Geta eða þörf

Það er stundum sem þörfin kallar á meir en getan leyfir. Þá þarf einfaldlega að breyta forgangsröðunini svo getan aukist.

Það er ljóst að harkan sem er í þessu máli er til komin vegna gerða heilbrigðisráðherra. Hann braut sáttina og vandinn því meiri og verri en ella. Þennan vanda VERÐA stjórnvöld að leysa, annað er einfaldlega ekki í boði!

Núverandi ríkisstjórn hefði kannski átt að hugsa sig tvisvar um áður en tugum milljarða var kastað á glæ sparisjóðanna, þegar meir en milljarði var kastað til stjórnarskrábreytinga sem nú eru strandaðar á skeri fáviskunnar, þegar ákveðið var að kasta ómældum milljörðum í andvanafædda aðildarumsókn. Ef ekki hefði verið ætt í þessi gæluverkefni ríkisstjórnarinnar, ásamt fjölda annara, væri til nægt fjármagn núna til að leysa vanda Landspítalans. Forgangsröðun stjórnvalda hefur verið undarleg á þessu kjörtímabili og það er þeirra sök. Nú er komið að skuldadögum og frá þeim kemst ríkisstjórnin ekki.

Ef heilbrigðisráðherra hefði ekki sýnt það fádæma ábyrgðaleysi, þegar hann bauð forstjóra Landspítalans fáheyrða launahækkun, væri þessi vandi kannski eitthvað minni. Gera má ráð fyrir að harkan væri minni. En þetta gerði ráðherrann og nú verður hann að taka afleiðingum þess.

Það fé sem sóað hefur verið er tapað og því eina lausn fyrir stjórnvöld að sækja þetta fé í einhver þeirra gæluverkefna sem enn er verið að fjármagna. Peningarnir eru til, en það þarf kannski að fórna einhverju til að ná til þeirra.

Hvernig væri ástandið hér nú, ef stjórnvöldum hefði tekist ætlunarverk sitt með icesave samninginn? Þá er ljóst að tala mætti um Kúbu norðursins og Norður Kóreu vestursins. Þeir sem héldu því fram að ríkissjóður myndi ráða við þær álögur, ættu ekki að vera í vandræðum að finna þá aura sem þarf til að halda Landspítalanum gangandi!!

 


mbl.is Stjórnvöld geta ekki boðið meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góður pistill hjá þér. 

Núna þurfum við að hætta að vera með atvinnupólitíkusa og fá fulltrúa raunverulegs fólks á þing. Þetta er hætt að vera fyndið.

Sumarliði Einar Daðason, 8.2.2013 kl. 09:26

2 identicon

Þetta varðandi þörfina er einmitt það sem á endanum ræður og ég trúi að leiði til ágætis heilbrigðiskerfi á ný.

Ég á erfit sem öðruvísi ríkisstarfsmaður að sjá að dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga séu lægri en annara ríkisstarfsmanna á BHM samningum...?  Meðaldagvinnulaun þeirra eru mjög sambærileg verkfræðingum og náttúrufræðingum. 

Hitt er þó rétt að hjúkrunarfólk, markt en ekki allir, eiga rétt á auknu starfsálagi í launatoflum sem viðauka við vaktavinnu, enda eru ekki allir hjúkrunarfræðingar að starfa við erfiðustu aðstæður - það getur skeikað verulega á sálfræðilegri streitu í starfi eftir því við hvað er verið að fást - en það væri rangt að krefjast launaukningar þvert á alla stéttina þegar einungis hluti þeirra er undir slíku álagi.  Í því felast álagstöflurnar og þær verða að vera nýttar sem slíkar.

Ég held einfaldlega að það sé villandi að tala um að davinnulaun Hjúkrunarfræðinga séu lág í samanburði við aðra.  Það þarf að nota betra orðalag en það.  Það má krítisera að læknar séu margframt hærra launaðir í meðal-dagvinnulaun en hjúkrunarfræðingar.  Í hverju felst það?  Markaðslögmálin? 

En, það er gott hjá þeim að taka á skarið, markaðslögmál munu auðvitað þvinga fram breytinga á endanum. En, markaðslögnmál geta verið læknum og hjúkrunarfræðingum bæri í vil til að hækka stöðu þeirra (þau eru jú ómissandi) en einnig í óvil. Ef maður tekur Bretland til samanburðar, þá geta slíkar þvinganir og skortur á heilbrigðisstétt  leitt til þess að heilbrigðiskerfið líti enn frekar út fyrir landssteinana og þá eru íslendingar komnir í samkeppni um störf við hámenntaða asíubúa. - ég myndi samt ekki óttast það íslendingar þurfa á smá nýju blóði og drifkraftir að halda öðru hvoru. Samkvæmt skoðunakönnunum þá trúi flestir íslendingar að samkeppni skapar framleiðni og skilvirkni.

Jonsi (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 09:41

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nú þegar búið að setja MEIRA EN TVO MILLJARÐA í að AÐLAGA tollakerfið að kröfum ESB.  Hefði ekki mátt sleppa þessu og mörgu fleiru?????

Jóhann Elíasson, 8.2.2013 kl. 10:16

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki ætla ég að dæma hvort laun hjúkrunarfræðinga og annara þeirra sem sagt hafa upp, eru lág eða há, Jonsi. Hitt er alveg ljóst að stór meirihluti þeirra hefur sagt upp starfi og verði þeim ekki náð til baka blasir hrun spítalans við.

Sjálfur tel ég þessa deilu miklu frekar vera um annað en laun, perse. Framkoma heilbrigðisráðherra situr í fólki, auk þess sem ríkisstjórnin gaf út að rétt skyldi af launamismunur milli svokallaðra kvennastétta og karlastétta. Þetta er rót vandans, vanda sem stjórnvöld ásköpuðu. Þennan vanda verður að leysa, svo einfalt er það.

Ef lausn hans byggir á því að hjúkrunarfræðingar og aðrir þeir sem sagt hafa upp staerfi við spítalann fá meiri launahækkun en aðrir, verður svo að vera.

Það er einfaldlega eki í boði að láta Landspítalann lamast!

Gunnar Heiðarsson, 8.2.2013 kl. 10:19

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Tek undir með Gunnari. Við megum ekki láta Landspítalann og önnur sjúkrahús á landsbyggðinni lamast. Ekki heldur lögreglu.

Þetta ruglaða lið sem stjórnar landinu í dag finnst mikilvægara að halda veislu en að taka upp draslið eftir hana. Með því er ég ekki að segja að ríkistjórnin þar á undan hafi verið eitthvað skárri.

Við búum á tækniöld þar sem almenningur er mun upplýstari en áður. Gamlir íhaldssamir stjórnunarhættir gilda ekki lengur. Áður þurftu að líða mánuðir þar til stjórnmálamaður þyrfti að axla ábyrgð af gjörðum sínum eða orðum. Í dag eru tug þúsundir sem fá skeyti ef einhver ráherra lýgur eða segir eitthvað vitlaust sem ógnar velferð þjóðarinnar.

Stjórnmálamenn geta ekki spilað sig heimska lengur og talað við heimskar beljur* til þess að upphefja sjálfan sig.

* ég er ekki að halla á beljur og er ekki að reyna að draga beljur niður í íslensk stjórnmál.

Sumarliði Einar Daðason, 8.2.2013 kl. 10:49

6 identicon

Þetta er spurning um forgangsröðun

og þessi ríkisstjórn hefur alltaf látið huglægar kröfur erlendra vogunarsjóða ganga fyrir

Grímur (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband