150.000 sálir sem vart ná endum saman !! Eitthundrað og fimmtíu þúsund !!

Það er nú með þessa rannsókn Hagstofunnar sem svo margt annað, að hún er dálítið ruglingsleg. Það er eiginlega merkilegt hvað hægt er að flækja einfalda hluti.

Fyrir það fyrsta segir að allt að 80% landsmanna hafi það bara ágætt, en á hinn bóginn er rétt um helmingur þjóðarinnar sem berst við að ná endum saman. Frekar ruglingslegt, ekki satt.

En hvað um það. Kjörskrá fyrir kosningarnar í vor hefur ekki enn verið gerð opinber, þannig að ekki er alveg ljóst hversu margir eiga rétt á því að ganga í kjörklefa í vor. Því er næst að taka þann fjölda sem hafði kosningarétt í þjóðaratkvæðagreiðslunni, síðasta haust. Á kjörskrá þá voru 236.903 og líklegt að svipaður fjöldi verði nú.

Nú er það svo að flestir ef ekki allir eru í einhverskonar fjölskyldu. Hvort fjölskyldur landsins eru helmingur þessa fjölda er auðvitað erfitt að segja til um, en ekki ólíklegt að svo sé. Reyndar gerir Hagstofan ráð fyrir að fjölskyldur landsins telji 123.900 í sinni skýrslu, þ.e. um 1,91  kjörgengur í hverri fjölskyldu.

Þá er loks hægt að leika sér að tölum. Segjum að 20% heimila landsins sé í vanda. Það gera 24.780 heimili sinnum 1,91, eða um 47.330 atkvæði. Ef við tökum hina töluna, 48,2% þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman, lítur dæmið öðru vísi út. Þá er fjöldi heimila í vanda kominn upp í 59.720, eða 114.065 kjósendur!

Það eru því 114.065 kjósendur sem berjast við það um hver mánaðarmót að láta enda ná saman! Þá eru ótalin börn þessara einstaklinga, en samkvæmt forsendum Hagstofunnar má áætla að sá fjöldi geti verið rétt um 36.000 einstaklingar. Því má áætla að að fjöldi þeirra sem búa við það hlutskipti hér á landi, að ná vart saman endum við hver mánaðarmót sé um 150.000 sálir!!

Skildi einhvern undra þó kjósendur flykki sér að baki þeim eina stjórnmálaflokk sem hefur sýnt einörðustu afstöðu til lausnar vanda þessa fólks, allt frá því bankarnir féllu!

 


mbl.is 48,2% ná vart endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú fylli ég og mín fjölskylda þann 48,2% hóp heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman. Þann hóp 36% heimila sem gátu ekki mætt óvæntum útgjöldum að upphæð 157 þúsund með þeim leiðum sem þau venjulega nýta til að standa undir útgjöldum. Og við erum meðal þeirra 10,1% heimila sem höfðu lent í vanskilum með húsnæðislán undanfarna 12 mánuði.

Samt eru tvær utanlandsferðir, allar sjónvarpsstöðvar, gott internet og allir með síma, þrír bílar og hús með bílskúr meðal þess sem við leyfum okkur.

Þannig að það má segja að við séum hluti af þeim 80% landsmanna sem hafi það bara ágætt, þó við berjumst við að láta enda ná saman....endilega borgaðu svolítið hærri skatta svo ríkið geti komið okkur til aðstoðar.

Angantýr (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 14:03

2 identicon

Angantýr : Ef þið eigið einbýlishús með bílskúr, þrjá bíla, alalr sjónvarpsstöðvar, gott internet og *tvær* utanlandsferðir þá má eiginlega segja að þið ættuð að skammast ykkar fyrir að tala um að þið náið vart endum saman. Þetta segi ég, einstaklingur sem leyfi mér varla neitt, fór síðast til útlanda fyrir sex árum, berst við að halda bíldruslu gangandi og á varla fyrir mat. Ég er hluti af þessum 48.2%, ekki þú.

 Seríuslí. slepptu öllum sjónvarpsstöðvunum og fáðu þér svona úrvalspakka, losaði þig við einn bílinn og slepptu einni utanlandsferð á ári og þá áttu pottþétt meira en gott með að "ná endum saman"

kristinn (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 14:09

3 identicon

Héldu menn kannski að afglöp Dabba og Dóra mundu ekki kosta samfélagið neitt?

Að þeirra hálfvita stjórnsýsla í áraraðir væri bara eins og smávegis umferðar brot, brotnar rúður og hundaskítur á gangstéttum?

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 14:23

4 identicon

Kristinn, málið er að það segir ekkert um fjárhagsstöðu hvort það er erfitt eða ekki að láta enda ná saman. Ég er hluti af þessum 48.2% sem eiga erfitt með að ná endum saman. Það er einföld staðreynd þó ég hafi það margfalt betra en þú. Ég þarf ekkert að sleppa öllum sjónvarpsstöðvunum og fá mér svona úrvalspakka, losa mig við einn bílinn og sleppa einni utanlandsferð á ári, því ég næ endum saman þó það sé ekki auðvelt. Því ætti ég að vilja eiga pottþétt meira en gott með að ná endum saman ef það kostar einhverjar fórnir? Eða eins og innprentað er á sál Íslendinga; Glataður er geymdur eyrir.

Angantýr (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 15:32

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þeir sem geta leyft sér tvær utanlandsferðir á ári, hafa allar sjónvarpsstöðvar og eiga þrjá bíla, geta ekki talist meðal þeirra 48,2% sem eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Slíkt fólk á einfaldlega erfitt með að lifa, svona yfirleitt. Það er í eilífri leit að einhverju sem hægt að kaupa fyrir peninga, eru þrælar Mammons.

Þeir sem eru meðal þeirra 48,2% þjóðarinnar sem eiga erfitt með að ná endum saman eru aftur það fólk sem virkilega er illa statt. Þetta fólk ferðast ekki erlindis. Það hugsar fyrst um að fæða afkvæmi sín, síðan bankana svo það haldi þaki yfir þessi afkvæmi sín. Svo einfallt er það.

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2013 kl. 15:35

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sá sem getur leyft sér tvær utanlandsferðir á ári er fjarri því að teljast í vanda með að ná endum saman við hver mánaðarmót. Ef slíkur einstaklingur er í vanda er það vegna þess að hann kann ekki að fara með peninga, eða heldur að Mammon sé máttur alls.

Þeir sem teljast til þessara 48,2% sem eiga erfitt með að ná endum saman, ferðast ekki til útlanada. Þetta fólk hugsar um það fyrst að kaupa mat fyrir afkvæmi sín, síðan að fóðra bankann svo það hafi þak yfir sín afkvæmi. Annað er ekki hægt að leifa sér.

Ef upp koma óvænt atvik, er ekki annað í boði en að svelta annað hvort bankann eða börnin. Flestir taka börnin fram yfir bankann.

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2013 kl. 17:00

7 identicon

Niðurstaða könnunarinnar var svipuð og árið 2004, en þá voru engir sjálfskipaðir túlkendur kannana að væla um lausnir á einhverjum vanda. Skrítið.

Þeir sem teljast til þessara 48,2% sem eiga erfitt með að ná endum saman eru einfaldlega þeir sem eiga erfitt með að ná endum saman. Hvort sem þeir eru eignalausir, atvinnulausir eða fólk í fullri vinnu með góðar tekjur en mikil útgjöld. Við "Þrælar Mammons" vorum líka spurðir og áttum að svara.

Þetta var lífstílsrannsókn og minn lífstíll, og margra fleiri, gerir okkur erfitt með að ná endum saman. Um það var spurt. Tekjur, frístundaiðja og eignastaða var ekki hluti af jöfnunni. 

Angantýr (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband