Nauðarsölur farnar að skila sér

Fjöldi þeirra heimila sem er í vanskilum við bankanna stendur í stað milli áranna 2011 og 2012. Þetta er í fyrsta sinn frá hruni sem þessi tala hækkar ekki.

Greiningardeild Íslandsbanka túlkar þetta sem svo að skuldaleiðrétingar séu farnar að skila sér. Er ekki líklegra að nauðungarsölur séu farnar að skila sér? Eftir að fjölskyldu hefur verið hennt út úr húsi sínu og gerð gjaldþrota, er hún ekki lengur í vanskilum með húsnæðislánið!

En hversu stór er þessu vandi í raun? 10% fjölskyldna landsins gerir 12.400 fjölskyldur. Á bak við þessar 12.400 fjölskyldur eru 29.760 einstaklingar, samkvæmt forsendum Hagstofunnar. Þetta er stór vandi!

En það er þó ekki þessi vandi sem að þjóðinni stafar. Þetta er vissulega vandi þess fólks sem í honum er, en ógnar ekki framtíð þjóðarinnar sem slíkrar. Bankarnir myndu sjálfsagt lifa af þó þeir yrðu að taka eigurnar af þessum hóp og senda hann á götuna. Það er hinn hópurinn, sem er miklu stærri og telst ekki með í rannsóknum Hagstofunnar. Sá hópur fólks sem hefur hingað til getað staðið í skilum með því að nýta sinn séreignasparnað og þær krónur sem það átti á bankabók. Þetta er fólkið sem fór varlega fyrir hrun, tók íslensk lán og veðsettu sína eign hóflega. Þetta fólk hefur nú tapað sínum hluta af eigninni til bankans, er búið að klára allann sinn sparnað til að geta staðið í skilum og er komið á krossgötur. Þetta fólk sem hingað til hefur getað staðið við sínar skuldbindingar, þarf nú að taka þá afdrifaríku ákvörðun hvort halda eigi áfram að borga bankanum sem hefur allt hirt af því, eða að kaupa mat fyrir börnin sín. Það er augljóst hvert valið verður.

Þegar þessi hópur bætist við þann fjölda sem þegar er kominn í vanskil, er ljóst að vandinn verður stærri en bankarnir ráða við. Sá vandi er virkilega ógn við tilveru okkar sem þjóð!

Að loknum kosningum mun þetta fólk hlusta vandlega og fylgjsat vel með athöfnum nýrrar ríkisstjórnar. Ef í ljós kemur að ekkert eigi að gera af viti til hjálpar, mun þessi stóri hópur fólks lenda í næstu mælingu Hagstofunnar, sem heimili sem ekki geta staðið í skilum. Þá er víst að talan verður ekki 10%, heldur mun hærri. Jafnvel þó bankarnir slái vel í uppboðsklárinn!

 


mbl.is Skuldaleiðréttingar að skila sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

MBL þykir mikill sigur heimilana að 5300 fleirri ná endum saman ?

Og hvergi er útskýrt hvernig Hagstofan kemst að þessu ;

"Hagstofunnar sem birt var í morgun. Í fyrra áttu 63.500 heimili auðvelt með að ná endum saman í heimilisrekstri sínum samanborið við 58.800 árinu áður."

Hins vegar skrifar sama hagstofa ;

"Hlutfall þeirra heimila sem eru í vanskilum með húsnæðislán sín eða leigu stóð í stað"

Ekki er ástandið að batna, þegar það stendur í stað !

Guðrún (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 08:45

2 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Mbl er aðeins að taka saman texta frá greiningadeild Íslandsbanka sem reynir að horfa hressa þjóðina við með jákvæðum fréttum. Hvort rétt sé af Íslandsbanka að setja þessar tölur svona fram veit ég ekki. Ljóst er að þeir taka tölur úr Hagtíðindum sem Hagstofan gefur út. Allt kórrétt en .. Í raun og veru þarf miklar pælingar til að taka saman stöðuna og finna út úr því hvers vegna fleiri heimili eiga auðvelt með að ná endum saman. Í Hagtíðindum kemur fram að staða einstæðra foreldra er herfileg. sjá: https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=14985

Jörundur Þórðarson, 7.4.2013 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband