Aðrir flokkar staðfesta stefnu Framsóknar

Það er orðið ljóst að sú stefna sem Framsókn byggir á, hefur nú verið staðfest möguleg af öðrum flokkum.

Stefnan byggir fyrst og fremst á því að ná fé út úr uppgjörinu við vogunarsjóðina, sem hafa eignarhald á langstæðstum hlut krafna í föllnu bankanna og eiga þar í gegn stæðstann hlut í tveim af þrem stæðstu bönkum landsins. Þetta fjármagn hefur gengið undir heitinu "snjóhengjan".

Allir flokkar hafa gert sér grein fyrir að þetta uppgjör fer ekki fram nema með töluverðum aflætti frá kröfuhöfum, að landið hafi einfaldlega ekki getu til að ljúka málinu nema með slíkum afslætti. Líklegt er að vogunnarsjóðirnir hafi gert sér grein fyrir þessu allt frá því keyptu þessar kröfur, á hrakvirði.

Það að allir flokkar hafa nú gert sér grein fyrir þessari staðreynd er vissulega gott og gefur von um betri framtíð. En það segir líka að aðrir flokkar hafa þá samþykkt að stefna Framsóknar gengur upp.

Það er því ekki lengur um það deilt hvort þessi stefna er framkvæmaleg, ekki lengur deilt um að afsláttur vogunnarsjóðanna verður að koma til svo þeir getir einhvern pening fengið út úr þeirri fjárfestingu sem þeir lögðu i, þegar þeir keyptu kröfurnar.

Eina deilumálið er hvernig þessir fjármuni skuli notaðir. Þar virðist Framsóknarflokkur einn hafa heildstæða stefnu og spurning hvenar aðrir flokkar staðfesta hana líka. Að vísu hafa sum framboðin talað um að nota þetta fé til að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs og er það í sjálfu sér ágætis stefna. 

Með því að gera slíkt má vissulega lækka vaxtabyrgði ríkissjóðs, til skamms tíma. En það er engin varanleg lausn og hætt við að vaxtabyrgðin nái fljótt aftur sömu hæðum og jafnvel meira. Þá er ljóst að hver króna sem notuð er til slíks brúks mun yfirgefa hagkerfi okkar og má það vart við meiru á því sviði. Erlendar skuldir verður að greiða með tekjum okkar erlendis, gjaldeyristekjum. Þær tekjur aukast einungis ef hagkerfið fær að blómstra. Og hagkerfið getur ekki blómstrað ef heimilin, þjóðin, er í höftum.

Því þarf fyrst og fremst að styrkja grunnstoð þjóðfélagsins, sjálfa þjóðina, fólkið í landinu. Það verður einungis gert með leiðréttingu stökkbreyttra lána og afnámi verðtryggingar, auk auðvitað endurskoðunnar á þeirri gengdarlausu skattheimtu sem núverandi stjórnvöld hafa innleitt.

Þarna er Framsóknarflokkur einn á báti, þeirra flokka sem eiga möguleika á að ná fólki á þing.

En það er von. Fyrir örfáum dögum töluðu allir andstæðingar Framsóknarflokks um að stefna flokksins væri óraunhæf og ekki fær. Nú hafa öll framboð áttað sig á að þessi stefna er ekki einungis fær, heldur er sú aðferð sem hún byggir á bráð nauðsynleg okkur sem fullvalda þjóð. Því er bara að bíða þess að önnur framboð átti sig á að það er jafn nauðsynlegt okkur sem fullvalda þjóð, að þessum fjármunum skuli skipt á þann hátt sem Framsókn boðar.

Þá getur þjóðin farið að horfa bjartsýn fram á veg!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband