Lilja Rafney ætti að tala varlega, það eru kosningar eftir rúmar sex vikur!

Þingmenn VG eru sístir til að væna aðra um svik, svo herfilega sem þeir hafa svikið sína kjósendur. Og Lilja Rafney ætti að tala varlega um flugelda. Það eru kosningar í vor og hennar flugeldur er fyrir löngu fallin til jarðar, gerði það fljótlega eftir að hún fór að tjá sig á Alþingi.

Auðlindaákvæðið sem Sigmundur Davíð bauð þingheim að skoða, var ákvæði sem samþykkt var í þverpólitískri nefnd um síðustu áramót. Framsóknarflokkur er ekki höfundur þeirrar greinar. Hún fjallar um eigna þjóðarinnar á auðlindunum, en jafnframt yfirráðarétt þeirra sem þau leigja hverju sinni. Þetta er í raun sama og öll leiga byggir á, einhver tekur eitthvað á leigu og hefur yfirráðarétt yfir því á meðan. Einfalt og sanngjarnt og engin viðurkenning á eignarafláti. Það var sáttaboð af Sigmundi að leggja þessa tillögu fram. En eins og svo oft áður þá var eingöngu skoðað hver það var sem hana lagði fram, ekki efni tilboðsins. Og eins og svo oft áður geta VG liðar ekki hugsað sér neitt sem kemur frá þeirra pólitísku andstæðingum, vilja ekki einu sinni skoða slík tilboð. Af því formaður Framsóknarflokksins lagði tillöguna fram, er hún óhæf og ótæk. Svo einfaldur er hugur VG liða.

Þá ættu þingmenn VG að tala varlega um skjaldborg. Þeir mega ekki við að minna þjóðina á það orð, þar sem þeirra sjaldborg var snarlega tekin frá heimilum landsins og reyst utanum fjármálakerfið. Hellsti byggingameistari þeirrar skjaldborgar var þáverandi formaður flokksins.

Það má kannski segja að eðlilegt sé að þingmenn VG séu orðljótir. Flestir þeirra horfa upp á atvinnuleysi næsta vor og ekkert sem getur komið í veg fyrir það. Svik þeirra við sína kjósendur verða lengi í mynnum höfð. Sagnfræðingar framtíðar eiga eftir að klóra af sé í hausnum við að reyna að leyta skýringa á þessu og kennslubækur framtíðar munu nota þessi svik heils stjórnmálaflokks við sína kjósendur sem dæmi um hvernig hægt er að rústa heilu samfélagi, heilli þjóð!

Lilja Rafney ætti að bíða með að tala um flugelda fram að kosningum. Hugsanlega nær hún fylgi til Alþingis, þó vonin sé veik. Nái hún kjöri, getur hún vissulega talað um flugelda, sína flugelda. Þá getur hún hælt sér af því að hafa fundið einn og náð að láta hann skjóta sér upp úr forarpitti VG inn á Alþingi. Meiri líkur eru þó á að hún vilji sem minnst um þetta ræða, að kvöldi 27. apríl næstkomandi, þegar talið verður upp úr kjörkössunum.

 


mbl.is Líkti Framsóknarflokknum við flugeld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það verði svona hátt á henni risið þegar búrið verður að telja upp úr kjörkössunum eftir næstu kosningar?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 18:22

2 identicon

Hún  er ein af "Fýlubombum" VG og fátt kemur lengur úr þeirri áttinni á óvart og svarar ser sjálft ! 

rhansen (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband