Holur hljómur stjórnarandstöðu

Formaður VG talar um holann hljóm ríkisstjórnarinnar. Það má með sanni segja að hún er ekki kjarklaus stúlkan, ný staðinn upp úr stól ráðherra fyrri ríkisstjórnar. Viðskilnaður þeirrar stjórnar er vart til að hrópa húrra fyrir og nokkuð langt frá þeirri glansmynd sem frambjóðendur fyrri stjórnarflokkar boðuðu kjósendum fyrir kosningarnar.

En að efni fréttarinnar. Katrín telur að ríkisstjórnin sé að kasta frá sér a.m.k. 9,6 milljörðum næstu tvö ár og telur það fé ekki sótt annað. Þarna lýsir sér kannski best hver hugsanaháttur vinstri flokka er, að skatttekjur fáist einungis með aukinni skattheimtu á sama grunn, í stað þess að stækka grunnin undir skattökuna. Þessi aðferð er margreynd og hefur alla tíð leitt af sér þá staðreynd að grunnurinn minnkar og skattekjur verða lægri. Þessa staðreynd þekkja allir.

Varðandi þá skatheimtu sem fyrri ríkisstjórn ætlaði að setja á útgerðina í landinu, þá er ljóst að flest meðalstór og minni útgerðafyrirtæki ráða ekki við hana. Þetta lá fyrir strax í upphafi og við samþykkt fyrri stjórnarflokka á þessari skattheimtu, á Alþingi, gerðu þingmenn núverandi stjórnarflokka skýra grein fyrir því að þetta yrði dregið til baka. Því á þessi ákvörðun ekki að koma neinum á óvart.

Það eitt að leggja aukinn skatt á eina atvinnugrein er útaf fyrir sig ótrúlegt og ekki í anda jafnréttis. Ef vilji er til að skattleggja arð af hlunnindum sérstaklega, á það auðvitað að leggjast á allar greinar. Svo geta menn endalaust rifist um hvað er arður af hlunnindum. Lengst gætu menn sennilega gengið í slíkri umræðu með því að halda fram að ýmsar greiðslur utan fastra launa séu hlunnindi og því bæri að skattleggja sérstaklega þann arð sem skattstjóri telur viðkomandi einstaklinga geta náð af slíkum greiðslum. Þetta er auðvitað útúrsnúningur, en allur málflutningur fyrir óraunhæfri hækkun auðlindagjaldsins er hreinn og klár útúrsnúningur.

Sú staðreynd, að meðalstór og minni útgerðafyrirtæki ráði ekki við þessa skattheimtu mun óneitanlega valda því að útgerðin mun færast á enn færri hendur en nú er. Það getur vart verið ætlun VG liða að stuðla að vexti stórútgerðarinnar.

Fréttastofa ruv náði tali af Jóni Steinssyni, sem kallar sig hagfræðing við Colombia háskólann í New York. Vissi að þar væri maður sem hægt var að treysta til að styðja málflutning vinstriflokkanna. Málflutningur Jóns er vægast sagt undarlegur. Hann talar um að hagnaðurinn í útgerðinni sé "ævintýralegur" og þessi lækkun skattsins muni ekki hafa nein áhrif á getu útgerðar til fjárfestinga. Þarna tekur hann alla útgerð undir einn hatt, gerir engann greinarmun á áhrifum skattsins á fyrirtækin eftir stærð þeirra. Er í raun að segja að best sé að öll útgerð sé á sem allra fæstum höndum.

Þá er vandséð að minni skattheimta upp á nærri tíu milljarða muni ekki skila sér í aukna fjárfestingu innan greinarinnar, en hagfræðingurinn hefur sjálfsagt eitthvað Exelskjal þessu til staðfestingar.

Formaður VG nefnir að til standi að auka kvóta sem svarar aukinnu aflaverðmæti upp á 15 - 16 milljarða króna. Vissulega eru líkur á að kvóti verði aukinn, en hvort aflaverðmætið auist að sama skapi er aftur ekki alveg víst. Fyrir liggur að verð á fiskafurðum hefur fallið mikið síðustu misseri á okkar hellstu mörkuðum og vitað að það verðfall er fjarri því komið á botnin. Þá eru einnig sterkar vísbendingar um að markaður fyrir fisk eigi eftir að dragast verulega saman á þessum mörkuðum. Þökk sé evrukrísunni, sem fjarri því hefur verið leyst. Því má ætla að aukinn kvóti geti hugsanlega haldið við aflaverðmæti landsins og þó ekki nein trygging fyrir því.

Hugsanlega gætu markaðir utan Evrópu bjargað okkur, en þar er allt enn í lausu lofti. Aukinn vinnsla úr fiskafurðum, sem áður var hennt, mun einnig hjálpa þjóðarskútunni. En til að hægt sé að þróa þá vinnslu enn frekar má ekki herða svo að útgerð að hún hafi ekki bolmagn til þeirrar þróunnar og markaðssóknar með þær afurðir sem slík þróun leiðir af sér.

Útgerð er okkar lífæð. Þessi grein er ein okkar helsta gjaldeyristekjuleið og gjaldeyrir er það sem þjóðin þarf. Íslensk útgerð er ein fárra slíkra í heiminum sem rekin er án ríkisstyrkja, greiðir reyndar nú þegar tugu milljarða til ríkissjóðs í formi skatta. Þá eru ótalin þau verðmæti sem skapast umhverfis útgerðina og þeir skattar sem ríkissjóður fær af þeim. Þeir sem ekki skilja þessar einföldu staðreindir hafa einfaldlega ekki vit til að tjá sig um þessa atvinnugrein eða áhrif hennar fyrir þjóðfélagið. Sú staðreynd á vissulega við um vinstriflokkana.

Sú mýta að þeir sem vilja veg útgerðar í landinu sem bestann séu handbendi LÍÚ, er orðin frekar þreytt. Ekkert gæti komið stórútgerðinni betur en sú skattheimta sem fyrri ríkisstjórn ætlaði sér að setja. Það myndi auðvelda henni verulega að yfirtaka öll meðalstór og minni útgerðarfyrirtæki landsins.

Að vilja veg útgerðar í landinu sem bestann er einungis raunsæ hugsun. Öflug útgerð, án ríkisstyrkja, er gullegg okkar. Fjölbreytt útgerð, allt frá einyrkjanum sem rær á sinni trillu, til þeirra sem reka stórútgerð með nýtískulegustu togurum, er grunnur okkar lands. Því er svo mikilvægt að lækka þessa skattheimtu niður á það plan að fjölbreytni í útgerð geti verið sem mest.

 


mbl.is Holur hljómur í ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband