Galdralausn evrunnar - Hégómastjórnin

Þröngsýni ESB sinna er einstök. Þeir sjá öll vandamál leysast við aðild og upptöku evrunnar. Þetta er þeirra galdralausn.

Það er spurning hvað fólk sem haldið er slíkri þröngsýni er að gera á Alþingi. Þeir sem sjá heiminn gegnum rör hafa lítið erindi á löggjafasamkomi þjóða. 

En hversu nauðsynlegt er fyrir þjóðina að ganga í ESB? Hvað græðum við á þeirri inngöngu?

Aðildarsinnar segja allt og nefna helsstu dægumál hverju sinni. Það er sama hverju er bryddað á, alltaf sjá aðildarsinnar lausnina í aðild og evru. Getur virkileg verið að þetta sé svona? Að öll heimsinsvandræði sem á okkur dynur verði leyst með því einu að ganga í ESB og taka upp evru? Hvernig stendur á því að nærri þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar sjái þá ekki ljósið?

Getur það hugsast að það sé vegna þess að það skoðar þetta mál með víðari sýn er aðildarsinnar?

Getur hugsast að þeir sem á móti aðild lesi fréttir utanúr heimi meira en aðildarsinnar?

Er hugsanlegt að svo stór fjöldi þjóðarinnar vill ekki aðild, vegna þess að þeir horfa upp á hörmungar þær sem nú dynja á þeim löndum sem eru innan "dýrðarinnar"?

Er hugsanlegt að allt það atvinnuleysi sem hrjáir flest lönd evrunnar hræði?

Er hugsanlegt að fólk sé ekki tilbúið að kaupa dýrð evrunnar, sjáandi að Kýpur hefur nú tapað sínu fjármálafullveldi, eftir fjögur ár með evru? Það sem Tyrkjum tókst ekki með áratuga hervaldi, tókst evrunni á einungis fjórum árum!

Er hugsanlegt að fólk sé ekki tilbúið að leggjast undir það vald sem stjórnar ESB, peningavaldið. Sérstaklega þegar upplýst er að "aðstoðin" til Kýpur er ekki tilkomin til að hjálpa þeirri þjóð, hún er of lítil fyrir slíka aðstoð, heldur er þessi "hjálp" tilkomin vegna ótta þríeykisins um að fall kýpverskra banka gæti ógnað tilveru evrunnar. Getur verið að við Íslendingar óttumst þetta fjármálabákn, sérstaklega þar sem við erum einungis einn þriðji af hausatölu Kýpur. Það er erfitt að trúa því að við verðum meira metin ínn á kontórum ESB þegar vandi steðjar að.

Þá eru margir Íslendingar sem muna þorskastríðin. Þeim þykir sennilega sárt að sjá að sú barátta hafi verið til lítils, þegar stjórn yfir okkar landhelgi færist til Brussel.

Össur sér ekki neina lausn aðra en aðild og evru. Það er skelfilegt að vera með slíkann mann sem talsmann þjóðarinnar á erlendri grund.

En Össur sá heldur enga aðra lausn en að gangast að ólögmætum kröfum Breta og Hollendinga, vorið 2009. Það var sama hversu margir reyndu að tala um fyrir manninum, hann hafði ekki þá víðsýni yfir að bera að getað áttað sig. Kannski vegna tengsla þessara krafna við aðildarumsóknina. Það var ekki fyrr en þjóðin hafði hafnað þessum ólögmætu kröfum tvisvar og ESA farið í mál við þjóðina, sem honum snerist hugur. Sem betur fer fór eftirlitsstofnunin með þetta mál fyrir dómstóla, annars er hætt við að við værum nú að ganga til atkvæða um icesave IV eða V.

Það er engin galdralausn til, allra síst af hálfu ESB. Verið getur að Stebbi Fúle hafið lofað einhverri aðstoð til að afnema gjaldeyrishöftin, enda til lítils að "semja" við okkur ef þeim er ekki aflétt. En slík aðstoð mun kosta. Það er engin hætta á að ESB eða einhver ríki innan þess taki þennan kostnað á sig. Ísland mun alltaf þurfa að blæða til að þeim verði aflétt. Hvort það er í gegnum eitthvað lán frá ESB eða ES, eða hvort við reynum að vinna okkur út úr þessum vanda. Það hefur þó alltaf verið affararsælast að vinna sig út úr hverjum vanda, lántaka til að leysa hann er ekkert annað en frestun. Það tekur auðvitað lengri tíma að vinna sig útúr vandræðum, en þau eru þó að baki þegar þeirri vinnu er lokið.

Sem betur fer eru kosningar í vor. Því miður virðast skoðanakannanir ekki gefa mikla bjartsýni. Líkur á ríkisstjórn með Samfylkingu og Bjartri framtíð eru miklar. Þar kemur til hégómagirnd formanns Sjálfstæðisflokks. Honum hugnast ekki að ganga til stjórnarsamstarfs með flokki sem er nærri jafn stór hanns flokki og hefur gefið opinberlega út að frekari fylgisaukning Framsóknarflokks dragi úr líkum á samtarfi við þann flokk.

Samfylking og Björt framtíð leggja báðir ofurkapp á áframhald aðildarviðræðna. Því er það sá þeirra, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem tilbúinn er til þess, sem mun hneppa hnossið og fá að starfa með Össur og Co. 

Báðir hafa þessir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, skýr fyrirmæli frá sínu baklandi um hvað þeim beri að gera í sambandi við aðildarviðræðurnar. Þessi fyrirmæli eru skýr, það skal draga umsóknina til baka og leita samþykkis þjóðarinnar fyrir frekara áframhaldi á þeirri vegferð.

Því verður annar þessara flokka að svíkja sitt bakland eftir kosningar. Það ætti ekki að vefjast fyrir kjósendum hvor flokkurinn er líklegri til þess. Þar nægir að skoða orð og athafnir formanna þessara tveggja flokka, á þesu kjörtímabili, auk þess að lesa skrif í blöðum sem koma frá "mikilsmetnum" mönnum innan þessara tveggja flokka!

Því er ljóst að næsta ríkisstjórn mun verða Sjálfstæðisflokkkur, Samfylking og Björt framtíð. Aðildarferlinu verður haldið áfram og heimili landsins munu svelta í hel.

Eina leiðin til að komast hjá þessu er að fylgi Framsóknar aukist enn meira, hellst svo að flokkurinn nái hreinum meirihluta. Þetta er auðvitað mikil bjartsýni og nánast útilokað að það takist. En þetta er eina leiðin, eftir að Bjarni Ben hafnaði samstarfi við Framsóknarflokk!

Galdralausn evrunnar er ekki til. Þjóðin verður að vinna sig sjálf út úr þeim vanda sem hún er í og til þess verður að gefa fólkinu í landinu færi á að lifa. Þegar við höfum komið okkur fyrir vind og sýnt að hér býr fólk sem sjálft vinnur sig út úr hverjum vanda, erum við sterkari á erlendri grund. Hugsanlega gæti þá verið lag að skoða hvort aðild að ESB sé okkur hagkvæm, a.m.k. erum við þá sterkari við samningsborðið.

Það sem brýnast er að gera hér á landi er að jafna byrgðar hrunsins yfir alla þjóðina. Með slíkri jöfnun byrgðanna er þjóðinni allt fært. Að ætla almenning einum að bera þessar byrgðar, meðan bankarnir sem stofnaðir voru af almannafé greiða sér arð af gróða sem þeir ekki eiga, gengur einfaldlega ekki upp. Það er vísasta leiðin til annars hruns. Þessi sjálfseyðingarstefna mun þó halda áfram eftir kosningar, ef Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Björt framtíð, setjast í stjórnarráðið!

Nafn þessarar ríkisstjórnar gæti hæglega verið "Hégómastjórnin", þar sem hégómi formanns Sjálfstæðisflokks mun verða drifkrafturinn!!

 

 


mbl.is Óhjákvæmilegt að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta, góður pistill!

Ég trúi samt ekki að Sjálfstæðirflokkurinn svíki bakland sitt og samþykktir. Ef það verður mun flokkurinn einfaldlega klofna í herðar niður, sem er kannski það besta svo endurnýjun á forystu hans geti átt sér þar stað. Hvað sem verður spái ég því að við munum sjá skammlífa ríkisstjórn/þing eftir næstu kosninga. Vandamál íslendinga er líka hvað solsíalista-kratarnir hafa mikið fylgi, áróður þeirra og árásir á hægrimenn síðustu áratugi hafa skilað þeim miklum árangri.

Ásgeir (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 10:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er líka Árni Páll sem er hættulegur, við þurfum að losna við Samfylkinguna, Bjarta framtíð og VG í næstu kosningum til að málin skýrist og tekið verði á þessum máli af skynsemi og menn átti sig á því að við verðum að vinna þetta mál sjálf, við erum sjálfstæði þjóð og viljum vera það áfram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2013 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband