Erlendar fréttastofur flytja ţćr fréttir sem ţeim eru fćrđar

Ekki man ég nákvćmlega hvenćr Árni Páll hćtti međ ţennan frasa um ađ Framsókn og Sjálfstćđisflokkur hefđu ekkert umbođ frá ţjóđinni, en lengi fram eftir nóttu hélt hann ţessu fram, jafnvel eftir ađ ljóst var ađ ţessir flokkar fengju yfir 50% atkvćđa. En ţađ skiptir ekki megin máli, hann lét ţessi orđ falla og ţau eru ţví eftir honum höfđ.

Ţegar erlendir fréttamiđlar leita sér frétta hér á landi eru ţeir sjaldnast međ hóp fréttamanna hér á landi og útilokađ fyrir ţá ađ setja sig inní málin af einhverju viti. Ţví leita ţeir til annara fréttastofnanna sem eru hér á landi og leita til valdra álitsgjafa. Ţá kemur auđvitađ fréttastofa ríkissins fyrst til greina, enda á hún ađ vera hlutlaus og frá henni fá ţeir ábendingar um hverjir álitsgjafar séu bestir. Út frá ţessum upplýsingum senda ţeir síđan sínar fréttir til heimalands síns.

En ţarna er eitt sem skekkir myndina og er kannski skýring ţeirra undrafrétta sem okkur hafa borist frá erlendum fréttamiđlum. Fréttastofa ríkissins er enn í bullandi kosningabaráttu, er ekki enn búin ađ sćtta sig viđ ađ hún tapađi í ţessum kosningum.

Ţví eru fréttir í erlendum fréttamiđlum litađar ţessu, ţćr enduróma pólitíska skođun fréttastofu RUV og álitsgjafarnir sem leitađ er til eru sömu pólitísku kennararnir og fréttastofa RUV leitar til. Ekki hafa erlendar fréttastofur veriđ ađ gera víđreysnt um landiđ og tala viđ kjósendur. Ekki hafa erlendar fréttastofur veriđ ađ kynna sér ţann vanda sem ţjóđin hefur ţurft ađ búa viđ. Ekki hefa erlendar fréttastofur reynt ađ leita frétta á ţví hvers vegna ţjóđin gaf ríkisstjórninni reisupassann.

Ţađ er allt sem frá fréttastofu RUV og sérlegum ráđgjöfum hennar tekiđ sem heilögum sannleik og síđan hneykslast á ţjóđinni. Ef allt vćri svo gott hér á landi sem erlendar fréttastofur halda fram, vćri ljóst ađ kosningarnar hefđu fariđ á annan veg.

En ţáttur fréttastofu RUV er meiri en ţađ eitt ađ mata erlendar fréttastofur af sínum pólitíska áróđri. Í speglinum í gćrkvöldi náđi fréttamađur RUV í Lundúnum sér upp á nýtt og áđur óţekkt plan í ruglinu og áróđrinum. Auđvitađ bar hún erlendar frétastofur fyrir sig í sínum málflutningi, en hversu mikiđ af ţeim "sannleik" sem ţessar erlendu fréttastofur fluttu, skildu hafa komiđ einmitt frá ţessum sama fréttamanni RUV, í ţeirra hendur.

Ţađ var sorglegt ađ horfa uppá hvernig fréttastofa RUV hagađi sér í kosningabaráttunni, enn sorglegra er ađ horfa uppá ađ starfsmenn ţessarar stofnunar skuli ekki geta sćtt sig viđ lýđrćđislega niđurstöđu ţjóđarinnar.

Árni Páll og reyndar allir ţeir sem létu einhver orđ falla gegn ţeim tveim flokkum sem ţjóđin treystir best, mega ţví búast ađ heyra fréttir frá erlendum fjölmiđlum, ţar sem vitnađ verđur í ţeirra orđ. Hvort ţau ummćli verđa í einhverju samhengi viđ raunveruleikann mun ráđast af fréttastofu RUV og međan starfsmenn ţeirrar stofnunar sćtta sig ekki viđ vilja ţjóđarinnar, má búast viđ ýmsu.

 


mbl.is Kannast ekki viđ viđtal viđ BBC
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband