ASÍ spyr eins og fávís ........

ASÍ þarf ekkert að fara í fjölmiðla til að leita svara við þeirri spurningu um hvað hafi orðið af gengisstyrkingunni. Þeir eiga bara að snúa sér til samherja sinna í samtökum verslunar og þjónustu.

Þessir samherjar ASÍ fluttu magnaðann málflutning fyrir kosningar um hversu mikið væri hægt að lækka vöruverð ef við gengjum í ESB, töluðu jafnvel um lækkun allt að 40% á sumum vörum og að matarkarfan gæti lækkað um a.m.k. 10%.

Nú þegar gengið styrkist og verð á innfluttum vörum ætti að lækka og stuðla þannig að lægri verðbólgu og minni hækkunnar höfuðstóls húsnæðislána, lætur þetta ágæta fólk sem myndar samtök verslunar og þjónustu ekki nægja að halda vöruverði föstu og láta sér þann hagnað nægja, heldur hleypur græðgin með þetta fólk og það hækkar vöruverð enn frekar!

Dettur einhverjum í hug að jafnvel þó tækist að ná einhverri lækkun á einhverjum vörum með samningum við erlend ríki eða ríkjasamtök, að það fólk sem myndar samtök verslunar og þjónustu muni láta þann hagnað framhjá sér fara?!

 


mbl.is ASÍ: Hvar er gengisstyrkingin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er auðvitað verðtryggingin sem viðheldur verðbólgunni, og skrúfar hana upp löngu eftir að undirliggjandi orsakir eru horfnar.

Verðtrygging er jólasveinahagfræði - bofs.blog.is 

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2013 kl. 16:15

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þú er að gleyma samkeppni - hér er engin samkeppni og verður ekki án esb eða öðru stærra hagkerfi

Rafn Guðmundsson, 29.4.2013 kl. 16:46

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Guðmundur, verðtrygging viðheldur verðbólgu.

Varðandi samkeppnina Rafn þá er hún vissulega til staðar. Það fyrirtæki sem mesta samkeppni á við fataverslun á Íslandi er verslunarkeðjan H&M. Þessi verslunarkeðja er með sín útibú í flestum löndum norður Evrópu og Norðurlandanna. Það er ekkert sem bannar þessari verslunarkeðju að setja upp verslanir hér á landi, en keðjan sér einfaldlega ekki ástæðu til þess meðan svo stór hluti Íslendinga sækir vöruna sjálfur til þeirra.

ESB mun engu breyta á þessu sviði.

Þá er hægt að skoða verslun með byggingavörur. Þegar Bauhaus kom til landsins höfðu margir miklar vonir um lækkanir á verði byggingavara. Fyrstu dagana voru verð þar lægri, en ekki leið á löngu áður en það var komið á sama grunn og hjá "samkeppnisverslununum". Þegar verð eru borin saman hjá Bauhaus við aðrar byggingavöruverslanir hér á landi kemur í ljós að heilt yfir eru verð á sama grunni. Í öllum þeirra er hægt að finna einstaka vöru sem er ódýrari en í hinum verslununum.

Staðreyndin er sú að Evrópskar verslanir geta komið hingað og sett upp verslanir ef þær vilja. EES samningurinn tryggir það og engin breyting mun verða við inngöngu í ESB á því sviði.

Það er einnig staðreynd að markaðurinn hér er svo lítill að þessar erlendu verslunarkeðjur sjá sér engann hagnað í að koma hingað. Því mun innganga í ESB ekki heldur breyta.

En blogg mitt var ekki um þessi mál, heldur þá staðreynd að þegar gengið styrkist og verð innfluttra vara ætti að lækka, þá hækkar það. Þetta kemur samkeppni ekkert við, er einfaldlega ásköpuð græðgi þeirra sem versla með vörur hér á landi. Og eitt er víst að græðgi verslunarinnar mun ekkert minnka þó við göngum í ESB.

Gunnar Heiðarsson, 29.4.2013 kl. 17:08

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt - þessar verslanir munu ekki koma hingar þótt við förum í esb. þar til íslendingar geta keypt vörur beint frá esb löndum (með eingöngu flutningsgjöldum) verður engin samkeppni hér. þannig er t.d. samkeppni frá H&M núna í dag.

Rafn Guðmundsson, 29.4.2013 kl. 19:18

5 identicon

Þann 1. febrúar komu til launahækkanir verslunarmanna og 1.mars komu til framkvæmda nýjar álögur í formi hærri vörugjalda á matvæli. Munu ASÍ, bloggheimur og aðrir sem halda að gengi sé það eina sem stjórnar verði vöru ætlast til þess að verslunin taki á sig þessar hækkanir sem og aðrar breytingar í rekstrarumhverfi verslunarinnar. Enda krafan sú að verslanir séu  reknar sem góðgerðarstofnanir fyrst bankarnir vilja það ekki.

Agnar (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 22:05

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Agnar, launahækkanir tóku gildi 1. febrúar. Verið getur að einhverjar hækkanir hafi orðið á vörugjöldum á matvæli 1. mars. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að vöruverð hefur hækkað meira en nemur þessum hækkunum, meðan gengi krónunnar hefur styrkst!

Þá réttlætir ekki hækkun vörugjalda á matvæli 2,5% hækkun á varahlutum.

Gunnar Heiðarsson, 30.4.2013 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband