Óveruleg áhætta ?

Undanfarið hafa verið birtar fréttir af því að bankar séu aftur farnir að lána til hlutabréfakaupa. Þetta er í sjálfu sér nokkuð merkilegt, þar sem erfiðlega hefur gengið að fá lán úr þessum bönkum til ýmissa annara hluta, einkum ef um sprotafyrirtæki er að ræða. Bankarnir virðast lítt hafa lært af sögunni og telja uppblásin hlutabréf betri kost til að lána til, en uppbyggingu hins raunverulega atvinnulífs.

Svokallaðir "sérfræðingar í markaðsviðskipum á fjármálamarkaði" halda því fram að engin hætta sé á kerfishruni, að einungis 3% af markaðsvirði hlutabréfa sé fjármagnaður með lántöku. Þarna miða þeir auðvitað við markaðsvirði hlutabréfa, sem er í raun engin mælikvarði á raunveruleg verðmæti þeirra fyrirtækja sem að baki liggja. Sagan segir okkur að hlutabréfaverð getur fallið hratt og því gæti þessi prósentutala hækkað mikið á fáum dögum. Hlutfall hlutabréfa sem fjármögnuð var með lántöku var í sjálfu sér ekki há síðustu misserin fyrir bankahrunið og í raun fáir sem höfðu áhyggjur af því, enda markaðsvirði fyrirtækjanna hátt. Samt lentu flestir sem skulduðu tiltölulega lítið í sínum skuldabréfum miðað við markaðsvirði þeirra, í því að skuld þeirra varð á einni nóttu 100% yfir markaðsvirði.

Markaðsvirði hlutabréfa segir ekkert til um verðmæti þess fyrirtækis sem að baki liggur, er einungis mælikvarði á væntingar hlutabréfkaupenda. Það er því út í hött að miða við þann grunn þegar talað er um skuldsetningu hlutabréfakaupa. Það væri gaman að vita hvert hlutfall lántöku til hlutabréfakaupa er miðað við virði fyrirtækja áður en þau voru sett á markað, hin raunveruleg verðmæti fyrirtækja. Það er hinn eini sanni mælikvarði. Eftir stendur svo áhættan af gjaldþroti fyrirtækjanna, hún er alltaf til staðar.

Að bankar skuli nú vera farnir að lána til hlutabréfakaupa er í raun súrealískt, í ljósi þess að einungis eru tæp fimm ár frá hruni bankakerfisins, hruni sem að nokkru má skýra vegna óraunhæðrar markaðsmyndunar hlutabréfa. Með því að auðvelda fjármögnun hlutabréfakaupa, er verið markvisst að hækka verð þeirra, umfram raunverulegt virði þess sem að baki liggur. Þegar þetta er svo gert meðan markaður með hlutabréf er verulega takmarkaður, verður vandinn enn stærri. Það er í raun verið að blása í bóluna.

Í ljósi þess sem hér skeði haustið 2008 og í ljósi þeirrar miklu hækkunnar sem orðið hefur á hlutabréfum síðustu vikur, ætti öllum að vera ljóst að við erum komin á hála braut, aftur. Það er ljóst að þessi vettvangur er ofar skilningi Íslendinga, sérstaklega "fjármálasnillinganna". Því er spurning hvort ekki þurfi að setja hér lög sem banna lántöku til hlutabréfakaupa. Að enginn geti fjárfest á þeim markaði nema að sýna svart á hvítu að til þess er notað eigið fé. Jafnvel að menn verði að sanna að það fé hafi verið til á síðustu skattskýrslu. Eitthvað verður að gera áður en þessir íslensku "fjármálasnillingar" og "sérfræðingar í markaðsviðskiptum" setja landið aftur í þrot.

Við gátum tekist á við síðasta bankahrun, þó sárt hafi verið, þar sem þjóðinni hafði auðnast að hafa hér ábyrga stjórn í nærri áratug þar á undan, stjórn sem hafði afrekað að greiða upp allar erlendar skuldir ríkissjóðs. Í dag er ekki slíku að dreifa, eftir fjögurra ára ríkisstjórn afturhaldsins. Skuldastaða ríkisins varð vissulega mikil við hrun bankanna, en hefur hækkað verulega eftir það, í stað þes að lækka, enda alger stöðnun í atvinnuuppbyggingu. Því mun verða útilokað að vinna á öðru bankahruni.

"Óveruleg áhætta á kerfishruni" segja "sérfræðingarnir". Þeir voru ekki fáir "sérfræðingarnir" sem héldi sömu tölu, allt fram að hruni og sumir jafnvel lengur. Hættan er vissulega til staðar, hvort sem menn telja hana óverulega eða verulega. Einungis með því að fjármagan hlutabréfakaup með raunverulegu fjármagni, sem kaupandinn sannarlega á, er hægt að komast hjá áhættunni.

Það verður að segjast eins og er að "hin tæra vinstristjórn" skilur skemmtilega við sitt bú, eða hitt þó heldur. Ekki er að undra þó erlendir fjármálamenn hrósi stjórnvöldum. Bankakerfið hefur verið blásið upp, með því að mergsjúga almenning og hlutabréfamarkaðurinn blæs út sem blaðra. Þessir tveir þættir sem stæðstann hlut áttu á hruninu haustið 2008 hafa átt hug og hjörtu stjórnarliða, meðan almenningur er látinn blæða!

 


mbl.is Óveruleg lántaka til hlutabréfakaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eitt af mörgu sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

fólk upplifir að ekkert hafi breyst

"lykilstjórnendur"eru að fá kaupréttarsamninga

flókin eignarhaldsfélög fá "lán" með einungis hlutabréfaeign sem tryggingu

Bráðlega mun væntanlega Atorka verð kynnt aftur sem "vænlegur" fjárfestingarkostur fyrir einstaklinga sem óska eftir að tapa sparnaði sínum

Grímur (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband