Vandi Íbúðalánasjóðs

Einkabankarni eru aftur byrjaðir á sínum áróðri gegn Íbúðalánasjóð. Þeir vilja fá viðskiptavini sjóðsns til sín, svo þeir fái fitnað örítið betur. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt af þeirra hálfu, en sýnir að aldrei má slaka á, aldrei má rétta fjármagnsöflum litlaputta. Þá er handleggurinn skorinn af við öxl.

Vandi Íbúðalánasjóðs er einfaldur. Það þarf hvorki hagfræðinga  né sérfræðinga á fjármálamarkaði til að skilgreina hann. Vandi Íbúðalánasjóðs er nákvæmlega sami og fjölskyldna landsins, VERÐTRYGGINGIN.

Íbúðalánasjóður fjármagnar sig með verðtryggðum lánum, eins og fjölskyldur landsins þurfa að gera. Þessi lán halda verðgildi sínu og gott betur, vegna verðtryggingarinnar og vaxta, nákvæmlega eins og lán fjölskyldna gera. Á sama tíma rýrna þau veð sem Íbúðalánasjóður leggur fyrir þessum lántökum sínum, nákvæmlega eins og veð fjölskyldna rýrnar. 

Við hvert verðbólguskot hækkar höfuðstóll þessara lána og sú hækkun festist þar. Jafnvel þó verðbólga fari svo niður á núllið er þessi hækkun höfuðstóls föst á láninu. Þegar svo næsta verðbólguskot kemur, hækkar höfuðstóllinn aftur. Þetta er vítahringur sem enginn ræður við, hvorki Íbúðalánasjóður né fjölskyldur landsins.

Þegar svo viðvarandi verðbólga ríkir, hækkar höfuðstóllin sífellt, engin hlé verða á þeim hækkunum. 

Einu rök þeirra sem vilja halda í verðbólguna eru að sá sem eitthvað fær að láni eigi að skila sömu verðmætum til baka. Þessi rök eru bæði rétt og röng, en koma verðtryggingu ekkert við. Hún veldur því að sá sem eitthvað tekur að láni skilar því margföldu til baka. Þess vegna vill engin siðuð þjóð láta kenna sig við slík viðskipti.  Það sem er rangt við þau rök verðtryggingarsinna um að sá sem fær eitthvað að láni eigi að skila því sama til baka, er að sá sem lánar er að fjárfesta. Fjárfesting er alltaf áhætta. Sá sem á pening og vill vera öruggur um að enginn annar geti hagnast á þeim, geymir sitt fé einfaldlega undir kodda sínum! Vilji hann reyna að halda verðgildi þessa fjár sem hann á, þá fjárfestir hann. Hann er með því að taka áhættu sem getur farið á hvorn veginn sem er.

Verðtryggingin er krabbamein sem VERÐUR að skera burt. Að öðrum kosti mun þjóðin lenda á gjörgæsælu innan skamms tíma. Dauðastíðið mun verða stutt en einstaklega sársaukafullt.

 


mbl.is Ríkisábyrgð mun orsaka gjaldþrot ÍLS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðtryggingin er ekki bara orsökin fyrir gjaldþroti ÍLS.

Hún er líka aðalorsökin fyrir verðbólgu á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2013 kl. 21:48

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Einmitt Guðmundur. Hvort kom á undan eggið eða hænan?

Þetta er vítahringur sem verður að rjúfa.

Gunnar Heiðarsson, 5.1.2013 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband