Þjóðin hefur valið

Þjóðin valdi Ögmundur. Sigmundur gengur erinda kjósenda. Þetta er kannski framandi ykkur VG liðum.

En þjóðin valdi og hún valdi EKKI vinstriflokkana til stjórnarsetu. Það má vera að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem ríkti hér frá miðjum síðasta áratug síðustu aldar, fram til ársins 2007, hafi verið höll undir markaðs og gróðaöflin. Það varð þó lítil breyting til batnaðar á því sviði þegar jafnaðarmenn tóku við af Framsókn og enn minni breyting þegar vinstri flokkarnir náðu völdum. Síðasta kjörtímabil, sem vissulega er nær að líta til en fortíðina þar fyrir aftan, einkenndist af þjónkun stjórnvalda við fjármagnsöflin. Þjóðin var skilin eftir í sínum sárum.

Hvort Sigmundi tekst að breyta þessu á þessu kjörtímabili og setja þjóðin sjálfa í forgang, á eftir að koma í ljós. Það er engin efi að þjóðin valdi hann þó til þess verkefnis og hans að vinna úr því. Vinnubrögð fráfarandi stjórnarflokka gefa ekki beinlýnis tilefni til bjartsýni um heilindi og sættir. Önnur eins orrahríð milli stjórnarflokka og innan þeirra, eins og við urðum vitni að síðustu fjögur ár, er fátíð ef ekki einstæð. Endurnýjun þessa fólks sem þar deildi hefur verið lítil, þó kannski megi segja að skemmdustu eplin hafi yfirgefið sviðið.

Vissulega gæti komið upp sú staða að ekki tækist að mynda ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Þá hefur Sigmundur enn þann möguleika að reyna myndun ríkisstjórn þriggja flokka með vinstriflokkunum. Það er þó kostur sem þjóðin hefur hafnað og hætt við, miðað við fyriir sögu vinstriflokkanna, að sú ríkisstjórn verði skammvinn.

Kannski ástæður þess að meirihluti þjóðarinnar valdi Framsókn og Sjálfstæðisflokk hafi verið sú staðreynd að það tímabil sem þessir flokkar voru við völd var tímabil hagsældar og friðar á vinnumarkaði. Verðbólga var allan þennan tíma í sögulegu lágmarki og hagur allra landsmanna jókst.

Friður á vinnumarkaði er grunnur þess að þjóðfélagið fá eflst. Því á markmið hverrar ríkisstjórnar að vera að vinna slíkri sátt fylgi, með öllum tiltækum ráðum. Þetta brást hjá fráfarandi ríkisstjórn. Henni tókst að sameina atvinnurekendur og samtök launþega gegn sér, með margföldum svikum og orðhengilshætti, þegar verkefnið átti að vera að sameina þessa hópa með ríkisstjórninni og hennar störfum. Sem dæmi í þessum svikum má nefna orðhengilshátt ríkisstjórnarinnar um launabætur til þeirra sem verða að treysta á samfélagið til að lifa. Margt, margt fleira væri hægt að telja.

Það verður engin hagsæld til með ríkisafskiptum af atvinnurekstri, hvort sem þau afskipti eru í skattlagningu eða á öðrum ljótari sviðum, s.s. hótunum um eignarnám. Það mun aldrei verða hægt að stjórna jöfnuði með skattkerfinu, slík afskipti leiða alltaf til óréttis og sundrungar. Ástæðan er einföld, það er enginn mannlegur máttur sem getur metið hvar mörk ríkisdæmis og örbyggðar liggja.

Eina leiðin til hagsældar og jöfnuðar er í gegnum sjálfstæði einstaklingsins. Að það sé einstaklingurinn sem sjálfur skapi sína framtíð og örlög.

Þeir sem þurfa að búa við örorku, sjúkdóma eða elli, er sjálfstæði annara til athafna einnig grunnurinn. Þannig verða til fjármunir svo þjónusta og hjálp til þessara hópa geti orðið mannsæmandi. Virðing við þetta fólk byggir svo á því að gefa því kost á að leggja það af mörkum sem það telur sig geta, án þess að ríkið sé með afskipti af því í formi skerðinga bóta. Vinstri flokkarnir gengu framaf þjóðinni sumarið 2009, þegar hún réðst gegn þessum hópum. Þegar leiðréttingar á skerðingu launa þingmanna voru samþykkt af Alþingi, á met tíma, héldu flestir að sama myndi verða gert til handa þessum hópum sem minnst mega sín. Það var ekki gert og þeirra málefni lögð í nefnd, þar sem þau fengu að dúsa fram undir kosningar. Það þurfti að skoða málið. Leiðréttingin til þingmanna þurfti enga skoðun!

Þjóðin hefur valið Ögmundur. Aldrei þessu vant hafði þjóðin samanburð, ríkistjórn framfara og ríkisstjórn afturhalds. Þjóðin valdi ríkisstjórn framfara. Verkefni Sigmundar Davíðs er að koma slíkri ríkisstjórn til valda. Fáum er betur treystandi fyrir því verkefni.

 

 


mbl.is Valið „enn hægt að endurskoða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er aðeins vitnisburður um andlegann sjúkleika.

Mikilmensku-tendens eins og hjá öðrum vinstri tittum sem ekki meðtaka raunveruleikann samber Steingrímur, Björn Valur, Össur, Jóhanna. Að vísu hefur ekkert heyrst í Steingrími, sem er vitnisburður um að hann kann sennilega að skammast sín eftir allt saman, þessi líka hrokagikkurinn.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 09:34

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ögmundi og co í VG-ESB-kíkunni liggur svo mikið á að komast í verkamann-atvinnuleysið og neyðina í ESB, að borga á inngöngumiðann með lífi og heilsu almennings.

Þetta er staðreyndin sem allir sjá, sem standa fyrir utan fílabeinsturninn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2013 kl. 09:46

3 identicon

Anna !

Þarna hittiru naglann á höfuðið !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 09:56

4 identicon

er það ekki viss kaldhæðni að kenna sig við félagshyggju

en á sama tíma vinna gegn hagsmunum almennings með

skattaofsóknum, ótrúlegum afskriftum til fjárglæframanna

en engum afskriftum til heimila, atvinnustefnu sem

leiðir til fólksflótta til annarra landa osfrv. Kannski nær

þessi félagshyggja ekki út fyrir veggi Alþingis, hugsa

að almenningur hafi ekki orðið var við hana.

óli (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 10:14

5 identicon

Takk fyrir góðann pistil Gunnar .Sammála og sannarlega vona eg að þessi Stjórnarmyndun takist og engum treysti eg betur en Sigmundi og hef fekar trú á að þeir Bjarni og hann  ættu að geta átt gott samstarf ..En verum bjartsyn....Þó svartnættið hellist nu yfir vinstrið ...Getur nokkur gert i þvi ?..er það ekki eðli málsins samkvæmt þeirra eigin vandamál ..sem þeir kanski ættu að setja yfir og kryfja til mergjar ?

rhansen (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 12:03

6 identicon

Sigmundur rekur erindi kjósenda. Þannig er orðið erindreki myndað. Að ganga erinda (sinna) er allt annað! Kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 01:02

7 identicon

Sæll.

Undir lok pistils síns (skv. mbl fréttinni) gerir Ögmundur eiginlega lítið úr markaðs- og gróðaöflum. Það er nú samt þannig að ef menn ignorera þau er voðinn vís.

Ögmundur ætti kannski að upplýsa þjóðina hve mörg hundruð milljörðum vinstri stjórnin hefur bætt við skuldir okkar. Þetta þarf að borga. Svo er árangur vinstri stjórnarinnar þannig að ekki er hægt að taka mark á fyrrverandi stjórnarliðum.

Helgi (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband