Umræðan farin að verða svolítið fyndin

Nú róa flestir flokkar lífróður og fulltrúar þeirra, hvort sem um frambjóðendur er að ræða eða sérlega fulltrúa þeirra, keppast við að koma fram með tillögur. Það fyndna við þetta er þó að efnislega eru þetta sömu tillögur og Framsóknarflokkur hefur lagt fram, einungis fundin ný orð yfir þær.

Í stað þess að afnema verðtryggingu er talað um að taka upp "aðeins-vaxta" lán og í stað þess að leiðrétta stökkbreytingu lána er talað um að útrýma "Íslandslánum". Inn í þessa umræðu spilar svo gamla konungsveldið.

Þetta lýsir kannski því öngstræti sem íslensk pólitík er föst í. Góð hugmynd er fráleit, af þeirri einföldu ástæðu að hún kemur frá röngum flokk. Þegar svo stjórnmálamenn átta sig á því að engin önnur leið er til sem er betri, er þessari hugmynd stolið og sett á hana nýtt nafn. Þannig halda þessir blessaðir menn að þeir geti eignað sér einhvern heiður og náð atkvæðum!

Fyrir mér skiptir engu máli hvað hlutirnir heita, ef niðurstaðan er sú sama. Engu að síður treysti ég þeim best sem hafa talað fyrir þessari leið síðastliðin fjögur ár, en þeim sem eru nú að taka hana upp með nýju nafni, korteri fyrir kosningar, þegar þeir átta sig á að þeir hafa tapað öllu fylgi.

Best væri auðvitað að sá flokkur sem hefur talað fyrir nauðsyn þess að leiðrétta hlut almennings, allt frá hruni, fái hreinan meirihluta. Þetta er þó óraunhæf ósk. Því ber að fagna því að fleiri flokkar skuli nú loks vera farnir að átta sig. Það auðveldar stjórnarmyndun að loknum næstu kosningum, þá verður auðveldara að fá aðra flokka til að taka þátt í lausninni, jafnvel þó einhver nýyrði verði valin á það verkefni.

Mestu skiptir að leysa þennan vanda. Að öðrum kosti þurfum við ekkert að vera að spá í hlutina hér, jafnvel ekki einu sinni alþingiskosningar. Það er ekki víst að slíkur lúxus standi þjóðinni til boða, ef ekkert verður að gert til lausnar þessa vanda.

 


mbl.is Leggur til „aðeins-vaxta“ lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband