12 á dag !!

Frá 1. janúar 2009 fram til 15. maí síðastliðinn, hafa 19.139 einstaklingar fengið á sig árangurslaust fjárnám. Þetta gerir að meðaltali 12 einstaklingar hvern einasta dag yfir þetta tímabil!

Það virðist vera sá misskilningur hjá mörgum að árangurslaust fjárnám sé sama og gjaldþrot. Svo er þó alls ekki. Við gjaldþrot er viðkomandi gerður eignarlaus og má ekki stofna til eigna í ákveðinn tíma frá gjaldþroti.

Við árangurslaust fjárnám hefur fjárnámsbeiðandi möguleika á að elta þann sem fyrir fjárnáminu varð, svo lengi sem hann vill og nánast um allan heim. Því fara bankar sjaldnast fram á gjaldþrot viðkomandi, enda með því að útiloka frekari innheimtur á viðkomandi einstakling.

Þetta sést best á því að meðan 19.139 einstaklingar hafa farið í árangurslaust fjárnám, hafa einungis 595 verið úrskurðaðir gjaldþrota. Þetta sýnir að bankarnir vilja alls ekki að viðkomandi fari í gjaldþrot, heldur halda þeim möguleika opnum að einhverntímann megi ná meira fé af þessum einstaklingum. Þannig setja bankarnir í raun viðkomandi einstakling í klemmu sem nánast er útilokað að komast út úr.

Auðvitað geta einstaklingar sjálfir óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þeir þurfa einfaldlega að leggja fram ósk um slíkt hjá sýslumanni og láta fylgja henni litlar 250.000 kr. Fyrir þann sem lendir í því að missa sína eign í fjárnám er sú upphæð sennilega hærri en við verður ráðið.

Það er ekki nóg með að þetta verklag bankanna sé skítugt og ósiðlegt, nánast vinnuaðferðir handrukkara, heldur skekkir þetta allar hagstærði. Það er í sjálfu sér ekkert stórmál þó rúmlega 11 einstaklingar verða gjaldþrota í hvejum mánuði, nema auðvitað fyrir þá sem fyrir því verða. Það eru einmitt þessar tölur sem eru fyrst og fremst skoðaðar. Fáir líta til þess að 365 einstaklingar lenda í árangurslausu fjárnámi í hverjum mánuði, þó það sé þó margfallt verra, þar sem þeir einstaklingar geta aldrei unnið sig upp aftur nema eiga von á að bankinn komi og hirði það af þeim. Þeir sem fóru í gjaldþrot vita hversu lengi þeir verða að bíða þar til hægt er að byrja upp á nýtt.

Auðvitað á árangurslaust fjárnám að leiða sjálfkrafa til gjaldþrots. Annað er einfaldlega fölsun og einungis til hagsbóta fyrir bankakerfið.

Það er hætt við að umræðan væri nokkuð önnur ef við værum að tala um að 12 einstaklingar færu í gjaldþrot á hverjum degi. Að gjaldþrot einstaklinga frá 1. janúr 2009 væru 19.139 í stað 595.

spyr.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Fínn pistill hjá þér.

Hérlendis er auðvitað alger fákeppni á fjármálamarkaði og skrifast það auðvitað á reikning stjórnmálastéttarinnar. Það er kallað crony capitalism þegar einhver hópur/hópar ná valdi á ríkisvaldinu og beita því fyrir sinn vagn.

Ég get ekki betur séð en fjármálastofnanir víða um heim stjórni stjórnmálamönnum, það sást greinilega með TARP í USA og einnig hérlendis þegar fjármálastofnunum líðst að krukka í fasteigna- og leiguverð með því að halda eignum af markaði og halda þar með verði uppi.

Hvað er sérstakur saksóknari að pæla, ef hverju er þetta ekki markaðsmisnotkun líkt og verið er að saka fyrrum bankamenn um að gera varðandi hlutbréf banka? Fattar embættið ekki neitt? Hvað með neytendasamtökin? Hvað með ASÍ sem öskrar úr sér lungun ef þeir fá ekki að fúska í matvöruverslunum? Hvað þarf til að þetta lið kveiki á perunni? Hvað eru stjórnmálamenn að pæla?

Ég er farinn að hafa enn meiri efasemdir um réttarkerfið hér og dómstóla en ég hafði og var þá ekki úr háum söðli að detta!

Helgi (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 17:44

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kvernig lánastofnanir haga sér varðandi þær eignir sem þær kroppa af fólki, er auðvitað alveg fatal.

Þetta er vissulega markaðsmisnotkun, samkeppnisbrot og að sjálfsögðu siðleysi. En allt er þetta gert til að halda uppi fasteignaverði og verði á leigumarkaði, enda fasteignaveðin einn stæðsti eignarhluti bankanna í bókhaldi.

Hér þarf að setja lög um að hver sú fasteign sem tekin er fjárnámi skuli sett á markað innan ákveðins tíma, t.d. þriggja mánaða. Þetta getur bæði verið sölumarkaður og leigumarkaður. Með þessu fengist fljótt raunverulegt verðmæti fasteigna og leigumarkaður ætti að lækka verulega.

Hitt er svo annað mál hvort slík lög myndu duga á bankakerfið. Það hefur sínt að það hlýtir ekki dómum Hæstaréttar og hví skyldi það fara að hlýta einhverjum lögum frá Alþingi?

Sérstakur og samkeppnisstofnun gætu hins vegar gripið strax inní. Sérstakur vegna ólögmætra viðskiptahátta og samkeppnisstofnun vegna brota á samkeppnislögum. ASÍ gæti líka látið heyra örlítið í sér, þ.e. ef Gylfi getur slitið sig smá stund frá ESB dýrkun sinni. Það væri mun markvissara af honum að tala um þetta mál, hann gæti t.d. virkjað hagfræðideild ASÍ til að reikna út hversu miklum ábata þetta myndi skila til leigutaka og hversu auðveldar væri fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð, ef þessi leið væri farin. Að tala um ónýta krónu og dýrð evrunnar gengur ekki í launafólk. Þá hafa flestir séð í gegnum þessa svokölluðu "dönsku leið" sem hann boðar, en þar er verðtryggingin einungis klædd í spariföt.

Gunnar Heiðarsson, 18.5.2013 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband