Einstæður atburður að hafast

Það virðist sem sögulegt afrek vinstriflokkanna sé að hafast, að sitja heilt kjörtímabil. Aldrei áður hefur verið hrein vinstristjórn í landinu svo langann tíma og sjaldnast hafa þær ríkisstjórnir sem myndaðar hafa verið með aðild vinstriflokka, ríkt nema fáa mánuði. En nú ætlar þetta að hafast og formaður VG kætist og hælir sér fyrir afrekið.

En hversu dýru verði var þetta keypt, hverju þurfti sá stjórnmálaflokkur sem skilgreinir sig lengst til vinstri í íslenskr póitík að fórna, fyrir þennan sigur?

Jú, flokknum sjálfum! Formaður VG fórnaði flokk sínum af einskærum hégóma í bland við valdafíkn. Hversu virði er það fyrir íslensk stjórnmál að flokkur fórni sjálfum sér til að komast á blöð sögunnar um að hafa lafað í ríksstjórn heilt kjörtímabíl? Hversu virði er það fyrir íslensk stjórnmál þegar formaður flokks fórnar eiginn flokk til að seðja hégóma sinn?

Stjórnmál eiga ekki að snúast um hversu lengi ákveðnir flokkar sitja að völdum, þó Steingrímur teji þetta sérstakt afrek af sér. Stjórnmál eiga að snúast um hvernig landinu er stjórnað, hernig fólkinu líður. Stjórnmál eiga ekki að snúast um hvort fólk hefur einungis í sig og á, heldur að það lifi mannsæmandi lífi og geti sinnt sinni fjölskyldu, einnig í leik. Því miður hefur sú barátta Steingríms til að komast á blöð sögunnar um fyrstu tæru vinstristjórnina, sem lifði heilt kjörtímabil, valdið algerri vitfyrringu hans og því berst fólk nú við að halda lífi. Sífellt fleiri verða að leita aðstoðar hjálparsamtaka til þess. Baráttan fyrir að stjórnin lifði út kjörtímabilið hefur haldið frá hug Steingríms því sem mestu skiptir, fólkinu í landinu. Hans hugur hefur fyrst og fremst staðið til að stjórnin sitji út kjörtímabilið og fórnað öllu fyrir það, einnig þjóðinni. Í því skyni hefur hann fóðrað vel þá sem raunverulega stjórna landinu, fjármagnsöflin, en haldið fólkinu á heljarþröm.

Það er víst að Steingrímur Jóhann Sigfússon mun komast í kennslubækur framtíðar. Sjálfsagt mun eitthvað verða þar talað um að hann hafi verið í fyrstu og vonandi einu vinstristjórninni sem tókst að lifa eitt kjörtímabil. Meira verður þó fjallað þar um hvernig formanni heils stjórnmálaflokks tókst á einu kjörtímabili að svíkja hvert einasta kosningaloforð flokks síns, hvernig honum tókst að vinna heilt kjörtímabil, algjörlega á öllum sviðum, gegn stefnu eiginn flokks. En mest mun þó verða fjallað um, í kennslubókum framtíðar, hvernig formanni heils stjórnmálaflokks tókst einum og óstuddum að þurka sinn flokk út, tókst á einu kjörtímabili að koma flokk sínum frá því að hafa fylgi rúmlega fimmtung þjóðarinnar að baki sér, til þess að þurkast út af þingi.

Þetta eru þau afrek Steingríms sem framtíðin mun muna, þau afrek Steingríms sem kennd verða í barnaskólum framtíðar!

Það verður sjálfsagt gaman að vera sagnfræðingur í framtíðinni. Þeir munu sjálfsagt eyða mörgum árum í að reyna að skilgreina "afrek" Steingríms. Liklega munu þeir þó aldrei komast að niðurstöðu, munu aldrei skilja hvað gerðist í stjórnmálum þessa lands frá vori 2009 til vors 2013, það kjörtímabil sem "hin tæra vinstristjórn" réð hér ríkjum.

 


mbl.is Björt framtíð eykur fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég ákvað að dreifa þessum pistli á fésinu þar sem mér finnst margt í henni sem á það skilið að rata fyrir augu fleiri en þeirra sem hafa lesið hana nú þegar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.1.2013 kl. 14:07

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk, Rakel. Það er alltaf gott að finna að einhver tekur eftir því sem maður párar.

Gunnar Heiðarsson, 4.1.2013 kl. 08:27

3 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Sammála Rakel og því setti ég þetta inn hjá Hagsmunasamtökum heimilanna og hjá mér sjálfum.

Kannski erum við Rakel svona sammála því við erum í sama stjórnmálaflokknum SAMSTÖÐU.

Ég segi, við þurfum að losna við þessa ríkisstjórn sem fyrst, hún er að leggja landið í rúst og sundra fjölskyldum og heimilum.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 5.1.2013 kl. 08:24

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Vilhjálmur ekki fjárfestir.

Að notfæra sér eymd þjóðarinnar í pólitískum tilgangi hugnast mér ekki. Sjálfur er ég ekki í neinum stjórnmálaflokk, en virði stefnur þeirra allra.

Ég hóf þetta pár mitt hér á bloggsíðum mbl.is fyrir rétt nær þrem árum síðan, ekki til að flytja pólitískann áróður, heldur til að gangnrýna það sem mér þykir miður fara, nöldra eins og segir í nafni þessarar bloggsíðu.

Ástæðan var ekki vegna þess að mér mislíkaði stefna einhverra stjórnmálaflokka. Stefnur flokka eru eitthvað sem hópar fólks sameinast um og stofnar stjórnmálaflokk um ef ekki er neinn sem uppfyllir þeirra hug. 

Ástæða þess að ég hóf þetta nöldur mitt var hversu freklega núverandi stjórnarflokkar, sérstaklega annar þeirra, braut á bak aftur öll þau loforð sem kom þeim á þing. Þetta ofbauð mér og gagnrýni mín hefur einkum snúið að þeim svikum þessra stjórnmálamanna. Snúið að störfum núverandi ríkisstjórnar.

SAMSTAÐA er afrakstur þess að fólk sem hefur svipaða skoðun á stjórnmálum en finnur ekki farveg þeirrar skoðunar annarsstaðar og stofnar stjórnmálaflokk um þá skoðu sína. Þetta er gott mál og sýnir að lýðræðið er virkt. Það er margt í stefnu þessa flokks sem liggur að mínum hug og margt fólk þar sem ég tel að megi treysta. Hvort mitt atkvæði fer til Samstöðu á ég eftir að gera upp við mig. 

Fari svo að Samstaða komi fólki á þing og fari svo að það fólk hleypur útundan sér og þeirri stefnu sem það boðar, mun ég hiklaust gagnrýna þá framkomu. Það mun ég gera gagnvart öllum þingmönnum, hvar í flokk sem þeir eru og algerlega óháð því hvert mitt atkvæði fellur.

Ég óska svo ykkur sem eruð hjá Samstöðu velfarnaðar og vona inilega að heilindi verði efst á blaði þeirra sem hugsanlega komast á þing frá ykkur.

Það eru heilindin sem mestu skipta, að fólk geti treyst því fóki sem það kýs. Ef heilindin fá að ráða, dafnar lýðræðið. Þá er það meirihlutavilji þjóðarinnar sem ræður og meirhluta vilji þjóðarinnar sem verður.

Svik og fláræði stjórnmáamanna  leiða alltaf til upplausnar og illinda. Svik og fláræði hefur viljað loða við þessa stétt, enda oftar en ekki sem þau eru stunduð innan þess hós sem kalar sig stjórnmálamenn. Aldrei hafa þó svik og fláræði verið jafn freklega stunduð af þingmönnum sem nú, þetta kjörtímabil. Lengst hafa þó stjórnarflokkarnir gengið og þó sérstaklega sá hluti þinmanna VG sem fylgir formanni sínum í vegferðinni til Brussel.

En aðrir flokkar hafa einnig stundað svik. Stjórnarandstaðan hefur ekki unnið sem skyldi, ekki veitt stjórnvöldum nægt aðhald. Það eru svik við kjósendur. Þá hafa þingmenn gengið úr þeim flokkum sem kom þeim á þing, sumir vegna svika forystunnar við kjósendur og er það gott. Þeir þingmenn eru sínum kjósendum trúir. En aðrir hafa gangið úr þeim flokk sem kom þeim á þing af einskærum eiginhagmunum, telja sig ekki ná nægum völdum í þeim flokk sem þeir sjálfir völdu. Það eru svik við kjósendur. Þá hefur heill þingflokkur gengið úr þeim flokk sem fólk kaus, svo það kæmist á þing. Það eru vissulega svik við kjósendur.

Því miður veit enginn fyrr en á reynir hvernig einstaklingar bregðast við erfiðleikum, hvernig þeir bregðast við þegar standa þarf fast á þeim gildum sem það stendur fyrir og kjósendur völdu. Því hefur kjósandinn einungis vissu um hvernig þeir haga sér sem áður hafa verið á þingi, ekki hvernig þeir bregðast við sem þangað koma í fyrsta sinn.

Það var því mikill missir fyrir Samstöðu þegar Lilja Mósesdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. Þar fer persóna sem ætti að vera öllum þingmönnum allra tíma að fyrirmynd. Heilindi hennar hafa aukið virðingu fólks langt útfyrir raðir pólitískra deilumála. Það er nær óskyljanlegt að núverandi stjórnvöld skyldu ekki nýta hennar krafta, að hún skyldi ekki verða valin sem ráðherra. Stefnufesta hennar í grundvallarstefnumálum VG kom í veg fyrir það.

Hvernig væri staðan á Íslandi í dag ef Lilja hefði verið valin sem ráðherra í þessari ríkisstjórn, ef Samfylkingin hefði gengið að hennar kröfum svo það mætti verða?

Það er nærri víst að stjórnarandstaðan ætti þá enn meira verk fyrir höndum en nú, í komandi kosningum. 

Gunnar Heiðarsson, 5.1.2013 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband