Dónaskapur Björns Vals

Það er varla að maður hafi geð í sér til að blogga um þessi ummæli þingmannsins. Þau lýsa hans innræti!

Hvenær gerist þingmaður svo grófur í orðavali eða setur svo ljót orð á prent, að hann er brottrækur af Alþingi? Hvar eru þau mörk sem þingmenn ættu að halda sig við í árásum á þjóðhöfðingja landsins? Hver eru mörk þess að ummæli eða skrif þingmanns teljast landráð?

Forseti Alþingis sagði að þingmenn bæru sjálfir ábyrgð orða sinna og skrifa, utan Alþingis. Það má rétt vera, en Alþingi sjálft getur og má álykta um hvernig þingmaður hagar sér utan þingsals. Þá á auðvitað þingflokkur þess þingmanns sem hagar sér með þeim hætti sem Björn Valur gerir, að sjá sóma sinn í að fjarlægja mannin af þingi og kalla inn varamann hans. 

Það er ekki eins og þetta sé í fyrsta skiptið sem þessi þingmaður fer meiðandi orðum um forsetann, auk allra þeirra meiðyrða sem hann hefur látð falla til annara, bæði í pontu Alþingis sem og á öðrum stöðum. Sá sem haga sér með þessum hætti á ekkert erindi á Alþingi. Virðing þeirrar stofnunar má ekki við því að einstaklingur sem hagar sér sem hinn rammasti dóni, sé látinn átölulaus og fái að starfa þar innan dyra!


mbl.is Kallar forsetann „bjána“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Björn Valur hafi verið að horfa mikið á Fóstbræður og eigi sér ekki þennan draum http://www.youtube.com/watch?v=h8pxWak-r8Q

Björn (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 01:58

2 identicon

Skemmtileg tilviljun að vitleysingurinn og borgar,,stjórinn" Jón Gunnar Kristinsson skuli hafa sést þarna. Kemur þá bersýnilega í ljós að hver sem er getur orðið borgarstjóri....og forsætisráðherra....og bankastjóri...og ristjóri.

Guðrún Ómarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 03:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir voru fljótir að reka Snorra kennara,kenndan við Betel.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2013 kl. 04:49

4 identicon

Björn Valur er helsti málsvari sægreifi og hann vill með öllu móti tryggja að kvótinn fari aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ætli hann sé nú á prósentum?

Til varnar lýðræðinu! (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 06:11

5 identicon

Ég spyr enn og aftur, hvaða uppeldi fékk maðurinn? Hvaðan kemur þessi ljóti munnsöfnuður og og þetta illa innræti? Ætlaði hann ekki hér um árið að reyna að bæta um brotið og sagði að slíkur orðaforði væri algengur á Vestfjörðum. Mig minnir nú að ekki vildu allir vestfirðingar kannast við það. Vera má að hann sé sægreifi. Að munnsöfnuðurinn sé kominn frá kvótakóngum. Einhvern veginn passar það ekki við þá kvótakónga sem skrifa hér. Er þetta ekki eðlið+uppeldi?

Svei-attan

jóhanna (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 09:24

6 identicon

Alveg sammála þér Gunnar....

Sigurbjörg Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 09:45

7 identicon

Sæll.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maðurinn hegðar sér svona. Eftir næstu þingkosningar heyrum við vonandi ekki meira af honum :-)

Svo er ágætt að halda því til haga hvernig maðurinn kom fram við fjölskyldumeðlimi sína, setti það fólk á götuna.

Helgi (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 11:05

8 identicon

Dónaskapur Ólafs Ragnars : (bara eitt dæmi !)

  • „Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstv. forsrh. en það kom greinilega hér fram. ( Gripið fram í: Hvað sagði ræðumaður?) Ég sagði: svona skítlegt eðli.“
13. febrúar 1992 — Um Davíð Oddsson, „Ræða Ólafs á Alþingi“. Sótt 11. desember 2005.

maggi (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 13:27

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nærri 21. árs gömul ummæli annars þigmanns réttlæta ekki ummæli Björns Vals nú og ef þú hefur ekkert annað að leggja til þessarar umræðu maggi, væri kannski betra fyrir þig að vera eki að tjá þig um hana.

Gunnar Heiðarsson, 6.1.2013 kl. 20:16

10 identicon

Er það semsagt ekki alveg sama hver er dóni Gunnar?   Það skyldi þó ekki vera að háttvirtur þingmaður Björn Valur Gíslason hafi eitthvað lært af okkar forseta Ólafi Ragnari Grímssyni?

thin (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 00:24

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef menn vilja endilega réttlæta dónaskap Björns Vals með vísun í dónaskap annara þingmann, liggur beinast við að vitna til hinna fjölmörgu upphrópanna og dónaskap Steingríms Jóhanns Sigfússonar, að ekki sé minnst á hegðun hans í sal Alþingis. Þó var sennilega ömurlegasta uppákoma á Alþingi þegar Steingrímur gekk að stól forsætisráðherra og sló hann í öxlina.

En að réttlæta afglöp eins með því að benda á afglöp annars, gera einungis þeir sem ekki hafa þroska til að ræða málið á siðferðislegum grunni!

Og við vitum hver lærimeistari Björns Vals er thin, það er ekki forsetinn.

Gunnar Heiðarsson, 7.1.2013 kl. 07:47

12 identicon

Ætli máltækið "líkur sækir líkan heim " eigi ekki bara ágætlega við í þessu tilfelli?

thin (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband