. Þess vegna eru gerðir samningar þar um og flestar þjóðir ná aldrei að komast frá slíkum samning við sjóðinn.

Það tókst okkur hins vegar og því öll afskipti sjóðsins af okkar efnahagsmálum, eftir að það samkomulag rann út, óviðunnandi.

Gunnar Heiðarsson, 14.6.2013 kl. 21:39

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ok þakka upplýsingarnar, af því að AGS er að sletta sér í fjármál margra Ríkja sem þeir sjá um lántkur fyrir.

Eins og þú sagðir AGS hættir ekki þó að það séu mörg ár síðan lántakan fór fram. Hélt kanski að þeir mættu skipta sér að fjármálum Ríkjana þangað til öll lánin væru að fullu greidd.

Gott að heyra það að AGS hefur ekkert með íslendinga að gera, því að þetta getur oft a tiðum verið skemmdar-niðurrifs-ráð sem þeir setja lánhafaríkjum að gera.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 14.6.2013 kl. 22:03

4 identicon

Aldrei hefur verið meiri þörf en núna á AGS eftir að sjallabjálfarnir, sem lögðu hér allt í rúst, eru aftur komnir til valda með einhverja þá aumustu ríkisstjórn sem mörlandinn hefur orðið að horfa upp á.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.6.2013 kl. 22:37

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka uppbyggilega og vel rökstudda athugasemd, Haukur. Minnir nokkuð málflutning og gerðir hinnar "tæru vinstristjórnar", sem þjóðin afsalaði völdum, svo eftirminnilega.

Gunnar Heiðarsson, 14.6.2013 kl. 23:07

6 identicon

Gjaldeyris(ó)lán IMF átti að nota til að jafna sveiflur á gengi krónunnar meðal annarra hluta, eða með öðrum orðum á að nota þennan lánsgjaldeyri til að niðurgreiða gjaldeyriskaup spákaupmanna og annarra slíkra. Þessi „stuðningur“ við krónuna, sem er eingöngu fyrir auðmanna elítuna, þýðir drápsklyfjar á almenning í formi skulda.

Siðleysið í þessu er allgjört.

Toni (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 07:50

7 identicon

Því tel ég bestu efnahagsaðgerðina vera þá að slíta samstarfinu við IMF og skila til baka eins fljótt og mögulegt er gjaldeyrisláninu. Þeir sem myndu finna mest (og verst) fyrir þessari aðgerð væru gjaldeyrisbraskararnir og vinnuveitendur þeirra. Hagur almennings aftur á móti myndi fara hratt batnandi í kjölfarið.

Toni (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 09:21

8 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Þú segir að kjósendur hafi hafnað aukinni skattheimtu og niðurskurði í ríkisfjármálum. Gott og vel, en telur þú þér virkilega trú um að niðurskurður í ríkisfjármálum verði minni með hinum nýju valdhöfum? Og ég heyri ekki betur en að þú sért sjálfur talsmaður niðurskurðar og viljir t.d. láta menninguna blæða að því að það skaði engann... Mjög ótrúverðugur málflutningur!

Jón Kristján Þorvarðarson, 15.6.2013 kl. 09:38

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón Kristján.

Þetta er spurning um forgangsröðun. Reyndar sagði ég ekki að menningunni ætti að blæða, einungis að hún, ásamt fjölda annar mála, megi að skaðlausu halda utan jöfnunnar meðan verið er að ná ríkissjóð fyrir vind. Ég er enginn talsmaður gegn menningu, þvert á móti. Einungis að benda á að heilbrigðisþjónustan hlýtur að vera sett skör hærra en margt annað.

Hvaða vit var í því að sóa milljörðum króna til uppbyggingu Hörpu, stjórnlagaþings og því sem því tilheyrði, aðildarumsókn sem meirihluti þjóðarinnar er á móti, leigu á Perlunni af Reykjavíkurborg og svona mætti lengi telja. Margt af því sem gert var á þessu sviði á rétt á sér, bara ekki fyrr en þjóðin hefur komið málum sínum á réttann veg.

Hvaða vit var í því að sóa tugum milljarða til fallins sparisjóðakerfis, sem svo féll þrátt fyrir þann austur. Það fé er öllum tapað.

Það  má lengi telja upp þau atriði sem fyrri ríkisstjórn setti í forgang, en hefðu hæglega getað beðið.

Á meðan var svo hert að heilbrigðisþjónustunni að hún hangir nú á bláþræði. Sennilega verður eina lausnin til bjargar henni að einkavæða einhvern hluta hennar, aðferð sem mér og sennilega flestum landsmönnum hugnast illa. En afrek vinstristjórnarinnar eru sennilga þau að einkavæðing í grunnþjónustu verður stór aukin. Allt vegna rangrar forgangsröðunnar.

Ég þarf varla að endurtaka að mér er ekki illa við menningu landsins, tók það skýrt fram í blogginu. En þegar það þarf að velja og hafna, verður skynsemi að ráða, ekki draumórar.

Gunnar Heiðarsson, 15.6.2013 kl. 20:44

10 identicon

Gunnar. Hvaða rugl er í þér maður. Þú talar um " Hvaða vit var í því að sóa milljörðum króna til uppbyggingu Hörpu, stjórnlagaþings og því sem því tilheyrði, aðildarumsókn sem meirihluti þjóðarinnar er á móti"    Meirihluti Alþingis var með aðildarumsókn,  meirihluti þeirra er kusu í Stjórnlagkosningunni voru með breytingum.  Það var þáverandi minnihluti  sem náði á ótrúlegan hátt að þvæla máli þannig að ekki var hægt að fara að vilja lýræðislegum meirihluta þjóðar.

 Þig svíður svona undan því að AGS er að benda á það augljósa, lækka gjöld á útgerðina og láta okkur bíða.

thin (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband