Kosningaloforð Katrínar

Það eru til peningar til að skipa nefndir, meðan sjúkrahús landsins eru að grotna niður, bæði í eiginlegri merkingu sem óeiginlegri.

Það skítur þó svolítið skökku við þegar stjórnmálamenn fara að skipa nefnd til að fara yfir eigin verk. Allar skattahækkanir síðustu ára voru framkvæmdar af þeirri ríkisstjórn sem nú situr og enn er verið að. Því hlýtur maður að setja spurningamerki við það að nú skuli eiga að skipa einhverja nefnd til að fara yfir þau mál. Er minni valdhafa svo stutt að þeir muni ekki eigin gerðir og verði að skipa nefnd til að segja sér hvað þeir hafa gert rangt?

Auðvitað þarf að einfalda skattkerfið. Þetta hefur stór hluti stjórnarandstöðunnar bent á allt þetta kjörtímabil. Það þarf enga nefnd til að skoða það. Einfaldasta leiðin til þess er að rekja upp það flækjustig og þá vitleysu sem núverandi stórnvöld hafa staðið að í skattamálum. Þetta mun verða fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar og sennilegt að sú vinna hefjist löngu áður en þessi fyrirhugaða nefnd skilar sínum tillögum. Það má því sem best spara ríkissjóð þá fjármuni sem til hennar mun fara. Þá væri kannski hægt að gera við nokkra glugga á Landspítalanum, nema auðvitað að það þurfi að setja það mál í nefnd einnig!

Forsenda þess að kosningaloforð geti gefið einhver atkvæði er að þau séu með þeim hætti að fólk fáist til að trúa þeim. Þetta kosningaloforð Katrínar er langt frá þeirri forsendu.

Það eru nefnilega verkin sem tala, ekki innihaldslaus loforð.

 

 


mbl.is Katrín vill endurskoða skattkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Væri ekki nær að fara yfir sviknu loforðin þessarar ríkisstjórnar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2013 kl. 12:57

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vissulega þarft Ásthildur, en þó algjör óþarfi að setja á stofn einhverja nefnd til þess.

Þar nægir bara að hugsa örlítið aftur í tímann. Það hafa flestir það gott minni að þeim er fært að hugsa fjögur ár aftur.

Það helst sem kemur í veg fyrir að maður fari í slíkar hugrenningar er allur sá fjöldi loforða og yfirlýsinga stjórnvalda á þessum stutta tíma, sem ekki hafa staðist.

Gunnar Heiðarsson, 10.1.2013 kl. 13:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hvað ætli nefndir hafi aukist mikið eftir að ríkisstjórn Jóhönnu tók við, og hvernig skyldi skilvirkni þeirra hafa verið?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2013 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband