Ljótt orð yfir saklausann verknað

Það verður að segjast eins og er að eigandi og framkvæmdastjóri Hagvangs ber vart mikla virðingu fyrir sínum viðskiptavinum, þegar hún nefnir ákveðinn hluta þeirra "hausaveiðara". Þær athafnir sem hún nefnir svo óskemmtilegu orði hafa verið stundaðar alla tíð og munu verða stundaðar áfram.

Það geta legið ýmsar skýringar fyrir því að fólk vilji ekki opinbera að það sé að leyta sér að annari vinnu og það geta einnig legið ýmsar skýringar fyrir því að fyrirtæki vilji ekki opinbera að þau séu að leita sér að starfskrafti, sérstaklega ef um sérhæfð störf er að ræða. Því ætti þetta ekki að koma neinum á óvart.

Það sem kannski kemur á óvart í þessari frétt er að fyrirtæki og fólk skuli vera farin að nýta sér þjónustu "ráðningarfyrirtækja" í þessu sambandi. Það hefur oft skort á fagmennsku og heillindi þessara fyrirtækja, eins og reyndar þessi frétt ber með sér.

Þessi svokölluðu "ráðningarfyrirtæki" hafa ekki alltaf skilað verki sínu af fagmennsku. Mörg fyrirtæki, sem hafa reynt þessa "þjónustu" hafa hættt þeim viðskiptum og tekið sjálf yfir mannaráðningar. Það er enda farsælast fyrir fyrirtækin sjálf að meta hver umsækjandinn er hæfastur.

Leynd yfir atvinnuboðum og ráðningum hefur alla tíð verið þekkt. Ef atvinnurekandinn og starfsumsækjandinn vilja hafa hlutina með þeim hætti, er ekkert sem mælir gegn því.

 


mbl.is Hausaveiðar í íslensku atvinnulífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Hausaveiði" er bein og léleg þýðing úr ensku á fyrirbærinu "Headhunting". 

Merkingin er einfaldlega sú að fyrirtæki gerir starfsmanni annars fyrirtækis tilboð sem viðkomandi "getur ekki hafnað".  Viðkomandi starfsmaður er hvergi skráður í atvinnuleit svo þessi ráðningaraðferð hefur venjulega ekkert að gera með hefðbundnar ráðningarstofur. 

Þó er skiljanlegt að sum fyrirtæki vilji fá utanaðkomandi sem milligönguaðila - sérstaklega vegna þess að hausaveiðin er eins og hver önnur veiði; þótt beitunni sé kastað er ekki alltaf víst að bráðin taki. 

Kolbrún Hilmars, 5.5.2013 kl. 16:50

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samkvæmt viðtalinu við Katrínu er þetta gagnkvæmt, bæði fólk og fyrirtæki skrá sig hjá ráðningarfyrirtækjum í þessu skyni.

Það er líka vandséð hvernig ráðningarfyrirtæki geti aðstoðað atvinnurekandann við leit á slíku fólki, ef það er ekki á skrá hjá ráðningarstofunni.

Það er rétt hjá þér, orðið hausaveiðari er þýðing úr ensku. Verið getur að þetta ónefni sé notað erlendis í þessu skyni, en það er engin ástæða fyrir okkur að apa það eftir. Enda vandséð að þessi ráðningaraðferð kalli á eitthvað sérstakt orð.

Gunnar Heiðarsson, 5.5.2013 kl. 17:34

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta fyrirbæri "headhunting" er upphaflega tilkomið vegna þess að fyrirtæki vilja krækja í góða starfsmenn frá öðrum fyrirtækjum.  Ef launþeginn sjálfur skráir sig sem tiltækan einhvers staðar, þá er það ekki "headhunting".

Reyndar myndi ég kalla "headhunting" "hæfileikastuld" á íslensku.  Það er jú það sem málið snýst um.

Kolbrún Hilmars, 5.5.2013 kl. 18:29

4 identicon

Ný orð og hlutverk - hausaveiðara

aaa replica handbags (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband