Icesave, landsfundur eða einfaldlega kjarkleysi ?

Sjálfstæðismenn hamast nú við að kenna icesave dómnum um sitt tap í stað landsfundar. Það má vera að sá dómur spili stóra rullu inn í tap flokks þeirra, en það var þó tækifæri og staður til að taka á því máli, sjálfur landsfundurinn!

Ekki hvarflaði að nokkrum þeirra þingmanna sem samþykktu icesave III að stíga í pontu á landsfundinum og byðja þjóðina afsökunar á dómgreyndabresti sínum í því máli. Ekki var skipuð nefnd til að fara yfir gerðir þessara þingmanna og ræða þær síðan á landsfundinum. Ekki mátti nefna þetta mál á þeim fundi.

Því er deginum ljósara að ástæðu taps Sjálfstæðisflokks er að finna á landsfundi, hver svo sem efnisleg ástæða er. Það var lag að rétta þessa hugsanaskekkju eða dómgreindarleysi af á landsfundi. Það var ekki gert.

Þó er líklegra að skýring á tapi flokksins séu aðrar og einfaldari og þeirra er einnig að leyta á landsfundi. Hvernig þingmannaforustan og flokkseigendafélagið tók á tillögum efnahags og viðskiptanefndar fundarins um lausn á vanda heimila, var með þeim hætti að kjósendur misstu sitt traust á flokknum. 

Þegar það bættist við áhugaleysi við að viðurkenna mistökin í icesave málinu, formaður sem hefur lítið traust og fordæmalaus skrif manna sem teljast til flokkseigendaklíkunnar í blöð, fyrst eftir fundinn, þar sem ýmsar samþykktir hans voru gagnrýndar og þegar svo ofaná það allt bætist að bæði formaður og varaformaður fóru að taka undir þær gagnrýnisraddir og með því efast um samþykktir landsfundar, var ljóst að flokkurinn stóð frammi fyrir miklum vanda. Allan þennan vanda má rekja til landsfundar.

Það sem er merkilegt við þessa frétt er þó ummæli varaformanns Sjálfstæðisflokks um að hún meti það sem svo að meiri líkur séu til að mynduð verði vinstristjórn í landinu.

Hvort hún er þar að biðla til vinstriflokkanna, eða að segja að flokkur hennar muni ekki taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, skal ósagt látið, enda skiptir það í sjálfu sér litlu máli.

Hvor skýringin sem er, lýsir kjarkleysi og uppgjöf. Slík viðhorf, tveim vikum fyrir kosningar, auka ekki trú fólks á þeim sem flokkinn leiða!

 


mbl.is Meiri líkur á vinstristjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tveir síðustu landsfundir mislukkuðust að mati stórs hluta landsbyggðar kjósenda flokksins.  Yfirgangs lið sem ekki nennir að hlusta á kjósendur flokksins hélt þar völdum og landsbyggðar kjósendur fóru heim með krókinn í rassinum.  En stoltir sýnglaðir og ískaldir fögnuðu glæstum sigrum með armliftum.

Þá er það sagt en ekki allt.  

Hrólfur Þ Hraundal, 12.4.2013 kl. 20:05

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er margt til í því Hrólfur, að landsfundir Sjálfstæðisflokks hafa ekki verið nýttir á réttan hátt. Endurskoðun fortíðar hefur skort.

En vandinn nú er þó ekki af þeim sökum, heldur er hann að mestu leiti innanflokks. Öfl innan flokksins hafa verið að grafa undan samþykktum síðasta landsfundar, á opinberum vettvangi. Slíkt gerir fólk ekki á kosningavetri. 

Þá hefur andstaðan gegn formanninum færst að öllu leyti frá andstæðingum flokksins og inn í flokkinn sjálfann. Það er auðvelt að berjast við andstæðinga sína, en nánast útilokað að verjast árásum samherja.

Þetta er eitt af því sem þjóðin hefur þurft að horfa uppá frá síðasta landsfundi, auk þeirrar skelfingar sem kom upp á þeim fundi, þegar heimilum landsins var afneitað.

Það skelfilegasta við þetta er að líklega mun kjarkur forystu flokksins þrjóta eftir kosningar svo Framsókn verði að neyðast til ríkisstjórnarsamstarfs við vinstri afturhaldsöflin. Það er stjórn sem ekki er beinlýnis glæsilegur kostur fyrir þjóðina. Fjögur ár afturhalds og skattpíningar er meir en nóg!!

Gunnar Heiðarsson, 12.4.2013 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband